næsta
fyrri
atriði

Article

Efni í Evrópu: skilningur á áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið

Breyta tungumáli
Article Útgefið 08 Nov 2017 Síðast breytt 06 Dec 2022
5 min read
Photo: © Giovanni Cultrera, Environment&Me/EEA
Vitað er að váleg áhrif frá hættulegum efnum hafi áhrif á heilbrigði manna og umhverfið. Nú þegar efnaframleiðsla er að aukast á heimsvísu og verið er að þróa og koma í notkun nýjum efnum, hvernig vitum við þá hvað telst öruggt? Við ræddum við Xenia Trier, sérfræðing EES í efnum, um mismunandi málefni sem tengjast öruggri notkun efna í Evrópu og spurðum hvað ESB gerir til að draga úr mögulegum aukaverkunum þeirra.

Hver eru helstu málefni varðandi áhrif efna á heilbrigði manna og umhverfið?

Við höfum náð langt á síðustu áratugum frá þeim tíma sem efnamengun var mjög sjáanleg. Við í ESB erum nú með mun betri varnir til staðar gegn mörgum skaðlegum efnum. Hinsvegar, frá 1950 til 2000, hefur hnattræn framleiðsla á efnum aukist meira en 50-falt. Daglega eru skráð ný efni um allan heim, sem eykur heildar efnaþrýsting á bæði umhverfið og mannkynið og eykur þar af leiðandi líkur á tjóni. Váleg áhrif frá hættulegum efnum, bæði innan og utandyra, geta haft margvísleg áhrif á heilbrigði, þ.m.t. öndunarfæra- og  hjarta- og æðasjúkdóma, ofnæmi og krabbamein.

Dýralíf og vistkerfi verða einnig fyrir áhrifum af notkun til dæmis meindýraeiturs og uppsöfnun þrávirkra efna. Prófanir fara fram en þær eru tímafrekar og kostnaðarsamar og ná ekki yfir allar sviðsmyndir af váhrifum. Reynslan sýnir okkur líka að það sem við töldum einu sinni vera öruggt hefur oft áhrif sem koma síðar í ljós. Áskorunin er að viðhalda mannlegum og efnahagslegum ávinningi af efnanotkun á sama tíma og hliðarverkanir þeirra eru lágmarkaðar.

Er enn verið að nota efni sem við ættum að hafa áhyggjur af?

Flest fyrri inngrip hafa beinst að stökum efnum sem töldust skaðleg. Vandamálið er að það getur tekið mjög  langan tíma að afla nægra gagna til að sanna skaðsemi þeirra og á meðan hafa efnin dreifst. Dæmi um inngrip var þegar við tókumst á við vandamálin sem fylgja blýi í bensíni og sumum meindýraeitrunum. Stundum geta efni sem koma í stað annarra efni líka reynst skaðleg, á einn eða annan hátt.

Annað vandamál er að nú eru vaxandi áhyggjur vegna hættunnar sem getur skapast af blöndu efna og hvernig þau virka saman, sem er venjulega ekki skoðað þegar efnið er metið. Við vitum einnig að sumir hópar, t.d. börn og fólk með króníska sjúkdóma, eru berskjaldaðri fyrir efnum en aðrir.

Ennfremur, hafa ekki öll efni samstundis áhrif, heldur geta leitt til sjúkdóma mun síðar á lífsleiðinni, en það á til dæmis við um innkirtlatruflandi efni sem draga úr frjósemi og valda háu kólesteróli og offitu. Sum efni hafa áhrif í mjög litlum skömmtum á meðan annarra verður ekki vart fyrr en samansöfnunin hefur náð því magni að það veldur heilbrigðisvandamálum. Á heildina litið er þekking okkar á áhrifum heildarefnaþrýstings enn mjög takmörkuð, bæði á menn og vistkerfi. 

Hvað er ESB að gera til að taka á vandamálum sem tengjast efnum?

ESB er að vinna á nokkrum víglínum til að vernda borgara sína. Við höfum Efnareglu reglugerðina sem er líklega háþróaðasta efnareglugerðin í heiminum og er núna í endurskoðun. Evrópuráðið er einnig að framkvæma standsetninga prófun á efnareglugerðinni. Evrópuþingið hefur vakið máls á vandamálinu með blöndur efna og hringrás hreinna efna í hringlaga hagkerfinu og í tengslum við það vinnur ráðið að stefnumörkun fyrir umhverfi sem er ekki eitrað.

Þar að auki eru þó nokkrar ESB stofnanir að skoða mismunandi þætti efna. Efnastofnun Evrópu í Helsinki styður við framkvæmd efnareglu reglugerðarinnar, Matvælaöryggisstofnun Evrópu í Parma er að skoða efni sem gætu endað í matnum okkar. Við erum með ESB-stofnun sem vinnur að öryggi lyfja, eina fyrir öryggi og heilbrigði í vinnu, og núna er einnig nýtt sérstakt framtak um lífvöktun manna til að fá betri upplýsingar um raunveruleg efnaváhrif sem borgarar okkar verða fyrir. Þú sérð að það er mikið í gangi en spurningarnar halda áfram að koma: erum við að nota réttu verkfærin til að takast á við vandamálin sem fylgja svo mörgum efnum? Getum við gert meira til að skoða lífhring vöru og efna?

Geturðu útskýrt framtakið lífvöktun manna?

Framtakið lífvöktun manna í Evrópu (HBM4EU) sem EES er hluti af, skoðar sérstakleg efnaváhrif á borgara ESB, burtséð frá uppruna efnanna. Með því að safna og greina blóðsýni, er áætlunin að komast að því, til dæmis, hvort mikil efnaváhrif séu stað- eða svæðisbundin, hvaða efnum við erum undir váhrifum frá, og hvort vissir þjóðfélagshópar verði fyrir meiri váhrifum en aðrir. Þessar upplýsingar ættu að hjálpa okkur að staðsetja uppruna mengunarinnar og vera verkfæri sem löggjafar geta notað til að forgangsraða og gera inngrip markvissari.

Annar hluti verkefnisins er að veita borgurum áreiðanlegar og sannar upplýsingar um efni. Við höfum séð áður, sérstaklega í Norður-Evrópu, að virk þátttaka almennings, til dæmis í gegnum frjáls félagasamtök, getur alið á þesskonar samskiptum og samstarfi við fyrirtæki og löggjafa sem eru nauðsynleg fyrir jákvæðar breytingar.

Hvað annað er EES að gera í sambandi við efni og umhverfi?

EES gegnir mjög breiðu hlutverki í uppbyggingu þekkingar um áhrif efna á umhverfið og heilbrigði manna og einnig er snýr að forvörnum gegn myndun úrgangs og meðferð hans í hringlaga hagkerfinu.

Á sama tíma er mikið af vinnunni sem unnin er á mismunandi þematengdum svæðum einnig tengd efnum. Til dæmis, áhrif loftmengunar, útblástur frá iðnaði, gróðurhúsalofttegundir, efni sem eyða ósóni, og aðskotaefni í vatni og jarðvegi. Allt er þetta að miklu leyti orsakað af efnum. Við vinnum vísa um mörg þessara mála og aðstoðum rannsakendur, löggjafa og almenning við opinn aðgang að upplýsingum um efnin.  Það er gert á okkar eigin vefsíðum sem og annarra, svo sem upplýsingavettvangi um efnavöktun (IPCHEM). Á heildina litið erum við tiltölulega lítill leikmaður á vellinum en ég tel að við getum gegnt mikilvægu hlutverki í stærra samfélagssamhengi, þar með talið, til dæmis, hvernig efni tálma eða auðvelda breytingu í átt að hringlaga kolvetnislágu hagkerfi í Evrópu.

Xenia Trier

EES sérfræðingur um efni

Viðtalið birtist í tölublaði 2017/2 af fréttabréfi EES í júní 2017

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage

Topics

Skjalaaðgerðir