Umhverfi og heilsa
Betri loftgæði hafa leitt til verulegrar fækkunar ótímabærra dauðsfalla í Evrópu síðastliðinn áratug. Nýjustu opinberu gögn Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sýna hins vegar að næstum allir Evrópubúar þjást enn af loftmengun, sem leiðir til um 400.000 ótímabærra dauðsfalla um alla álfuna.
Hvað er mengun og hvernig hefur hún áhrif á okkur og umhverfið? Evrópa er að grípa til aðgerða til að draga úr mengun og sem hluti af evrópska græna samningnum lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram metnaðarfulla áætlun sem miðar að mengunarlausri Evrópu. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), sem birt var í dag, skoðar mengunaráskorunina í Evrópu frá mismunandi sjónarhornum sem og tækifæri til að hreinsa til og koma í veg fyrir mengun.
Loft- og hávaðamengun, áhrif loftlagsbreytinga s.s. hitabylgjur, og varnarleysi gagnvart hættulegum efnum valda slæmri heilsu í Evrópu. Umhverfi í lélegum gæðum stuðlar að 13% dauðsfalla samkvæmt meiriháttar mati á heilbrigði og umhverfi sem gefið var út í dag af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA).
Fletta vörulista
Filtered by
Heilsufar og umhverfi, þar á meðal loft- og hávaðamengun — kastljósið á störf Umhverfisstofnunar Evrópu
Article 11 Feb 2021Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi og heilsufar, Alberto González, loftgæðasérfræðing EEA og Eulalia Peris, hávaðamengunarsérfræðing EEA til að fá frekari upplýsingar um vinnu EEA til að auka þekkingu á þessu mikilvæga sviði.
Greinilegar umbætur á loftgæðum Evrópu síðastliðinn áratug, færri dauðsföll tengd mengun
News 23 Nov 2020Betri loftgæði hafa leitt til verulegrar fækkunar ótímabærra dauðsfalla í Evrópu síðastliðinn áratug. Nýjustu opinberu gögn Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sýna hins vegar að næstum allir Evrópubúar þjást enn af loftmengun, sem leiðir til um 400.000 ótímabærra dauðsfalla um alla álfuna.
Hvað er mengun og hvernig hefur hún áhrif á okkur og umhverfið? Evrópa er að grípa til aðgerða til að draga úr mengun og sem hluti af evrópska græna samningnum lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram metnaðarfulla áætlun sem miðar að mengunarlausri Evrópu. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), sem birt var í dag, skoðar mengunaráskorunina í Evrópu frá mismunandi sjónarhornum sem og tækifæri til að hreinsa til og koma í veg fyrir mengun.
COVID-19 heimsfaraldurinn er skýrt dæmi um hve brothætt þjóðfélag okkar og efnahagslíf geta verið gagnvart meiriháttar áföllum. Búist er við að hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar geri slík áföll tíðari og alvarlegri. Þegar við stöndum nú frammi fyrir mörgum áskorunum er eini lífvænlegi valkostur okkar að tryggja að hver ákvörðun sem við tökum á þessum tvísýnu tímum færi okkur nær markmiðum okkar varðandi samfélagið og sjálfbærni.
Landsvæði og jarðvegur Evrópu standa frami fyrir ýmiss konar álagi, svo sem útþenslu borga, mengun frá landbúnaði og iðnaði, jarðvegslokun, landslagsuppbroti, fábreytni í ræktun, jarðvegseyðingu og öfgafullu veðr vegna loftslagsbreytinga. Grænni borgir með hreinni orku og samgöngukerfi, græn grunnvirki sem tengja saman græn svæði og notkun búskaparhátta sem eru ekki eins þéttbærir geta hjálpað við að skila betri landnýtingu í Evrópu og auka heilbrigði og sjálfbærni jarðvegsins.
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum