næsta
fyrri
atriði

Article

Fylgst með framvindu Evrópu við að mæta loftslags- og orkumarkmiðum 2020

Breyta tungumáli
Article Útgefið 26 Jan 2018 Síðast breytt 11 May 2021
5 min read
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.

Af hverju gerir EEA „Leitni og framspár“ skýrslu, hvaða máli skiptir hún?

Árlega „Leitni og framspár“ skýrslan er mikilvægur hluti gagnavöktunar og skýrslugjafar okkar. Við metum framvindu aðildarríkjanna og ESB í heild við að uppfylla loftslags- og orkumarkmið sem þau hafa sett sér. Þau eru meðal annars, fyrir 2020, 20% minnkun á gróðurhúsalofttegundum, 20% hlutfall endurnýjanlegrar orku í brúttó orkunotkun, og að ná 20% orkuskilvirkni markmiði.

Markmið þessa mats er að sýna nýjustu dagréttu framvindu ESB í heild og einstakra aðildarríkja við að uppfylla þessi markmið. Þessi æfing gerir okkur kleift að sjá hvort grípa þurfi til frekari ráðstafanna til að ná markmiðum 2020 auk langtíma markmiðum sem sett eru fyrir 2030 og lengra (2050). Skýrslan tekur saman og greinin í smáatriðum öll gögn og upplýsingar um framvinduna í átt að markmiðum í einu ESB mati. Hún þjónar mikilvægu hlutverki, ekki aðeins fyrir stefnumótandi aðila, bæði hjá ESB og á landsvísu, heldur einnig fyrir frjáls félagasamtök, vísindamenn, og almenning þegar þau vilja fylgjast með framvindu og skilja mismunandi leitni. Það að gögnin koma beint frá löndunum sjálfum (og eru staðfest af EEA) leyfir okkur einnig að benda á þau lönd sem eru ekki að ná markmiðum sínum.

Hverjir eru helstu þættir í Leitni og forspár skýrslu þessa árs?

Mikilvægustu niðurstöður skýrslu þessa árs eru að ESB í heild er enn á réttri leið að uppfylla 2020 markmið sín á öllum þremur svæðunum. Engu að síður er myndin önnur þegar litið er á aðildarríkin hvert fyrir sig. Og einnig, ef við skoðum metnaðargjarnari langtíma markmið, sýnir skýrslan skýrt að við þurfum að auka viðleitni okkar þar.

Þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, var ESB þegar komið undir 20% markmiðið árið 2015, og dró enn meir úr losun árið 2016. Á þessum árum sáum við 22% og 23% minnkun á hvoru ári fyrir sig, miðað við 1990.

Þegar kemur að endurnýjanlegri orku, miðaði okkur nógu vel fram árin 2015 og 2016 til að fara fram úr spáðum ferli í átt að 20% viðmiðshlut af sjálfbærum uppruna af lokaorkunotkun. Stöðug ný notkun endurnýjanlegra orkugjafa í orkublöndu ESB heldur áfram og er við um 17% í ESB í heild. Ef við höldum áfram á núverandi hraða í átt að endurnýjanlegri orku, mun ESB ná 2030 markmiðinu um 27% orkunotkunar komi frá endurnýjanlegum uppruna, en það eru vísbendingar um að hægt hafi líttillega á nýrri notkun endurnýjanlegrar orku 2015 og 2016 miðað við meðalhraða sem skráður hefur verið síðan 2005. Án skýrra landsstefna, gæti verið að hún hægi enn meira á sér eftir 2020.

Þegar kemur að orkuskilvirkni er þetta ár aðeins öðruvísi. Á milli 2005 og 2014 sáum við leitni niður á við fyrir heildar orkunotkun. En 2015 og 2016 jókst orkunotkun lítillega, sem þýðir ekki að við höfum breytt langtímaleitninni, en við þurfum að fylgjast vel með þessari þróun. Það er mikilvægt að við grípum til frekari ráðstafana til að tryggja að ESB haldi sig á réttri leið. Aðildarríki þurfa að auka við ráðstafanir sínar til að hafa hemil á orkunotkun, sérstaklega ef núverandi hagvöxtur heldur áfram. Þetta snýst líka um metnaðarstig. Aðildarríkjunum er frjálst að setja sín eigin landsmarkmið, en samantekin eru landsmarkmiðin ekki jafn metnaðarfull og markmiðin sem eru sett á ESB-vísu. Með öðrum orðum er heildar metnaðarstig landa ekki nógu hátt til að ná ESB-markmiðinu.

Hver eru erfiðu svæðin sérstaklega, þegar kemur að því að uppfylla markmiðin?

Þegar kemur að því að draga úr losun, eru það tvímælalaust geirarnir sem notast ekki við losunarheimildir, svo sem flutningar, byggingavinna, og landbúnaður, sem valda aðildarríkjunum vandamálum. Það eru þessir geirar sem taka ekki þátt í kerfi ESB fyrir losunarheimildir. Aðildarríkin eru með markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir þessa geira, eins og þau eru sett fram í Ákvörðun um að skipta byrðunum (ÁSB). Þrátt fyrir heildar niðurleitni í þessum geirum, hefur losun í flutningsgeiranum aftur verið á uppleið á nýliðnum árum. Ennfremur, spá aðildarríkin aðeins takmörkuðum samdrætti í ÁSB-losun fram til 2030. Mesta samdráttarins er vænst í byggingargeiranum.

Hver er grundvöllur „Leitni og framspár“ skýrslunnar? Að hverju fleira á þessu svæði 2020 markmiða vinnur EEA að?

Hjá EEA vinnum við mikið með greiningu gagna, þar með talið gæðaprófanir og vöktun framvindu, oft í náinni samvinnu við Framkvæmdastjórn ESB. Við birtum vísa sem bæta upp mötin. Við gerum líka loftslags og orku landaupplýsingar sem sýna landa samanburðargröf og framvindu við að uppfylla landsmarkmið. Mest af gögnunum sem við notum koma beint frá löndunum sjálfum í gegnum skýrslugjafarbúnað ESB.

Við tökum einnig þátt í árlegum endurskoðunum á losun gróðurhúsalofttegunda undir Ákvörðun um að skipta byrðunum (en þar eru aðildarríki með árleg losunarmarkmið frá 2013 til 2020). Á hverju ári skoðar ESB fylgni aðildarríkjanna. EEA gegnir mikilvægu hlutverki í þessu ferli: við samræmum þessa árlegu endurskoðunarframkvæmd. Við skoðum ekki fylgnina, en við undirbúum gögnin, sannreynum þau og tryggjum að þau eru samkvæm sjálfum sér og sambærileg. Þetta er stór framkvæmd sem við vinnum ásamt 22 endurskoðendum frá mismunandi aðildarríkjum, frá janúar og fram í júní.

Stofnunin vinnur líka að öðrum tengdum skýrslum. Við munum gefa út nýja skýrslu um endurnýjanlega orku fljótlega. Þessar ýmsu greiningar verða einnig notaðar í flaggskipi okkar: „Staða umhverfisins“ skýrslunni sem kemur út fyrir 2020.

 

Melanie Sporer

EEA sérfræðingur í mildun loftslagsbreytinga og orku

Viðtalið birtist í tölublaði 2017/4 af fréttabréfi EEA, þann 15. desember 2017

 

 

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage