All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Við ákváðum að beina sjónum okkar að flugi og siglingum sem hluta af TERM-skýrslu okkar til að benda á algengar gerðir vandamála sem þessir tveir geirar skapa þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun. Umhverfið er undir neikvæðum þrýstingi frá flugstarfsemi, þar með talið flugi en líka frá flugvöllunum sjálfum, að meðtaldri losun gróðurhúsalofttegunda, loftmengun, hljóðmengun, vatnsþörf og framleiðslu úrgangs. Þar að auki hefur losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB frá millilandaflugi meira en tvöfaldast síðan 1990.
Siglingastarfsemi leiddi líka til markverðrar losunar á gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarvalda, hljóð- og vatnsmengunar. Losun á koltvísýringi frá millilandaskipaflutningum gæti verið 17% af allri losun koltvísýrings árið 2050 ef ekki verður gripið til frekari aðgerða. Þrátt fyrir að losun einhverra mengunarvalda frá vegaflutningum hafi almennt minnkað (en ekki koltvísýringur), heldur losun frá flugi og siglingum áfram að aukast. Árið 2050 er áætlað að flug og siglingar á alþjóðavísu standi fyrir næstum 40% af koltvísýringslosun í heiminum, nema því aðeins að gripið verði til frekari mildandi aðgerða. Þessir geirar hafa reglulega verið metnir sem hluti af TERM vísum okkar en aðeins sem hluti af flutningsundirgeirum og við tókumst á við flug í 2016 umhverfisskýrslu um flug í Evrópu. Þannig að þetta er í fyrsta skipti sem við fjöllum sérstaklega um þá í TERM-skýrslu okkar.
Við höfum merkt alþjóðavæðingu verslunar á nýliðnum áratugum og gríðarleg aukning hefur bæði orðið á flugi og siglingum. Þetta hefur leitt til stöðugrar aukningar á losun. Fjöldi flugfarþega í Evrópu og á alþjóðavísu hefur til dæmis þrefaldast síðan 1990. Annað dæmi er aukin verslun við nýtilkomin hagkerfi, sem leiðir til lengri vegalengda. Við höfum einnig séð ódýrara farþegaflug, þar sem lággjaldaflugfélög auka markaðshlutdeild sína. Þessi þróun er ástæðan fyrir miklu af nýlegum vexti í farþegaflutningum í Evrópu. Flotar lággjaldaflugfélaga eru almennt nýrri og hreinni, en hlutfall af heildarfjölda fluga tvöfaldaðist á tíu ára tímabili.
Ríkisstjórnir gegna hér lykilhlutverki með því að styðja við fjárfestingu í rannsóknum, vörustöðlum og niðurgreiðslum á upprennandi tækninýjungum. Ráðstafanir eins og að bæta eldsneytisskilvirkni með því að nota léttara efni eða aðrir tæknilegir valkostir duga ekki til að uppfylla markmið Evrópu um losun og sjálfbærni. Almenningar þarf einnig að uppfylla sitt hlutverk. Við sjáum nú þegar umræðu um sjálfbær ferðalög og neytendahegðun og það þarf að hlúa að henni. Þetta getur hjálpað til við að breyta lífsstíl og flutningsvenjum.
Í einhverjum tilfellum eru aðrir valkostir en bruni jarðefnaeldsneytis eða jafnvel brunahreyfillinn. Tökum siglingar til dæmis. Hafnarbátar, sem eru hluti af samgöngukerfinu í Kaupmannahöfn, ganga fyrir lífeldsneyti. Sumar ferjur í Noregi og öðrum löndum nota nú þegar rafhlöður til að bæta umhverfisfótspor sitt. Borgir geta komið upp innviðum fyrir skip í höfnum þar sem mögulegt er að fá rafmagn úr landi svo hægt sé að stinga þeim í samband og þau þurfa ekki að vera með vélarnar í lausagangi. Þetta dregur ekki aðeins úr losun heldur mun það einnig bæta loftgæði. Í samanburði er ein erfiðasta áskorunin sem flutningsgeirinn stendur frammi fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan flugs. Flugvélar munu áfram reiða sig á jarðefniseldsneyti í fyrirsjáanlegri framtíð og búist er við að eftirspurning eftir flugi haldi áfram að aukast.
Þessi skýrsla verður notuð til að upplýsa stefnumarkandi umræður á Evrópu-, lands- og staðarvísu, þegar kemur að losun frá þessum tveimur geirum. Vegna alþjóðlegs eðlis þeirra, er flugi og siglingum að mestu leyti stjórnað af alþjóðlegum stofnunum svo sem IMO og ICAO. Engu að síður er ESB einnig heimilt að grípa til aðgerða. Koltvísýringslosun frá flugi hefur verið tekin með í viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir (ETS) síðan í janúar 2012. Engu að síður gildir núna „stöðvið klukkuna“ ákvæði sem undanskilur flug til og frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins frá ETS til þess að auðvelda alþjóðlegt samkomulag um losun frá flugi. Til þess að draga úr losun loftmengunarvalda í siglingageiranum, hefur líka verið komið á hámarki á losun brennisteinsoxíð í tveimur sérstökum mengunarvarnarsvæðum á hafsvæðum ESB. Einu á Eystrasalti og einu sem nær yfir Norðursjó og Ermasund. Til að halda sig innan hármarkanna geta stjórnendur til að mynda notað eldsneyti með lágu brennisteinsinnihaldi, sett upp síur um borð eða tekið upp aðra eldsneytistækni.
Hjá EEA munum við halda áfram að fylgjast grannt með losun frá flug- og siglingageiranum, með uppfærðum vísum og reglulegum skýrslum og samantektum.
Anke Lükewille
Sérfræðingur EEA um loftmengun
Viðtalið birtist í tölublaði 2018/1 af fréttabréfi EEA, þann 15. mars 2018
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/ahersla-a-utblastur-fra-flugi or scan the QR code.
PDF generated on 15 Sep 2024, 02:15 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum