Stefnugögn
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Stefnur gegna mikilvægu hlutverki við að meta og bæta ástand umhverfisins. Evrópsk umhverfisstefna hefur tekið miklum breytingum frá setningu fyrstu aðgerðaáætlunar á sviði umhverfismála árið 1973. Síðan hafa hundruð laga verið sett um umhverfismál. Mat á umhverfisstefnu auðveldar okkur að greina hvaða löggjöf er áhrifarík, hvers vegna hún er það og hversu gagnleg hún getur verið fyrir aðgerðaáætlunina „Lifum góðu lífi innan þolmarka plánetunnar“. Meira
Fletta vörulista
Filtered by
Þrátt fyrir hægar umbætur heldur loftmengun áfram að vera meiri en hámörk og viðmiðunarreglur Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kveða á um, samkvæmt uppfærðum gögnum frá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA). Heilbrigði manna og umhverfi stafar enn mikil hætta af loftmengun.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nýlega tillögur að löggjöf til að efla sjálfbær fjármál í Evrópusambandinu (ESB). Tillögur framkvæmdastjórnarinnar byggja á ráðgjöf hóps háttsettra sérfræðinga um sjálfbær fjármál, sem samsettur var af sérfræðingum úr borgaralegu samfélagi, fjármálageiranum, háskólasamfélaginu og frá Evrópu- og alþjóðastofnunum. Við ræddum við fulltrúa Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í sérfræðihópnum, Andreas Barkmann, sem vinnur við stefnumótandi ráðgjöf um loftslagsbreytingar og orkumál.
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.
Aðgerðir Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bera árangur. Reyndar er búist er við að ESB nái einhliða markmiði sínu um 20% minnkun (samanborið við 1990) fyrir samþykkta viðmiðunarárið 2020. Ennfremur hyggst ESB draga úr innlendri losun um a.m.k. 40% fram til ársins 2030 og afkolefnisvæða hagkerfi sitt enn meira fram til ársins 2050. Losun ESB er sem stendur u.þ.b. 10% af allri losun gróðurhúsalofttegunda heiminum.
Að bæta loftgæði í Evrópu: Umhverfisteikn 2013 leggur áherslu á loftgæði í Evrópu. Í útgáfu þessa árs er reynt að útskýra núverandi ástand loftgæða í Evrópu, hvaðan þau koma, hvernig loftmengunarefni myndast og hvernig þau hafa áhrif á heilsu og umhverfi. Það er einnig gefið yfirlit yfir það á hverju við byggjum þekkingu okkar á loftgæðum, og hvernig við tökum á loftmengun með fjölbreytilegri stefnumörkun og aðgerðum.