All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Ursula von der Leyen, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sett fram pólitísk forgangsverkefni samstarfshóps hennar næstu fimm ár. Grænt samkomulag í Evrópu, þar sem útlistaðar eru metnaðarfyllri aðgerðir til að takast á við hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika, er kjarninn í áætlun hennar. Evrópsk stefna hefur lengi tekist á við hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar þar sem sumt hefur tekist vel en annað ekki. Með vaxandi ákalli almennings um aðgerðir, býður þetta nýja stefnutímabil — með nýju framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Evrópuþingi — upp á einstakt tækifæri til að hraða grænni og sanngjarnri breytingu í Evrópu.
Það er þörf á markvissum aðgerðum til að verja betur berskjölduðustu íbúa Evrópu, þar með talið fátæka, börn og aldraða, fyrir umhverfisvá eins og loft- og hljóðmengun og öfgum í hitastigi. Aleksandra Kazmierczak, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) á sviði aðlögunar að loftslagsbreytingum, útskýrir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu þar sem lagt er mat á sambandið á milli félagslegs og lýðfræðilegs ójöfnuðar og varnarleysis gagnvart loftmengun, hávaða og helstu umhverfishættum.
Plánetan okkar stendur frammi fyrir fordæmalausum áskorunum varðandi umhverfi hennar og loftslag, sem saman ógna velferð okkar. En það er ekki enn of seint að grípa til afgerandi aðgerða. Verkefnið kann að sýnast óárennilegt en við eigum enn þess kost að snúa við hluta af hinni neikvæðu þróun, aðlaga okkur til að draga úr skaða, endurheimta mikilvæg vistkerfi og verja það sem við enn eigum með öflugri hætti en áður. Til að ná fram langtíma sjálfbærni þurfum við að nálgast umhverfið, loftslagið, hagkerfið og samfélagið sem óaðskiljanlega hluta sömu heildar.
Loftslagsbreytingar eru ein mikilvægasta áskorun okkar tíma. Áhrif þeirra finnast um allan heim og snerta fólk, náttúru og hagkerfið. Til þess að draga úr loftlagsbreytingum, þurfum við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Til þess að hægt sé að yfirfæra þetta heildarmarkmið yfir í áþreifanlegar ráðstafanir þá þarf skilning á margþættu kerfi sem tengir saman útblástur af mismunandi uppruna við landsbundin og svæðisbundin áhrif, stjórnunarhætti á heimsvísu og hugsanlegan ávinning. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) leitast við að bæta stöðugt þá þekkingu sem nauðsynleg er til að hægt verði að hanna skilvirkar ráðstafanir á jörðu niðri.
Margt fólk tengir kvikasilfur enn við hitamæla og flest fólk veit líka að það er eitrað. Vegna eituráhrifa þess er verið að taka kvikasilfur úr vörum í Evrópu en enn er talsvert magn af því sem berst um í lofti, vatni, jarðvegi og vistkerfum. Er kvikasilfur enn vandamál og hvað er verið að gera í því? Við tókum viðtal við Ian Marnane, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun Evrópu á sviði sjálfbærrar notkunar auðlinda og iðnaðar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nýlega tillögur að löggjöf til að efla sjálfbær fjármál í Evrópusambandinu (ESB). Tillögur framkvæmdastjórnarinnar byggja á ráðgjöf hóps háttsettra sérfræðinga um sjálfbær fjármál, sem samsettur var af sérfræðingum úr borgaralegu samfélagi, fjármálageiranum, háskólasamfélaginu og frá Evrópu- og alþjóðastofnunum. Við ræddum við fulltrúa Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í sérfræðihópnum, Andreas Barkmann, sem vinnur við stefnumótandi ráðgjöf um loftslagsbreytingar og orkumál.
Stefnumótun á sviði umhverfismála er ekki auðvelt verkefni. Evrópubúar vilja annars vegar njóta ávinningsins af hagkerfi sem virkar vel. En hins vegar hefur val okkar á lífsháttum í för með sér verulegan kostnað fyrir umhverfið og heilbrigði manna. Kerfisbundinn skilningur á tengslum náttúru, efnahagsmála og heilbrigði manna er nauðsynlegur til að greina hvers kyns stefnumörkun er best. Umhverfisstofnun Evrópu hefur það að stefnu sinni að styðja við stefnumótun með því að bjóða einmitt upp á slíkar upplýsingar.
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega árlega skýrslu um Flutninga og umhverfistilkynningakerfi (TERM) sitt, sem í ár einbeitti sér að flugi og siglingum. Geirarnir tveir vaxa hratt sem hefur einnig áhrif á umhverfið, sérstaklega þegar kemur að útblæstri. Við báðum Anke Lükewille, sérfræðing EEA um loftmengun, að útskýra helstu atriði TERM-skýrslu þessa árs.
Evrópa safnar gögnum í síauknum mæli, sem auka skilning okkar á umhverfinu. Jarðskoðunargögn sem fengin eru í gegnum Copernicus-áætlun Evrópusambandsins skapa bæði nýjar áskoranir og tækifæri til að bæta þekkingu okkar á umhverfinu. Með því að sameina dagleg og rétt gögn frá Copernicus og þekkingargrunni okkar ætlar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) að gera stefnumótandi aðilum og borgurum um alla Evrópu kleift að grípa til ráðstafana til að takast á við áskoranir á staðar-, lands- og heimsvísu.
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.
Þökk sé löggjöf, tækni og færslu í átt frá mjög mengandi jarðefnaeldsneyti í mörgum löndum hafa loftgæði Evrópu farið batnandi á nýliðnum áratugum. Engu að síður verður fólk enn fyrir neikvæðum áhrifum frá loftmengun, sérstaklega í borgum. Vegna þess hversu flókin baráttan gegn loftmengun er krefst hún samhæfðra aðgerða á mörgum sviðum. Nauðsynlegt er að gefa borgurum tímalega upplýsingar á aðgengilegan hátt til að virkja þá. Nýútgefinn loftgæðavísir okkar gerir nákvæmlega það. Betri loftgæði myndu ekki aðeins bæta heilsu okkar heldur einnig hjálpa til að takast á við loftslagsbreytingar.
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.
Vitað er að váleg áhrif frá hættulegum efnum hafi áhrif á heilbrigði manna og umhverfið. Nú þegar efnaframleiðsla er að aukast á heimsvísu og verið er að þróa og koma í notkun nýjum efnum, hvernig vitum við þá hvað telst öruggt? Við ræddum við Xenia Trier, sérfræðing EES í efnum, um mismunandi málefni sem tengjast öruggri notkun efna í Evrópu og spurðum hvað ESB gerir til að draga úr mögulegum aukaverkunum þeirra.
Sjávarlíf, loftslagið og hagkerfi okkar og félagsleg velferð reiða sig öll á heilbrigt haf. Þrátt fyrir einhverjar umbætur, sýnir mat okkar að við notum höf Evrópu á ósjálfbæran hátt. Loftslagsbreytingar og samkeppni um náttúruauðlindir bæta við auknum þrýstingi á sjávarumhverfi. Evrópsk stefnumál og ráðstafanir gætu skilað meiri breytingum til batnaðar þegar þau eru útfærð í gegnum „vistkerfismiðaða stjórnunar“ nálgun og eru studdar með hnattrænni sjávarstjórnunarskipan.
Í síðasta mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) út nýjustu skýrslu sína um „loftgæði í Evrópu“ en hún sýndi að þó að loftgæði fari batnandi er loftmengun stærsta umhverfishættan gegn heilbrigði í Evrópu. Við settumst niður með Alberto Gonzáles Ortiz, loftgæðasérfræðingi EEA til að ræða um niðurstöður skýrslunnar og hvernig tækni, eins og gervihnattamyndir, hjálpa til við að bæta rannsóknir á sviði loftgæða.
Loftslag okkar er að breytast. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsategunda til að takmarka hraða loftslagsbreytinga og á sama tíma, grípa til ráðstafana til að búa okkur undir áhrif þeirra nú og í framtíðinni. Báðar aðgerðirnar krefjast nýrra fjárfestingarhátta sem engin fordæmi eru fyrir. Það var staðfest á loftslagsráðstefnunni í París og nýlega í Marrakesh. Fjármálageirinn getur og mun leika mikilvægt hlutverk í því að styðja Evrópu í því að þróast í loftslagsvænt samfélag með lítilli koltvísýringslosun.
Nútíma samfélag veltur á flutningi á vörum og fólki, en núverrandi samgöngukerfi okkar hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og umhverfið. Við ræddum við Magdalena Jóźwicka, verkefnisstjóra varðandi væntanlega skýrslu um rafbíla, um umhverfisávinning og áskoranir við að nota rafmagn sem valkost við hefðbundið eldsneyti fyrir ökutæki.
Í desember síðastliðnum í París kom heimurinn sér saman um metnaðarfullt markmið: að takmarka hækkun hnattræns meðalhitastigs við mörk sem eru vel undir 2 stigum, samtímis því að stefna að því að takmarka hækkunina við 1,5 stig yfir hitastigi eins og það var fyrir iðnvæðingu. Á leiðtogafundi G20 hópsins fyrr í þessum mánuði tilkynntu Kína og Bandaríkin um formlega skuldbindingu þeirra um að gerast aðilar að Parísarsamningnum. Þarna er um að ræða stórt skref framávið í alþjóðlegri viðleitni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun. Samt sem áður eru núgildandi skuldbindingar um samdrátt, sem undirritunarlönd hafa gengist undir fram að þessu, ekki fullnægjandi til að ná þessu metnaðarfulla takmarki um lækkun.
Evrópsk landslagsmynd gagna um umhverfismál hefur tekið umtalverðum breytingum á undanförnum fjórum áratugum. Margþætt eðli hnignunar umhverfisins kallar á frekari kerfisgreiningu, og einnig á viðeigandi gögn sem renna stoðum undir slíka greiningu. Á undanförnum árum hefur Umhverfisstofnun Evrópu í auknum mæli framkvæmt greiningar á altækum kerfum. Umhverfisstofnun Evrópu - EEA -mun halda áfram að bera kennsl á málefni sem eru í mótun, og mun hjálpa til við að útvíkka þekkingu Evrópu á umhverfi sínu..
Framtíðin er björt að því er snertir endurnýjanlega orkugjafa sem gegna síauknu hlutverki eftir því sem Evrópa reynir að draga úr því hversu háð hún er jarðefnaeldsneyti. Við ræddum við Mihai Tomescu, sérfræðing í orkumálum hjá Umhverfisstofnun Evrópu um þau tækifæri og þau álitamál sem eru framundan varðandi hreina orkugjafa. .
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/all-articles or scan the QR code.
PDF generated on 13 Dec 2024, 01:23 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum