All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Skýrslan 'Umhverfismál í Evrópu — ástand og horfur 2020' hvetur Evrópulönd, leiðtoga og löggjafa til að grípa núna til aðgerða og nota næsta áratuginn til að auka með róttækum hætti aðgerðir og hraða þeim til að Evrópu nái sér aftur á strik varðandi það að ná umhverfisstefnumarkmiðum og markáföngum til meðallangs og lengri tíma í því skyni að koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar og tjón á umhverfinu okkar. Myndin sem við drögum upp er áríðandi og frekar neikvæð, en það er mikilvægt að athuga að SOER 2020 skýrslan inniheldur lausnamiðaða aðferð gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og í henni er tekið fram að við höfum enn tækifæri til að komast á rétta braut. Skýrslan inniheldur heilan hluta — þrjá kafla — um að skilja kerfi (eins og orku-, samgöngu- og matvælakerfi) og í henni eru færð rök fyrir því hvers vegna nauðsynlegt og gagnlegt er að horfa á hlutina út frá kerfum til að skilja kerfin og geta lagt fram lausnamiðaða þekkingu. Í skýslunni bendum við á raunhæf atriði sem hægt er að hafa áhrif á, til dæmis í tengslum við stjórnvöld og stjórnun í víðari skilningi, borgir, og fjármála- efnahagskerfi.
Sem mikilvægasta skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu, býður hún upp á ítarlegustu svipmyndina af stöðunni í Evrópu varðandi umhverfis- og loftslagsmál. Samkvæmt stofnreglum okkar, er okkur skylt að gera þessa skýrslu á fimm ára fresti. En það sem meira máli skiptir, þá eru margir sem skoða hana af athygli, sér í lagi stofnanir Evrópusambandsins, vegna þess að hún tengir saman ítarlegt mat okkar á umhverfis- og loftslagsmálum við margvísleg evrópsk stefnumarkmið. Þar af leiðandi sjá hana fleiri aðilar sem koma að ákvarðanatöku en nokkurt annað mat frá Umhverfisstofnun Evrópu, og hún er notuð sem viðmið í mörgum tilfellum.
SOER 2020 skýrslan hefur einnig verið notuð til að styðja við tilkynninguna um Grænt samkomulag í Evrópu sem var sett fram stuttu eftir að skýrslan var gefin út. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einnig staðfest að skýrslan okkar er mikilvægt mat sem mun renna stoðum undir frekari þróun og innleiðingu á Græna samkomulaginu í Evrópu. Þetta þýðir ekki að stjórnvöld Evrópusambandsins muni eingöngu skoða SOER 2020 skýrsluna, en út frá þeirra sviði geta þau farið á tiltekin efnissvið til að sækja sér ítarlegri upplýsingar til viðbótar.
Lönd nota SOER skýrsluna einnig sem viðmið, sér í lagi varðandi hvað er að gerast á evrópskum mælikvarða. Hinsvegar er ljóst að margar af lausnunum ná þvert yfir landamæri, og mörg af þeim vandamálum sem við skoðum ná yfir allan heiminn og eru ekki takmörkuð við tiltekin lönd, eins og hlutverk mismunandi fjármögnunaraðila fyrir mismunandi hliðar á breytingum í átt að sjálfbærni. Ef náttúruauður er skoðaður, þá þarf aðallega að auka opinberar fjárfestingar, á meðan algengara er að fjármögnun deilist á milli einkaaðila og opinberra aðila þegar kemur að orku og samgöngum. Þetta á við um nánast öll lönd.
SOER 2020 skýrslan er mikil að umfangi. Það voru um 20 aðalhöfundar sem komu að uppkastinu á henni og að auki 40 meðhöfundar. Hún er um 500 síður að lengd og hugmyndavinna og vinna við uppkast að henni hefur staðið yfir síðastliðin þrjú og hálft ár. En þessar blaðsíður eru einungis toppurinn á ísjakanum sem samanstendur af um það bil 50 skýrslum og samantektum sem Umhverfisstofnun Evrópu gerir á hverju ári. Í SOER 2020 skýrslunni er í raun farið yfir hvað við höfum verið að gera síðustu fimm ár frá því að síðasta SOER skýrslan kom út árið 2015. Þetta jafngildir næstum 300 skýrslum og samantektum sem renna stoðum undir SOER 2020 skýrsluna og þetta efni er stutt með vísum og öðru efni (á Netinu).
Í SOER 2020 skýrslunni var ráðist í mjög endurtekningarsama og samþætta aðferðafræði í þeim tilgangi að styrkja greininguna á innri tengslum á milli viðfangsefna. Matið inniheldur einnig um 100 síður af tilvísunum, sem sýna áherslu á að staðhæfingar okkar séu studdar með vísindalegum gögnum.
Tilvísanir hafa alltaf verið mikilvægar í öllum SOER skýrslum, einnig þegar kemur að vísindalegri nákvæmni hvað varðar orðalag og ferli við ritrýni. Við gerð þessarar skýrslu tókum við meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í betri aðferðafræði við mat og miðlun á þeim hliðum sem snerta gæði og óvissu. Þetta endurspeglast í allri skýrslunni, þar með talið í stuttum samantektartöflum þar sem lesendur geta fundið upplýsingar um leitni og horfur frá fyrri árum sem og upplýsingar um traustleika vísbendinganna, að hve miklu leyti þetta felur í sér mat sérfræðinga og helstu gögn og skort á upplýsingum.
Við erum nú þegar að sjá næstu skrefin þar sem SOER 2020 skýrslan er hluti af vinnunni við Græna samkomulagið í Evrópu. Þar að auki munum við gera eftirfylgniskýrslu á næsta ári, þar sem ákveðnir hlutar SOER 2020 skýrslunnar verða uppfærðir. Til dæmis mun hún innihalda nýtt mat á líffræðilegum fjölbreytileika og náttúrunni sem byggir á nýjustu 2013-2018 skýrslugerð samkvæmt vistgerða- og fuglatilskipunum. Það er tilgangurinn með þessari eftirfylgniskýrslu, ásamt því að sýna hvernig þekking getur stutt við aðgerðir sem beinast að þeim forgangsverkefnum sem koma fram í Græna samkomulaginu í Evrópu.
Þessi aðferðafræði mun einnig styrkja efniviðinn þegar við undirbúum SOER 2025 skýrsluna. Við áætlum að halda sömu grunnuppbyggingu og í SOER 2020 skýrslunni með þematengdu og atvinnugreinabundnu mati og að auki horfum út frá kerfum og lausnum, þar sem þetta er að verða stöðugt mikilvægara.
Tobias Lung
samhæfingar- og matssérfræðingur fyrir SOER skýrsluna hjá Umhverfisstofnun Evrópu
Ritstjórnargrein sem birtist í desemberútgáfu Fréttabréfs EEA 04/2019
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/skyrsla-umhverfisstofnunar-evropu-umhverfismal-i or scan the QR code.
PDF generated on 11 Dec 2024, 03:21 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum