All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Auðlindanýting okkar er ekki sjálfbær og hún er farin að reyna á þolmörk plánetunnar. Við þurfum að flýta fyrir innleiðingu sjálfbærs og græns hagkerfis með því að hætta að einblína á sorphirðuna og leggja frekar áherslu á visthönnun, nýsköpun og fjárfestingar. Rannsóknir stuðla ekki aðeins að nýsköpun í framleiðslu heldur einnig í mótun viðskiptalíkana og fjáfestingarleiða.
Land og jarðvegur eru nauðsynleg náttúrulegum kerfum og samfélagi manna, en athafnir mannfólks ógna virkni auðlinda á borð við jarðveg. Hvers vegna gerist þetta? Hvað er Evrópa að gera til að stemma stigu við þessu? 2015 er alþjóðlegt ár jarðvegs. Af því tilefni beindum við þessum spurningum til Geertrui Louwagi, verkefnisstjóra hjá Umhverfisstofnun Evrópu.
Grænir innviðir fela í sér lausnir á vandamálum er varða umhverfi, samfélag og efnahag og fer innleiðing þeirra fram yfir mismunandi svið stefnumörkunar. EEA vinnur nú að gerð skýrslu um hlutverk grænna innviða í mótvægisaðgerðum gegn áhrifum náttúruhamfara sem tengjast veðurfars- og loftslagsbreytingum. Við ræddum við meginhöfund þeirrar skýrslu, Gorm Dige.
Í ágúst á þessu ári náðu meira en 190 lönd samkomulagi um áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Síðar í þessum mánuði munu þjóðarleiðtogar samþykkja áætlunina ásamt Heimsmarkmiðum hennar í New York. Ólíkt fyrri áætlunum eru Heimsmarkmiðin ætluð bæði þróuðum ríkjum og þróunarríkjum og ná yfir víðara svið en áður. Markmiðin 17 fela í sér atriði er varða m.a. umhverfi, auðlindanýtingu og loftslagsbreytingar.
Framleiðsla á nægjanlegum matvælum fyrir íbúa Evrópu byggist á þaulræktun sem hefur áhrif á umhverfið og heilsu okkar. Geta Evrópubúar fundið fleiri umhverfisvænar leiðir til að framleiða matvæli? Við spurðum Ybele Hoogeveen þessarar spurningar sem leiðir hóp hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem kannar áhrif auðlindanýtingar á umhverfið og vellíðan manna.
Áhrifa efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008 gætir enn í hagkerfi Evrópu. Milljónir manna hafa fundið fyrir atvinnuleysi eða launalækkunum. Þegar nýútskrifaðir fá enga vinnu í einum ríkasta heimshlutanum, ættum við þá að vera að tala um umhverfismál? Ný umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins gerir það einmitt, en ekki eingöngu. Hún skilgreinir einnig umhverfismál sem samþættan og óaðskiljanlegan hluta heilbrigðis- og efnahagsmála.
„Góðu fréttirnar eru að á síðustu áratugum hefur ástandið batnað verulega hvað varðar snertingu almennings við nokkur loftmengandi efni. En þessi mengunarefni, sem við náðum að minnka mest, eru ekki þau sem eru heilsu manna og umhverfi skaðlegust“ segir Valentin Foltescu sem vinnur við loftgæðamat og skýrslugerð hjá USE. Við spurðum Valentin hvað Umhverfisstofnun Evrópu gerir fyrir loftgæði og hvað nýjustu tölur segja.
Við lifum í heimi stöðugra breytinga. Hvernig getum við stýrt þeim viðvarandi breytingum þannig að ná megi hnattrænni sjálfbærni árið 2050? Hvernig getum við náð jafnvægi á milli hagkerfis og umhverfis, til skemmri tíma og lengri tíma litið? Svarið liggur í því hvernig við stýrum umskiptaferlinu án þess að festast í ósjálfbærum kerfum.
Með fólksfjölgun, þéttbýlismyndun og efnahagslegri þróun er eftirspurn eftir ferskvatni í þéttbýli að aukast um alla Evrópu. Samtímis hafa loftslagsbreytingar og mengun áhrif á aðgangi borgarbúa að vatni. Hvernig geta borgir Evrópu haldið áfram að sjá íbúum sínum fyrir hreinu ferskvatni?
Við þurfum mat og við þurfum hreint ferskvatn til að framleiða matinn okkar. Með vaxandi eftirspurn vegna starfsemi manna annars vegar og loftslagsbreytingum hins vegar á fólk, sérstaklega á suðlægum slóðum, í vaxandi erfiðleikum með að finna nóg ferskvatn til að uppfylla þarfir sínar. Hvernig getum við haldið áfram að rækta mat án þess að taka of mikið hreint vatn frá náttúrunni? Betri nýting vatns í landbúnaði myndi sannarlega hjálpa til.
Landbúnaður leggur þungar og vaxandi byrðar á vatnsauðlindir Evrópu, ógnar vistkerfum og vatnsskortur vofir yfir. Til þess að ná fram sjálfbærri vatnsnotkun þarf að gefa bændum hvatningu í formi rétts verðs, ráðgjafar og aðstoðar.
'Það er lokað fyrir vatnið okkar einu sinni eða tvisvar í mánuði, stundum oftar,' segir Barış Tekin í íbúð sinni í Beşiktaş, sem er eitt af gömlu hverfunum í Istanbúl, þar sem hann býr með konu sinni og dóttur. 'Við höfum tiltæka 50 lítra af vatni í flöskum heima hjá okkur, fyrir þvotta og þrif, svona til öryggis. Þegar við erum án vatns mjög lengi í einu förum við til föður míns eða til tengdaforeldra minna,' segir Barış sem er prófessor í hagfræði við háskólann í Marmara.
Hefur þú gaman af garðyrkjustörfum? Ef svo er og þú átt heima í Mið- eða Norður-Evrópu er líklegt að 'spanski snigillinn' sé einn af verstu óvinum þínum. Snigillinn eirir hvorki grösum né grænmeti og ekkert virðist bíta á hann.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/all-articles or scan the QR code.
PDF generated on 10 Oct 2024, 03:20 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum