Samgöngur

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 03 Jun 2016
Flutningar standa fyrir nálega þriðjungi allrar endanlegrar orkunotkunar í aðildarlöndum Umhverfisstofnunar Evrópu og meira en fimmtungi losunar gróðurhúsalofttegunda. Þeir valda einnig stórum hluta loftmengunar í þéttbýli auk óþæginda af hávaða. Ennfremur hafa flutningar veruleg áhrif á landslag því þeir skipta náttúrulegum svæði í litla reiti með alvarlegum afleiðingum fyrir dýr og plöntur.

Orkunotkun og losun margra mengunarefna frá flutningum minnkaði árið 2009, en sú minnkun er mögulega aðeins tímabundin áhrif af efnahagslegu niðursveiflunni. Það þarf róttækari breytingu á flutningakerfi Evrópu til að komið sé í veg fyrir áhrif aukningar jafnvel á tímum mikils hagvaxtar. Í fyrsta skipti hefur framkvæmdastjórnin lagt til minnkunartakmark fyrir losun gróðurhúsalofttegunda fyrir flutningageirann. Til að hægt sé að uppfylla markmið Hvítbókarinnar "Áætlun um samevrópskt flutningasvæði" frá 2011 um 60% minnkun þarf að breyta þessu frumkvæði að stefnusamþættingu í áþreifanlegar og ákveðnar aðgerðir á næstu árum. Skýrslugjafarkerfið fyrir samgöngu- og umhverfismál (TERM) 2011 hefur skapað grundvöll fyrir árlegt mat á framgang þessara markmiða með því að setja fram kjarnasafn TERM-vísa (TERM CSI)og umhverfislegt viðmiðunargildi sem framfarir verða bornar við. TERM-CSI verða notuð til að meta hvernig ESB gengur að leggja grunn að grænni flutningum.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum minnkaði árin 2008 og 2009, aðallega vegna áhrifa efnahagssamdráttarins

Losun frá samgöngum, þ.m.t. losun tengd alþjóðlegum sjó- og flugsamgöngum, bar ábyrgð á 24% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í ESB árið 2009. Nýja hvítabókin um samgöngur skyldar aðildarríki ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum um 60% árið 2050 samanborið við árið 1990. Þar eð losun jókst í raun um 27% frá 1990 til 2009 verður Evrópusambandið alls að minnka losun um 68% frá 2009 til 2050.

Til að uppfylla markmiðið um minnkun losunar þarf að leggja áherslu á hreinustu mögulegu tæknina og lág-kolefniseldsneyti, en einnig á að nota hagkvæmustu flutningsmátana og að losa sig við efnahagslega óhagkvæmni sem stafar m.a. af óvörðum ytri kostnaði. TERM 2011 sýnir að sparneytni hefur aukist nokkuð í kjölfar tilkomu lögboðinna CO2-losunarmarka fyrir nýjar fólksbifreiðir. Nýir bílar á árinu 2010 voru u.þ.b. fimmtungi sparneytnari en árið 2000. Með reglugerð um losun CO2 frá bílum og sendibílum sem nú hefur verið samþykkt, hefur stefnan verið tekin í átt að flota lág‑losunar-ökutækja. Endanleg gögn um CO2-losun nýrra fólksbifreiða (fyrir árið 2010) komu út í desember árið 2011, en fyrsta heila gagnasafnið um sendibíla (fyrir árið 2012) verður birt á árinu 2013. Samkvæmt endanlegu gögnunum verða nýir bílar verulega sparneytnari með hverju árinu og bílaiðnaðurinn í heild sinni er vel á veg kominn að uppfylla losunarmarkmiðin.

Hlutdeild bíla sem nota aðra orkugjafa en fljótandi jarðefnaeldsneyti á götunum hefur vaxið jafnt og þétt og var yfir 5% flotans árið 2009. Flestir þeirra notuðu fljótandi jarðolíugas (LPG) en rafmagnsbílar voru 0,02% af heildarflotanum.

Lesið meira um loftslagsbreytingar.

Orkunotkun í samgöngum er mun meiri en árið 1990; samgöngugeirinn er háður olíu á ósjálfbæran hátt

Árleg orkunotkun samgangna jókst samfellt frá 1990 til 2007 í aðildarríkjum Umhverfisstofnunar Evrópu. Frá 2007 til 2009 minnkaði samtals orkuþörf samgangna um 4% en hún gæti auðveldlega hækkað aftur ef hagvöxtur hefst að nýju.

Til að ná markmiði Evrópu um 60% lækkun CO2 árið 2050 samanborið við 1990 þarf neysla olíu í samgöngugeiranum að minnka um nálega 70%. Hið núverandi 96% hlutfall olíunotkunar í samgöngugeiranum er ósjálfbært.

Samgöngur er ekki aðeins sá geiri sem notar mesta orku, heldur einnig sá geiri þar sem orkunotkun vex örast. Á undanförnum árum hefur orkunotkun samganga minnkað minna en hjá öðrum starfsgreinum og því hefur hlutdeild þeirra haldið áfram að aukast; hún náði 33% árið 2009 í ESB-27 (þ.m.t. alþjóðaflug en ekki alþjóðlegir sjóflutningar).

Eldsneytisverð hefur ekki sterk áhrif í þátt átt að fólk taki samgönguákvarðanir sem fela í sér betri nýtingu. Meðalraunverð (á verðlagi ársins 2005) blýlauss bensíns var 1,14 evrur á lítra í júní 2011, 15% hærra að raunvirði en árið 1980.

Lesið meira um orku.

Losun flestra loftmengunarefna frá samgöngum hefur minnkað frá árinu 1990

Verulegur árangur hefur náðst frá árinu 1990 í minnkun losunar margra loftmengunarefna frá samgöngugeiranum. Engu að síður standa margar borgir og önnur þéttbýlissvæði frammi fyrir áskorunum við að uppfylla styrkleikamörk sem lög ESB setja um loftgæðamengunarefni - einkum vegaumferð hefur mikil áhrif á loftgæði í þéttbýli.

Losun frá öllum samgöngugeirum hefur minnkað frá árinu 1990 þrátt fyrir almenna aukningu á starfsemi innan geirans frá þessum tíma. Í öllum 32 aðildarlöndum Umhverfisstofnunar Evrópu minnkaði losun samgangna á NOX frá 1990 til 2009 um 25%, Svifryk2.5 um 27%, SOX um 37%, CO um 75% og NMVOC um 77%.

Vægi losunar annarrar en með útblæstri hefur aukist þar eð upptaka tækni til að minnka svifryk frá farartækjum hefur dregið úr losun með útblæstri. Árið 2009 var losun Svifriks2.5 frá öðru en útblæstri 25% af losun frá vegasamgöngugeirunum, samanborið við aðeins 10% árið 1990.

Alls var farið fram úr loftgæðamarkmiðum á mörgum svæðum. Fyrir niturtvísýring (NO2), sem getur valdið asma og öðrum öndunarfæravandamálum var farið fram úr árlegum viðmiðunarmörkum hjá yfir 41% umferðareftirlitsstöðva árið 2009. Að auki var farið fram úr daglegu viðmiðunarmarki fyrir Svifryk10 hjá 30% umferðarstöðva samtals í öllum 27 löndum ESB árið 2009.

Leggja ætti áherslu á tvö atriði með vaxandi mikilvægi til að útskýra muninn á þróun losunar og væntum loftgæðagildum. Í fyrsta lagi hefur hlutfall NOX sem losað er beint sem NO2 frá ökutækjum farið vaxandi vegna aukinnar markaðshlutdeildar díselbíla í sumum löndum og ísetningu mengunarvarnatækja svo sem agnagildra og oxunarhvata. Þessi aukning beinnar NO2 losunar frá umferð hefur áhrif á styrkinn með því að vega að hluta eða alfarið upp á móti áhrifum minnkunar á losun NOX. Í öðru lagi eru ljós merki um að raunveruleg losun frá ökutækjum (sem oft er nefnd "losun í raun") kunni að fara fram úr tegundinni ‑ samþykki losunar fyrir hverja ökutækisgerð (einkum NOX losun frá díselbílum). Þetta er einnig raunin fyrir CO2 losun.

Lesið meira um loftmengun.

Hávaði af samgöngum og áhrif þeirra á skiptingu landslags eru ennþá áskorun

Tæplega 100 milljónir manna urðu fyrir skaðlegum langtímameðaltalshávaða frá ökutækjum á helstu vegum.

Vegir, járnbrautir og hraðbrautir skera landslag Evrópu sundur í sífellt smærri reiti með alvarlegum afleiðingum fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Nærri 30% alls lands í ESB er hóflega, allmjög eða mjög skipt sem veldur takmörkunum fyrir hreyfanleika og ræktun ólíkra tegunda. Gögn sýna einnig að skipting vegna samgöngumannvirkja og útbreiðslu borga er vaxandi ógn og leiðir einnig til aukins aðgengis og ónæðis.

Lesið meira um líffræðilegan fjölbreytileiki.

Lesið meira um hávaða.

Geographic coverage

Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100