All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Til að ná sannri og varanlegri sjálfbærni þarf einnig að taka á félagslegu misrétti. Þetta vekur upp spurningar um stjórnarhætti: hvernig tryggjum við aðgang að auðlindum og hreinu umhverfi fyrir alla?
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Frá 1950 hafa jarðarbúar meira en þrefaldast og eru nú tæpir 8 milljarðar og efnahagsframleiðsla jókst 12 sinnum. Þessi mikla vöxtur var auðveldaður með gífurlegri aukningu í notkun á náttúruauðlindum eins og landi, vatni, timbri og öðrum efnum, þar á meðal steinefnum og orkuauðlindum. Þessi mikla hröðun lyfti hundruðum milljóna úr fátækt en hefur haft neikvæð áhrif á vistkerfi og valdið loftslagsbreytingum. Á heimsvísu hefur 75% af umhverfi á landi og 40% af sjávarumhverfi breyst verulega. Áframhaldandi brennsla jarðefnaeldsneytis, breytingar á landnotkun og skógareyðing losa gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftið og valda loftslagsbreytingum.
Í dag tengir hnattvæðingin, sérstaklega með aukinni stafrænni væðingu næstum alla hluta jarðarinnar með fjölda rótgróinna viðskiptaleiða og tryggir afhendingu hráefna, íhluta eða fullunninna vara fyrir alþjóðlega neytendur á heimsmarkaði. Spáð er tvöföldun á eftirspurn eftir efnislegum auðlindum árið 2060 og við erum nú þegar að neyta þess sem þrjár jarðir geta veitt. Ennfremur getum við sem stendur ekki komið í veg fyrir að mikið magn úrgangs endi í umhverfinu og gert er ráð fyrir að árleg framleiðsla úrgangs aukist um 70% árið 2050. Hlutleysismarkmið eða UT búnaður getur valdið auknu álagi á steinefni og sjaldgæf jarðefni sem þegar eru af skornum skammti.
COVID-19: stutt hlé frá alþjóðlegum viðskiptum?
COVID-19 og lokunaraðgerðir hafa að einhverju leyti haft áhrif á neyslu og framleiðslumynstur. Ákveðnar greinar eins og ferðaþjónusta eða ferðalög höfðu bein áhrif og margar birgðakeðjur urðu einnig fyrir áhrifum. Lokun framleiðslustöðva í Kína og öðrum útflutningsríkjum á fyrstu mánuðum faraldursins olli seinkun á afhendingu sumra vara, rétt eins og skipaslysið sem hindraði ferðir um Suez skurðinn dögum saman, og hefur það skapað skort og tafir á mörkuðum í Evrópu. COVID-19 olli ekki aðeins truflunum í alþjóðlegu birgðakeðjunum; faraldurinn lækkaði líka eftirspurnina.
Heimsfaraldurinn leiddi í ljós hversu nátengt og innbyrðis háð hagkerfi okkar og samfélög eru. Hvort sem vandamálið er heilsufarslegt eða efnahagslegt, þá getur kreppa auðveldlega breiðst út og áhrifa hennar farið að gæta um allan heim, nema gripið sé til samræmdra og afgerandi aðgerða þegar hún byrjar.
COVID hefur einnig skapað aukna alþjóðlega eftirspurn og vaxandi markað fyrir persónuhlífar eins og andlitsgrímur og hanska. Heilsufarsáhyggjur hafa skiljanlega haft yfirhöndina yfir umhverfissjónarmiðum vegna einnota plasts Á sama tíma dró úr efnahagslægð framleiðslu plastumbúða í ESB. Þessar breytingar geta haft áhrif á framgang ESB í átt að markmiðum sínum sem sett voru fyrir heimsfaraldurinn. Í samantekt EEA, sem birt verður í þessum mánuði, er skoðað hvaða áhrif COVID-19 hefur á einnota plast í umhverfi Evrópu.
Á öðru ári COVID-19 faraldursins verður vart við mismunandi kreppur eftir löndum. Lönd með hátt bólusetningarhlutfall eru farin að aflétta höftunum hvert af öðru og nálgast núna nokkurn veginn eðlilegt ástand. Nú þegar yfir 70 skammtar hafa verið gefnir á hverja 100 einstaklinga, einbeita aðildarríki ESB sér að efnahagskreppunni og bataáætlunum Efnahagsleg umsvif og neysla eru að taka við sér á nýjan leik. Á sama tíma geisar heilbrigðiskreppan ennþá í löndum með mjög takmarkaðan aðgang að bóluefnum og dregur fram alþjóðlegt misrétti í heimi sem þó er afar nátengdur okkar.
Heimsfaraldurinn hefur einnig kallað fram nokkra umhugsun og aðgerðir vegna þessa misréttis og hvatt tekjuhærri lönd eða þau sem ekki hafa orðið eins illa úti í heimsfaraldrinum að hjálpa öðrum með lækningavörur, öndunarvélar og nú bóluefni. Í síðasta mánuði hétu leiðtogar ESB að gefa 100 milljónir skammta af bóluefni gegn kórónaveirunni til landa í neyð. Þessu fylgdi loforð G7 leiðtoga um að gefa 1 milljarð skammta til tekjulægri landa árið 2021. Því miður eru þessar tölur enn verulega undir þeim 10 milljarða skömmtum sem krafist er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Ójöfn dreifing auðlinda, áhrif og ávinningur
Í skýrslu Alþjóðlegu auðlindanefndarinnar um horfur á alþjóðlegum auðlindum 2019 Global Resources Outlook er staðfest að notkun náttúruauðlinda og tilheyrandi ávinningur og umhverfisáhrif dreifist misjafnlega á lönd og svæði. Hátekjuríki, þar með talin aðildarríki ESB, nota áfram mun meira efni og valda verulega meiri umhverfisskaða en hópurinn sem samanstendur af lágtekjulöndunum.
Nýja framkvæmdaáætlunin um hringlaga hagkerfi frá mars 2020 er hornsteinn í viðleitni Evrópusambandsins til auðlindanotkunar. Áætlunin felur í sér fjölbreyttar aðgerðir sem fjalla um hönnun á vörum, efnahagslegt hringferli, sjálfbærari neyslu og forvarnir gegn úrgangi. Áætlunin krefst aðgerða og tilgreinir þær í helstu virðiskeðjum á vörum, þ.m.t. rafeindatækni og upplýsingatækni, rafhlöður, umbúðir, plastefni, vefnað, byggingar og mannvirkjagerð, sem og matvæli, vatn og næringarefni. Sem slíkt er það einn meginþáttur í Grænu samkomulagi í Evrópu (yfirgripsmikil viðbrögð Evrópusambandsins við umhverfis-, loftslags- og félags-efnahagslegum áskorunum) og skiptir miklu máli þegar kemur að því að stjórna fjárfestingum bæði fyrir bata eftir COVID sem og fyrir sjálfbær umskipti efnahagslíkans okkar.
Félagsleg vídd og ábyrg stjórnun eru lykillinn að því að ná betri uppbyggingu
Hjá EEA höfum við aðlagað vinnu okkar til að fylgjast betur með umhverfinu, skoðað framfarir í átt að hringlaga ferlum og tilgreint valkosti fyrir stefnur og hringlaga viðskiptamódel varðandi helstu virðiskeðjur vöruskipta. Við munum halda áfram að styðja við stefnumótendur í Evrópu sem stjórna helstu virðiskeðjum vöruskipta og leggja okkar af mörkum til alþjóðlegs auðlindamats í gegnum Alþjóðlegu auðlindanefndina. Náum við betri árangri þegar efnahagurinn byrjar að batna?
Til að ná sjálfbærri auðlindanotkun í Evrópu og á heimsvísu þarf grundvallarbreytingar á framleiðslu- og neyslukerfi okkar. Raunverulega áskorunin er ekki bara sú að gera framleiðsluferla skilvirkari. Til að ná sannri og varanlegri sjálfbærni þarf einnig að taka á félagslegu misrétti. Þetta vekur upp spurningar um stjórnun: hvernig tryggjum við aðgang að auðlindum og hreinu umhverfi fyrir alla? Umhverfisstofnun Evrópu - EEA mun halda áfram að skoða félagslegu víddina og fjalla um spurningar varðandi stjórnun í úttektum og stefnumótunarumræðum um brýn málefni.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
Ritstjórnargreinin birtist í tölublaði 2017/02 af fréttabréfi EEA í júní 2021.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/ad-bua-vid-astand-thar or scan the QR code.
PDF generated on 02 Dec 2024, 12:05 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum