næsta
fyrri
atriði

Breytingar í átt að sjálfbærni

Evrópa mun ekki ná þeim markmiðum sem hafa verið sett fyrir 2030 án áríðandi aðgerða á næstu 10 árum til þess að takast á við hinn ógnvænlega hraða rýrnunar líffræðilegs fjölbreytileika, aukinna áhrifa loftslagsbreytinga og ofnotkunar á náttúruauðlindum. Í nýjustu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) um ‘Ástand umhverfisins’ sem gefin var út í dag er greint frá því að Evrópa stendur frammi fyrir áskorunum í umhverfismálum sem eru fordæmalausar að umfangi og nauðsyn. Í skýrslunni segir, samt sem áður, að vonir séu bundnar við vaxandi vitund almennings um þörfá því að skipta yfir í sjálfbæra framtíð, tæknilega nýsköpun, vaxandi frumkvæði sveitarfélaga og auknar aðgerðir ESB, sem dæmi grænt samkomulag í Evrópu.

Fletta vörulista

Skjalaaðgerðir