All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.
Þökk sé löggjöf, tækni og færslu í átt frá mjög mengandi jarðefnaeldsneyti í mörgum löndum hafa loftgæði Evrópu farið batnandi á nýliðnum áratugum. Engu að síður verður fólk enn fyrir neikvæðum áhrifum frá loftmengun, sérstaklega í borgum. Vegna þess hversu flókin baráttan gegn loftmengun er krefst hún samhæfðra aðgerða á mörgum sviðum. Nauðsynlegt er að gefa borgurum tímalega upplýsingar á aðgengilegan hátt til að virkja þá. Nýútgefinn loftgæðavísir okkar gerir nákvæmlega það. Betri loftgæði myndu ekki aðeins bæta heilsu okkar heldur einnig hjálpa til að takast á við loftslagsbreytingar.
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.
Vitað er að váleg áhrif frá hættulegum efnum hafi áhrif á heilbrigði manna og umhverfið. Nú þegar efnaframleiðsla er að aukast á heimsvísu og verið er að þróa og koma í notkun nýjum efnum, hvernig vitum við þá hvað telst öruggt? Við ræddum við Xenia Trier, sérfræðing EES í efnum, um mismunandi málefni sem tengjast öruggri notkun efna í Evrópu og spurðum hvað ESB gerir til að draga úr mögulegum aukaverkunum þeirra.
Sjávarlíf, loftslagið og hagkerfi okkar og félagsleg velferð reiða sig öll á heilbrigt haf. Þrátt fyrir einhverjar umbætur, sýnir mat okkar að við notum höf Evrópu á ósjálfbæran hátt. Loftslagsbreytingar og samkeppni um náttúruauðlindir bæta við auknum þrýstingi á sjávarumhverfi. Evrópsk stefnumál og ráðstafanir gætu skilað meiri breytingum til batnaðar þegar þau eru útfærð í gegnum „vistkerfismiðaða stjórnunar“ nálgun og eru studdar með hnattrænni sjávarstjórnunarskipan.
Í síðasta mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) út nýjustu skýrslu sína um „loftgæði í Evrópu“ en hún sýndi að þó að loftgæði fari batnandi er loftmengun stærsta umhverfishættan gegn heilbrigði í Evrópu. Við settumst niður með Alberto Gonzáles Ortiz, loftgæðasérfræðingi EEA til að ræða um niðurstöður skýrslunnar og hvernig tækni, eins og gervihnattamyndir, hjálpa til við að bæta rannsóknir á sviði loftgæða.
Loftslag okkar er að breytast. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsategunda til að takmarka hraða loftslagsbreytinga og á sama tíma, grípa til ráðstafana til að búa okkur undir áhrif þeirra nú og í framtíðinni. Báðar aðgerðirnar krefjast nýrra fjárfestingarhátta sem engin fordæmi eru fyrir. Það var staðfest á loftslagsráðstefnunni í París og nýlega í Marrakesh. Fjármálageirinn getur og mun leika mikilvægt hlutverk í því að styðja Evrópu í því að þróast í loftslagsvænt samfélag með lítilli koltvísýringslosun.
Nútíma samfélag veltur á flutningi á vörum og fólki, en núverrandi samgöngukerfi okkar hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og umhverfið. Við ræddum við Magdalena Jóźwicka, verkefnisstjóra varðandi væntanlega skýrslu um rafbíla, um umhverfisávinning og áskoranir við að nota rafmagn sem valkost við hefðbundið eldsneyti fyrir ökutæki.
Í desember síðastliðnum í París kom heimurinn sér saman um metnaðarfullt markmið: að takmarka hækkun hnattræns meðalhitastigs við mörk sem eru vel undir 2 stigum, samtímis því að stefna að því að takmarka hækkunina við 1,5 stig yfir hitastigi eins og það var fyrir iðnvæðingu. Á leiðtogafundi G20 hópsins fyrr í þessum mánuði tilkynntu Kína og Bandaríkin um formlega skuldbindingu þeirra um að gerast aðilar að Parísarsamningnum. Þarna er um að ræða stórt skref framávið í alþjóðlegri viðleitni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun. Samt sem áður eru núgildandi skuldbindingar um samdrátt, sem undirritunarlönd hafa gengist undir fram að þessu, ekki fullnægjandi til að ná þessu metnaðarfulla takmarki um lækkun.
Evrópsk landslagsmynd gagna um umhverfismál hefur tekið umtalverðum breytingum á undanförnum fjórum áratugum. Margþætt eðli hnignunar umhverfisins kallar á frekari kerfisgreiningu, og einnig á viðeigandi gögn sem renna stoðum undir slíka greiningu. Á undanförnum árum hefur Umhverfisstofnun Evrópu í auknum mæli framkvæmt greiningar á altækum kerfum. Umhverfisstofnun Evrópu - EEA -mun halda áfram að bera kennsl á málefni sem eru í mótun, og mun hjálpa til við að útvíkka þekkingu Evrópu á umhverfi sínu..
Framtíðin er björt að því er snertir endurnýjanlega orkugjafa sem gegna síauknu hlutverki eftir því sem Evrópa reynir að draga úr því hversu háð hún er jarðefnaeldsneyti. Við ræddum við Mihai Tomescu, sérfræðing í orkumálum hjá Umhverfisstofnun Evrópu um þau tækifæri og þau álitamál sem eru framundan varðandi hreina orkugjafa. .
Skógar í Evrópu veita okkur mikilvæga þjónustu: hreint loft, hreint vatn, náttúrulegar kolefnisgeymslur, timbur, fæðu og aðrar afurðir. Þeir hýsa margar tegundir og búsvæði. Við ræddum um þær áskoranir sem snúa að skógum í Evrópu við Annemarie Bastrup-Birk, sérfræðing um skóga og náttúru hjá Umhverfisstofnun Evrópu.
Auðlindanýting okkar er ekki sjálfbær og hún er farin að reyna á þolmörk plánetunnar. Við þurfum að flýta fyrir innleiðingu sjálfbærs og græns hagkerfis með því að hætta að einblína á sorphirðuna og leggja frekar áherslu á visthönnun, nýsköpun og fjárfestingar. Rannsóknir stuðla ekki aðeins að nýsköpun í framleiðslu heldur einnig í mótun viðskiptalíkana og fjáfestingarleiða.
Land og jarðvegur eru nauðsynleg náttúrulegum kerfum og samfélagi manna, en athafnir mannfólks ógna virkni auðlinda á borð við jarðveg. Hvers vegna gerist þetta? Hvað er Evrópa að gera til að stemma stigu við þessu? 2015 er alþjóðlegt ár jarðvegs. Af því tilefni beindum við þessum spurningum til Geertrui Louwagi, verkefnisstjóra hjá Umhverfisstofnun Evrópu.
Grænir innviðir fela í sér lausnir á vandamálum er varða umhverfi, samfélag og efnahag og fer innleiðing þeirra fram yfir mismunandi svið stefnumörkunar. EEA vinnur nú að gerð skýrslu um hlutverk grænna innviða í mótvægisaðgerðum gegn áhrifum náttúruhamfara sem tengjast veðurfars- og loftslagsbreytingum. Við ræddum við meginhöfund þeirrar skýrslu, Gorm Dige.
Í ágúst á þessu ári náðu meira en 190 lönd samkomulagi um áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Síðar í þessum mánuði munu þjóðarleiðtogar samþykkja áætlunina ásamt Heimsmarkmiðum hennar í New York. Ólíkt fyrri áætlunum eru Heimsmarkmiðin ætluð bæði þróuðum ríkjum og þróunarríkjum og ná yfir víðara svið en áður. Markmiðin 17 fela í sér atriði er varða m.a. umhverfi, auðlindanýtingu og loftslagsbreytingar.
Framleiðsla á nægjanlegum matvælum fyrir íbúa Evrópu byggist á þaulræktun sem hefur áhrif á umhverfið og heilsu okkar. Geta Evrópubúar fundið fleiri umhverfisvænar leiðir til að framleiða matvæli? Við spurðum Ybele Hoogeveen þessarar spurningar sem leiðir hóp hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem kannar áhrif auðlindanýtingar á umhverfið og vellíðan manna.
Áhrifa efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008 gætir enn í hagkerfi Evrópu. Milljónir manna hafa fundið fyrir atvinnuleysi eða launalækkunum. Þegar nýútskrifaðir fá enga vinnu í einum ríkasta heimshlutanum, ættum við þá að vera að tala um umhverfismál? Ný umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins gerir það einmitt, en ekki eingöngu. Hún skilgreinir einnig umhverfismál sem samþættan og óaðskiljanlegan hluta heilbrigðis- og efnahagsmála.
„Góðu fréttirnar eru að á síðustu áratugum hefur ástandið batnað verulega hvað varðar snertingu almennings við nokkur loftmengandi efni. En þessi mengunarefni, sem við náðum að minnka mest, eru ekki þau sem eru heilsu manna og umhverfi skaðlegust“ segir Valentin Foltescu sem vinnur við loftgæðamat og skýrslugerð hjá USE. Við spurðum Valentin hvað Umhverfisstofnun Evrópu gerir fyrir loftgæði og hvað nýjustu tölur segja.
Við lifum í heimi stöðugra breytinga. Hvernig getum við stýrt þeim viðvarandi breytingum þannig að ná megi hnattrænni sjálfbærni árið 2050? Hvernig getum við náð jafnvægi á milli hagkerfis og umhverfis, til skemmri tíma og lengri tíma litið? Svarið liggur í því hvernig við stýrum umskiptaferlinu án þess að festast í ósjálfbærum kerfum.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/all-articles or scan the QR code.
PDF generated on 07 Jun 2023, 03:45 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 12 March 2023 21:56 from version 23.1.28
Software version: EEA Plone KGS 23.3.11
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum