All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Með fólksfjölgun, þéttbýlismyndun og efnahagslegri þróun er eftirspurn eftir ferskvatni í þéttbýli að aukast um alla Evrópu. Samtímis hafa loftslagsbreytingar og mengun áhrif á aðgangi borgarbúa að vatni. Hvernig geta borgir Evrópu haldið áfram að sjá íbúum sínum fyrir hreinu ferskvatni?
Við þurfum mat og við þurfum hreint ferskvatn til að framleiða matinn okkar. Með vaxandi eftirspurn vegna starfsemi manna annars vegar og loftslagsbreytingum hins vegar á fólk, sérstaklega á suðlægum slóðum, í vaxandi erfiðleikum með að finna nóg ferskvatn til að uppfylla þarfir sínar. Hvernig getum við haldið áfram að rækta mat án þess að taka of mikið hreint vatn frá náttúrunni? Betri nýting vatns í landbúnaði myndi sannarlega hjálpa til.
Landbúnaður leggur þungar og vaxandi byrðar á vatnsauðlindir Evrópu, ógnar vistkerfum og vatnsskortur vofir yfir. Til þess að ná fram sjálfbærri vatnsnotkun þarf að gefa bændum hvatningu í formi rétts verðs, ráðgjafar og aðstoðar.
'Það er lokað fyrir vatnið okkar einu sinni eða tvisvar í mánuði, stundum oftar,' segir Barış Tekin í íbúð sinni í Beşiktaş, sem er eitt af gömlu hverfunum í Istanbúl, þar sem hann býr með konu sinni og dóttur. 'Við höfum tiltæka 50 lítra af vatni í flöskum heima hjá okkur, fyrir þvotta og þrif, svona til öryggis. Þegar við erum án vatns mjög lengi í einu förum við til föður míns eða til tengdaforeldra minna,' segir Barış sem er prófessor í hagfræði við háskólann í Marmara.
Hefur þú gaman af garðyrkjustörfum? Ef svo er og þú átt heima í Mið- eða Norður-Evrópu er líklegt að 'spanski snigillinn' sé einn af verstu óvinum þínum. Snigillinn eirir hvorki grösum né grænmeti og ekkert virðist bíta á hann.
Fiskimaður segir frá Nóttina 6. október 1986 voru fiskimenn frá smábænum Gilleleje fyrir norðan Kaupmannahöfn að veiða humar í Kattegat. Er þeir drógu net sín reyndust þau full af leturhumri, sem annaðhvort var þegar dauður eða að drepast. Margir humranna, um helmingur, voru einkennilegir á litinn.
Á hverjum vetri ljúka menn upp hliðum Tívolís, hins fornfræga skemmtigarðs í miðborg Kaupmannahafnar, til að marka opinberlega upphaf aðventunnar. Að þessu sinni munu ljósin í Tívoli að öllum líkindum blikna í samanburði við COP 15 – mikilvægustu loftlagsbreytinga-ráðstefnu allra tíma – en þá munu þúsundir stjórnarerindreka, stjórnmálamanna, kaupsýslumanna, umhverfissinna og loftlagssérfræðinga frá öllum heimshornum flykkjast til höfuðborgar Danaveldis.
* Persónurnar í þessari frásögn eru ekki til. Hinsvegar eru staðreyndirnar sannar. Sagan er látin gerast 27. Júlí 2008, en þann dag var gefin út loftmengunarviðvörun í Brussel.
Sorp án landamæra: Zhang Guofu er 35 ára gamall og vinnur sér inn 700 evrur á mánuði sem er gríðarmikið á kínverskan landsbyggðarmælikvarða. Hann vinnur við að flokka sorp sem í er m.a. innkaupapokar frá breskri stórmarkaðskeðju og DVD diskar með Enskunámskeiðum. Það er staðreynd að sorp sem fer í ruslafötu í London getur hæglega lent í endurnýtingarverksmiðju við ósa Perlufljóts í Kína, í meira en 8 000 km fjarlægð.
Svokallað lífeldsneyti (bioenergy) er ekki nýtt fyrirbrigði. Árþúsundum saman hafa menn brennt viði. Í iðnbyltingunni um miðja 18. öld hófu menn að hagnýta svokallað 'jarðefnaeldsneyti', fyrst kol, en síðar var einnig farið að brenna olíu. Nú er hinsvegar svo komið að minna er af jarðefnaeldsneyti í náttúrunni, dýrara að vinna það og sem stendur er þetta mikið pólitískt hitamál.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/all-articles or scan the QR code.
PDF generated on 29 Sep 2023, 12:45 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum