Líffræðilegur fjölbreytileiki
Ósjálfbær búskapur og skógrækt, útbreiðsla þéttbýlis og mengun eru mesti skaðvaldurinn þegar kemur að því að meta gífurlegan samdrátt í líffræðilegum fjölbreytileika í Evrópu og ógnar framtíð þúsunda dýrategunda og búsvæða. Ennfremur hafa mörg aðildarríkjanna Evrópusambandsins (ESB) ekki enn tekið tilskipanir um náttúruvernd og önnur umhverfislög í framkvæmd . Flest vernduð búsvæði og líftegundir eru ekki í ákjósanlegri friðunarstöðu og margt verður að gera til að snúa ástandinu við, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency - EEA), sem birt var í dag undir heitinu „Ástand náttúrunnar í ESB“.
Þörf er á tafarlausum aðgerðum til að koma hafsvæðum Evrópu aftur í gott lag eftir ofnýtingu á sjávarauðlindum og loftslagsbreytingar. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu um vistkerfi hafsins í Evrópu, sem gefin var út í dag, erum við að brenna inni á tíma til að snúa við áratugalangri vanrækslu og misnotkun.
Það skiptir ekki máli hvar við erum, við getum öll notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða og nú jafnvel meira en áður. Ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í ár „REDISCOVER Nature“, sem hefst í dag, gefur þér kost á að mynda og deila sambandi þínu við náttúruna og umhverfið í kring um þig.
Fletta vörulista
Filtered by
Ósjálfbær búskapur og skógrækt, útbreiðsla þéttbýlis og mengun eru mesti skaðvaldurinn þegar kemur að því að meta gífurlegan samdrátt í líffræðilegum fjölbreytileika í Evrópu og ógnar framtíð þúsunda dýrategunda og búsvæða. Ennfremur hafa mörg aðildarríkjanna Evrópusambandsins (ESB) ekki enn tekið tilskipanir um náttúruvernd og önnur umhverfislög í framkvæmd . Flest vernduð búsvæði og líftegundir eru ekki í ákjósanlegri friðunarstöðu og margt verður að gera til að snúa ástandinu við, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency - EEA), sem birt var í dag undir heitinu „Ástand náttúrunnar í ESB“.
Hafsvæði Evrópu standa frammi fyrir óvissri framtíð ef ekki er gripið strax til yfirgripsmikilla aðgerða
News 25 Jun 2020Þörf er á tafarlausum aðgerðum til að koma hafsvæðum Evrópu aftur í gott lag eftir ofnýtingu á sjávarauðlindum og loftslagsbreytingar. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu um vistkerfi hafsins í Evrópu, sem gefin var út í dag, erum við að brenna inni á tíma til að snúa við áratugalangri vanrækslu og misnotkun.
Jarðvegurinn spilar grundvallarhlutverk í hringrás náttúrunnar, þar með talinni næringarefnahringrásinni, sem snýst um hversu mikið af lífrænum efnum jarðvegsins - þ.e. kolefni, köfnunarefni og fosfór - eru tekin upp eða geymd í jarðveginum. Lífræn efnasambönd svo sem laufblöð og rótarendar eru brotin niður í einfaldari efnasambönd af lífverum sem lifa í jarðveginum, áður en plöntur geta nýtt sér næringarefnin. Sumar bakteríur í jarðveginum breyta köfnunarefni í andrúmsloftinu í ólífrænt köfnunarefni sem er plöntuvexti nauðsynlegt. Áburðir bæta við köfnunarefni og fosfati til að stuðla að plöntuvexti en plönturnar nýta ekki allt magnið. Umframmagn áburðar getur komist í ár og vötn og haft áhrif á lífríkið í vatnsvistkerfum.
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum