All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Skerfur Evrópusambandsins til að framkvæma Parísarmarkmiðið eru sett fram í orku- og loftslagsamma ESB og framkvæmd með röð ráðstafana. Hinn 20 júlí lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögu að nýrri aðgerðasamstæðu til að flýta fyrir umbreytingu yfir í hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun, sem Evrópuþingið og ráðið eiga enn eftir að samþykkja.
Samstæðan er eitt þeirra markvissu skrefa sem lagt hefur verið til í þeim tilgangi að framkvæma skuldbindingu Evrópusambandsins um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% árið 2030 samanborið við losunarstigið árið 1990. Tillögurnar fela meðal annars í sér bindandi samdrátt losunar hjá aðildarríkjum fyrir tímabilið 2021-2030 og í fyrsta sinn er séð fram á að landnýting og nýting skógar falli undir loftslags- og orkuramma ESB 2030.
Samstæðan myndi styrkja verulega stefnuramma ESB um loftslagsmál og orkumál í átt að langtímaferli ESB gagnvart samkeppnishæfu hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun. Hún felur í sér heildstæða skoðun á losun frá öllum geirum hagkerfisins: samgöngur, byggingar, landbúnaður, úrgangur, landnýting og nýting skógar, og séð er fram á samdrátt í losun úr ölum geirum efnahagslífsins. Hún byggir einnig á umbótum í viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (EU ETS), sem lagðar vor til í júlí árið 2015, og nær yfir losun frá atvinnugreinum og orkugeira.
Þar að auki er séð fram á að greitt sé fyrir að samdráttur í losun verði auðveldaður vegna nokkurra framtaksverkefna varðandi stefnumál fyrir tiltekna geira, eins og samgöngustefnumörkun með lágan útblástur og stefnumörkun fyrir hringrásarhagkerfi.
Á undanförnum árum hefur í skýrslum okkar, þar á meðal Umhverfi Evrópu – Ástand og horfur 2015 (SOER), ítrekað verið undirstrikað ómissandi mikilvægi kerfisnálgana. Umhverfisvandamál dagsins í dag, þar á meðal loftslagsbreytingar, eru margslungin. Til dæmis þá getum við ekki bætt loftgæði í Evrópu án samgangna með lítilli koltvísýringslosun, borga sem eru betur hannaðar, aukins alþjóðlegs samstarfs til að takast á við tilflutning loftmengunarefna yfir landamæri, eða neti grænna svæða kringum þéttbýlisstaði. Loftslagsbreytingar geta einnig aukið á loftmengun. Hið sama á einnig við um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Við þurfum að takast á við losun frá öllum atvinnugeirum og hafa skilning á framleiðslu- og neyslumynstri sem myndar þessa losun. Með því að gróflega áætlað eru 10% hnattrænnar losunar með uppruna í ESB er það einnig ljóst að losunarsamdráttur í Evrópu einni mun ekki leysa þetta hnattræna vandamál.
Á svipaðan hátt, undirstrika mötin okkar með jöfnu millibili þörfina á stefnumarkmiðum sem eru sjálfkvæm og til langs tíma. Innleiðing grundvallar breytinga í lykil kerfum getur tekið áratugi. Uppbygging á hreinum samgöngumáta með lágum koltvísýringsútblæstri eða orkukerfi kallar á verulegar fjárfestingar í innviðum og rannsóknum á hreinni tækni. Ósamkvæm stefna án skýrra markmiða er líkleg til að hindra fjárfestingar í frumkvöðlalausnum.
Með stefnuramma ESB að bakgrunni og örvandi teikn frá stærstu losunaraðilum gróðurhúsalofttegunda, er hægt að flokka ögranir framundan niður í þrjá klasa.
Fyrsti klasinn samanstendur af þekkingarílagi. Heilbrigðar stefnuákvarðanir velta á reynslubundinni þekkingu á liðinni leitni og framtíðar spám. Í þessum umbreytingum er orðið ljóst að við munum í auknum mæli þurfa á framsýnum þekkingargrunni til að leiða okkur að stefnuákvörðunum. Í þessu samhengi þá miðar EEA að því að geta aukið skýrleika varðandi umhverfistengdan margbreytileika.
Í öðru lagi þá eru áskoranir sem tengjast inngripum og ráðstöfunum. Stefnurammi ESB þarf að umbreytast í raunhæft frumkvæði og aðgerðir á gólfinu af hálfu opinberra aðila á öllum stigum aðildarríkja ESB. Þetta kallar á samkvæmni í stefnu og langtímamarkmið svipuð evrópsku markmiðunum. Það er grundvallaratriði að full framkvæmd fari fram ásamt með innlendum stefnumálum og ráðstöfunum ríkja.
Í þriðja lagi þá eru áskoranir kringum fjárfestingar að benda til þess að umbreyting yfir í hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun komist ekki á með opinberum fjárfestingum einum og sér. Einnig þarf að virkja einkafjárfestingar vegna umhverfisvænna innviðaverkefna, og vegna rannsókna á umhverfisvænni tækni.
Á COP21 ráðstefnunni í París, voru þáttakendur á sviði efnahagsmála og félagsmála ómissandi við að virkja samningaaðila gagnvart metnaðarfullum markmiðum um 1,5 stig. Þeir munu einnig hafa með höndum lykilhlutverk við að framkvæma ráðstafanir, farveg fjárfestingar og leggja sitt af mörkum varðandi þá þekkingu sem við þurfum á að halda
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/eftir-paris-ad-koma-a or scan the QR code.
PDF generated on 06 Nov 2024, 10:14 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum