All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Fyrsta umhverfislöggjöf innan Evrópusambandsins (ESB) gekk í gildi fyrir meira en fjórum áratugum. Frá þeim tíma hafa aðildarríki ESB safnað saman með reglubundnum hætti, og sent frá sér samanburðahæf gögn er snerta vítt svið umhverfismála, allt frá styrk mengunarvalda í borgum á klukkustundar fresti, yfir í árstíðabundnar mælingar á gæðum baðvatns. Stofnunin fylgist einnig með losun gróðurhúsalofttegunda, orkunýtingu, losun mengandi efna fráiðnaði, stærð og staðsetningu verndaðra svæða, o.s.frv. Þessi gagnauppspretta er nauðsynleg til að geta vaktað framþróun og til að tryggja árangursríka framkvæmd umhverfislöggjafar.
Sú tækni sem notuð er við söfnun, gagnaskil og greiningu á umhverfisgögnum hefur þróast mikið á þessu tímabili. Okkur er núna kleift að safna saman, geyma og vinna úr meira magni gagna. Einnig getum við tengt saman mismunandi gagnastreymi til að framkvæma nákvæmari greiningar á því sem er að gerast og hvers vegna það er að gerast. Líkön geta áætlað áhrif loftmengunar með því að kortleggja samþjöppun mengunarvalda og bera saman við þéttleika byggðar á ákveðnum stöðum. Gögn frá gervihnöttum, þ.m.t. gögn sem koma frá jarðfjarkönnunaráætlun ESB Copernicus, er hægt að sameina gögnum sem vöktunarbúnaður á landi og sjó greinir frá. Við getum áætlað núverandi áhrif og framtíðaráhrif hrörnunar umhverfisins og veðurfarsbreytinga.
Sameiginlegar reglur ESB tryggja gagnasamhæfi og auðvelda upplýsingaskipti um alla Evrópu. Samt sem áður er mjög mikilvægt, til að skilja umhverfisþróun, að eiga samvinnu við ekki eingöngu Evrópusambandið heldur einnig innan allra landa Evrópu sem og á alþjóðlega vísu. Þökk sé evrópska umhverfis- og eftirlitsnetinu á sviði umhverfismála (Eionet) og evrópskum og alþjóðlegum samstarfsaðilum, er Umhverfisstofnun Evrópu í sérstakri aðstöðu til að vinna úr umhverfisupplýsingum og sjá fyrir þekkingarþarfir í framtíðinni.
Þrátt fyrir gloppur á sumum sviðum, er núverandi þekking á umhverfinu umtalsverð.. Skilningur okkar á sérstökum málefnum hefur aukist með tímanum. Samt sem áður hefur þessi aukni skilningur einnig undirstrikað þörfina á að líta á „heildarmyndina“— þörfina á frekari greiningu á kerfum, að skoða kerfi í heild, eins og farkerfi og matvælakerfi. Vöktun styrk loftmengunarefna í lofti leiðir okkur einungis áfram að ákveðnum stað. Við getum ekki greint og tekist á við loftmengun án þess að horfa til samgöngukerfisins, díselvæðingar ökutækjaflotans, landbúnaðar, útþennslu borga, og neysluvenja. Umhverfið er margslungið og þekkingargrunnur okkar þarf að þætta inn þessa fjölbreytni. Það er orðið ljóst að við munum í síauknum mæli hafa þörf fyrir meiri kerfistengdari og þverlægari þekkingu í framtíðinni.
Greining kerfa myndar kjarna nýjustu útgáfu Umhverfisstofnunar Evrópu Evrópska umhverfið — ástand og horfur 2015. Með starfi okkar varðandi hnattræna tilhneigingu, höfum við reynt að meta áhrif hnattrænnar þróunar á umhverfi Evrópu og öfugt. Þemaskýrslur Umhverfisstofnunar Evrópu reyna einnig að takast á við vandamálið sem liggur fyrir með yfirgripsmeiri kerfisgreiningu.
Þessi gerð greiningar gerir oft kröfu til annarra gerða gagnastreymis og gagnastjórnunar, þar sem félagsleg og hagræn gögn eru tengd við umhverfisgögn. Ennfremur safna borgarar og einkafélög gögnum í æ ríkari mæli. Þetta kann einnig að valda því að við verðum að koma upp nýjum samstarfsverkefnum milli opinberra aðila og einkaaðila, milli staðbundinna og hnattrænna gagnaeigenda og gagnasöfnunaraðila.
Auk álitaefna er snúa að eignarrétti á gögnum og stjórnun, skapast annar vandi vegna mikils gagnamagns: hvernig á að samþjappa þekkingu, sem kemur úr miklu gagnastreymi, sérstaklega þekkingu sem skiptir máli vegna stefnumála. Hvað er nauðsynlegt fyrir okkur að vita til að bæta umhverfið frekar? Þetta umhugsunarefni gæti leitt til þess að hægt verði að bera kennsl á ný svið sem hægt er að vakta, önnur sem hætta má við eða vakta sjaldnar. Þetta gæti einnig útheimt að búa til nýjar tengingar milli gagnasafna. Þar að auki kann þekkingarþörf borgarskipulagsaðila að vera mjög frábrugðin þekkingarþörf evrópskra stefnumótunaraðila. Hvernig getur umhverfisþekking orðið að liði við stjórnun margslunginna kerfa eins og borga?
Í nánu samstarfi við samstarfsaðila miðlar Umhverfisstofnun Evrópu upplýsingum í umhverfisþekkingargrunn Evrópu með kerfissamþættum og þematengdum mötum. Við einblínum ekki eingöngu á fyrri stefnur og núverandi ástand, heldur einnig á vandamál sem eru að koma í ljós og framtíðar þekkingarþarfir.
Þegar upp er staðið byggjast áhrif þekkingar á því hvort hún er notuð og hvernig hún er notuð. Þekking þarf að vera aðgengileg og skipta máli til að koma af stað umbótum á umhverfinu. Hana þarf einnig að koma á framfæri við, og vera notuð af, þeim sem geta haft áhrif á ferla er snerta ákvarðanatöku. Umhverfisstofnun Evrópu hefur einsett sér að aðlaga, framleiða og koma á framfæri þeirri umhverfisþekkingu sem þörf er á í dag og í framtíðinni.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/umhverfisthekking-framtidar or scan the QR code.
PDF generated on 07 Nov 2024, 02:24 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum