Hagkvæm auðlindanýting og úrgangur
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Irish Gaelic (ga)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Þau hnattrænu umhverfisvandamál sem við horfumst í augu við í dag eru afleiðing ofnýtingar manna á náttúruauðlindum, þar á meðal á (jarðefna) eldsneyti, steinefnum, vatni, landi og líffræðilegum fjölbreytileika. Það hefur blasað sífellt betur við að að sú efnahagslegra þróun sem ráðandi er í Evrópu - sem byggir á mikilli auðlindanýtingu, myndun úrgangs og mengunar - er ekki hægt að viðhalda til langframa. Í dag reiðir Evrópusambandið (ESB) sig mikið á innflutning og við þurfum landrými sem er tvöfalt stærra en heildarlandrými ESB til að mæta auðlindaeftirspurn okkar. Margar auðlindirnar eru aðeins nýttar í stuttan tíma, eða þær tapast úr hagkerfinu við urðun eða endurvinnslu (þar sem gæði tapast við endurvinnsluna). Meira
Fletta vörulista
Filtered by
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.
Umhverfisstofnun Evrópu (EE A) gefur út Umhverfisteikn á hverju ári, sem veitir yfirlit yfir málefni sem eru áhugaverð fyrir umhverfisumræðuna og sem höfða til almennings á komandi ári. Umhverfisteikn 2012 sameinar umfjöllun um umhverfismálefni eins og sjálfbærni, grænt hagkerfi, vatn, úrgang, matvæli, stjórnun og miðlun þekkingar. Tímaritið er undirbúið í samhengi við ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun – í Ríó 2012. Á þessu ári gefur Umhverfisteikn þér yfirlit yfir hvernig neytendur, framsækin fyrirtæki og stjórnmálamenn geta náð árangri með því að nota sameiginlega ný tæknileg verkfæri – allt frá fjarkönnun til umræðuvettvangs gegnum netið. Ritið stingur einnig upp á skapandi og skilvirkum lausnum til að varðveita umhverfið.