All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Til að koma í veg fyrir alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa löndin, sem undirrituðu rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) samþykkt að takmarka alþjóðlega meðalhækkun á hitastigi frá tímum fyrir iðnvæðinguna við minna en 2°C. Til að ná þessu markmiði ætti útstreymi á gróðurhúsalofttegundum í heiminum að ná hámarki eins fljótt og hægt er og minnka hratt þar á eftir. Frekari upplýsingar má finna í stefnum um loftslagsbreytingar í heiminum.
Evrópusambandið og aðildarríki EES hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Aðlögunarstefnur styðja einnig við aðgerðir þeirra.
Mesta hækkun á hitastigi í Evrópu er í Suður-Evrópu yfir sumartímann og á norður heimskautinu yfir vetrartímann; úrkoma hefur minnkað í Suður-Evrópu og aukist í norðri. Spár um aukningu á og aukinn styrk og tíðni hitabylgna og flóða og breytingar á dreifingu nokkurra smitsjúkdóma og frjódufts getur haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Loftslagsbreytingar valda auknum þrýstingi á vistkerfið og veldur því að margar plöntur og dýrategundir leita bæði norður á bóginn og upp á við. Þær hafa áhrif á greinar eins og landbúnað, skógrækt, orkuframleiðslu og ferðamennsku auk innviðanna almennt; flestar spár segja að áhrifin í Evrópu verði neikvæð.
Evrópusvæði, þar á meðal þéttbýl svæði, sem eru sérlega berskjölduð fyrir loftslagsbreytingum eru:
Þörf er á breytingum sem taka mið af þessum áhrifum loftslagsbreytinga og að gripið sé til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir eða lágmarka þessi áhrif. Þörf er á stefnum og aðgerðum á staðbundnum, innlendum, milliþjóðlegum vettvangi og hjá Evrópusambandinu. Samþætting við önnur stefnusvið er mjög mikilvæg og á sér stað í auknum mæli, eins og við stjórnun vist- og vatnskerfa, minnkun á hættunni á hamförum, stjórnun strandsvæða, þróun í landbúnaði og strjálbýlum svæðum, í heilbrigðisþjónustu, skipulagi þéttbýlissvæða og svæðisbundið skipulagsstarf. Aðgerðir eru til að mynda tæknilegar ráðstafanir, ráðstafanir sem byggja á vistkerfinu og aðgerðir vegna hegðunarbreytinga.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út Stefnuna aðlögun ESB að lofslagsbreytingum í apríl 2013. Stefnan hefur þrjú aðalmarkmið:
Aukinn fjöldi aðildarríkja EES hefur samþykkt innlenda aðlögunarstefnu og fjölmörg hafa búið til og eru við það að innleiða aðgerðaráætlun á sviði aðlögunar. Stefnur og aðgerðir hafa einnig litið dagsins ljós í mörgum borgum og milliríkjasvæðum í Evrópu, þar á meðal á Eystrasalts-, Karpatafjalla- og Alpasvæðinu.
EEA styður við þróun og innleiðingu á aðlögun að loftslagsbreytingum í Evrópu, mat á stefnum ESB og gerð langtímastefna um aðlögun að loftslagsbreytingum og til að draga úr hamfaraáhættu með því að bjóða upp á viðeigandi upplýsingar. Upplýsingar EEA (athugasemdir, spár, vísar, matsgerðir) leggja áherslu á loftslagsbreytingar, áhrif, berskjölduð svæði og aðgerðir á sviði aðlögunar í Evrópu.
EEA vinnur náið með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (stjórnarsvið loftslagsaðgerða, stjórnarsvið sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar, Eurostat) sérfræðingum frá Evrópsku málefnamiðstöðvum um loftlagsbreytingar, berskjölduð svæði og aðlögun (ETC/CCA) og landsskrifstofum EEA (Eionet). EEA á einnig í samstarfi við Copernicus loftslagsbreytingaþjónustuna, ECDC, WHO Europe, ISDR Europe, OECD og IPCC.
Helsta starfsemi og vörur eru mat á áhrifum loftslagsbreytinga og berskjölduðum svæðum í Evrópu og greining á stefnum og aðgerðaráætlunum ríkja, borga og atvinnugreina á sviði loftslagsbreytinga. EEA heldur einnig úti og stjórnar Evrópska verkvanginum á sviði loftslagsbreytinga (Climate-ADAPT).
Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar
Rammasamningur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar
Stjórnarsvið framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um loftslagsaðgerðir
Sameiginleg rannsóknarmiðstöð Evrópusambandsins
Evrópska málefnamiðstöðin um áhrif loftslagsbreytingar, veikleika og aðlögun
Copernicus þjónustan fyrir loftslagsbreytingar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin Evrópu
Svæðisskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhættunni á hamförum
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/adlogun-ad-loftslagsbreytingum/adlogun-ad-loftslagsbreytingum or scan the QR code.
PDF generated on 15 Sep 2024, 02:38 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum