All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Allstaðar er verið að tala um alheimskreppu - allt frá stefnugöngum til akademískra umræðuvettvanga: heilsukreppu, efnahags- og fjármálakreppu, loftslagskreppu og náttúrukreppu. Að lokum er þetta allt einkenni sama vandamálsins: ósjálfbær framleiðsla okkar og neysla. COVID-19 áfallið hefur leitt í ljós kerfislega veikleika alþjóðlegs hagkerfis okkar og samfélags með öllu misrétti sínu.
Við vitum að plastmengun og plastúrgangur er mikið umhverfisvandamál. Undanfarin ár hafa nýjar plastvörur verið kynntar á markaðinn sem sagðar eiga að vera betri fyrir umhverfið. Nýlega samantekt Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EES) metur umhverfisvottunþeirra. Til að fá frekari upplýsingar settumst við niður með Almut Reichel, sérfræðingi í sjálfbærri auðlindanýtingu og úrgangsstjórnun á EEA-svæðinu.
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.
Í desember síðastliðnum í París kom heimurinn sér saman um metnaðarfullt markmið: að takmarka hækkun hnattræns meðalhitastigs við mörk sem eru vel undir 2 stigum, samtímis því að stefna að því að takmarka hækkunina við 1,5 stig yfir hitastigi eins og það var fyrir iðnvæðingu. Á leiðtogafundi G20 hópsins fyrr í þessum mánuði tilkynntu Kína og Bandaríkin um formlega skuldbindingu þeirra um að gerast aðilar að Parísarsamningnum. Þarna er um að ræða stórt skref framávið í alþjóðlegri viðleitni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun. Samt sem áður eru núgildandi skuldbindingar um samdrátt, sem undirritunarlönd hafa gengist undir fram að þessu, ekki fullnægjandi til að ná þessu metnaðarfulla takmarki um lækkun.
Framtíðin er björt að því er snertir endurnýjanlega orkugjafa sem gegna síauknu hlutverki eftir því sem Evrópa reynir að draga úr því hversu háð hún er jarðefnaeldsneyti. Við ræddum við Mihai Tomescu, sérfræðing í orkumálum hjá Umhverfisstofnun Evrópu um þau tækifæri og þau álitamál sem eru framundan varðandi hreina orkugjafa. .
Auðlindanýting okkar er ekki sjálfbær og hún er farin að reyna á þolmörk plánetunnar. Við þurfum að flýta fyrir innleiðingu sjálfbærs og græns hagkerfis með því að hætta að einblína á sorphirðuna og leggja frekar áherslu á visthönnun, nýsköpun og fjárfestingar. Rannsóknir stuðla ekki aðeins að nýsköpun í framleiðslu heldur einnig í mótun viðskiptalíkana og fjáfestingarleiða.
Í ágúst á þessu ári náðu meira en 190 lönd samkomulagi um áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Síðar í þessum mánuði munu þjóðarleiðtogar samþykkja áætlunina ásamt Heimsmarkmiðum hennar í New York. Ólíkt fyrri áætlunum eru Heimsmarkmiðin ætluð bæði þróuðum ríkjum og þróunarríkjum og ná yfir víðara svið en áður. Markmiðin 17 fela í sér atriði er varða m.a. umhverfi, auðlindanýtingu og loftslagsbreytingar.
Úrgangur er ekki eingöngu umhverfisvandamál, heldur einnig efnahagslegt tap. Evrópubúar framleiða að meðaltali 481 kg af sorpi á mann á ári. Sífellt stærra hlutfall af þessu er endurunnið eða sett í safnhauga og minna er urðað. Hvernig er hægt að breyta framleiðslu- og neysluháttum þannig að stöðugt minni úrgangur verði til, um leið og allur úrgangur er nýttur sem auðlind?
Velferð okkar byggist á nýtingu náttúruauðlinda. Við vinnum náttúruauðlindir úr jörðu og umbreytum þeim í fæðu, byggingar, húsgögn, raftæki, fatnað o.s.frv. En nýting okkar á náttúruauðlindum er meiri en svo að umhverfið ráði við að endurnýja þær og framfleyta okkur. Hvernig getum við tryggt velferð samfélagsins til langs tíma? Grænkun hagkerfisins gæti svo sannarlega komið að notum.
Við nýtum náttúruauðlindir stöðugt meira vegna fólksfjölgunar, breytinga á lífsstíl og vaxandi einkaneyslu. Til að takast á við ósjálfbæra neyslu þarf að taka á öllu auðlindakerfinu, þ.m.t. framleiðsluaðferðum, eftirspurnarmynstrum og framboðskeðjum. Hér lítum við nánar á matvæli.
Lífsgæði okkar, heilsa og atvinna eru öll háð umhverfinu. Hins vegar eigum við á hættu að grafa undan velferð okkar og getu náttúrunnar til að sjá okkur fyrir lífsviðurværi vegna þess hvernig við nýtum auðlindir okkar og hversu hratt við göngum á þær. Við þurfum að gerbreyta framleiðslu-, neyslu- og lífsháttum okkar. Við þurfum að gera hagkerfið grænt og umskiptin þurfa að hefjast í dag.
Evrópubúar á öllum aldri eru neytendur. Það sem við kjósum að neyta og kaupa hefur áhrif á ákvarðanir um hvað skuli framleitt. En hvernig veljum við hvað á að kaupa? Ræður skynsemi eða hvatvísi förinni við þá ákvörðun? Við spurðum Luciu Reisch hjá Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar, um neysluhegðun í Evrópu.
Yfir þrír fjórðu hlutar Evrópubúa búa í borgum. Það hvað borgarbúar framleiða, kaupa, borða og henda, hvernig þeir ferðast um og hvar þeir búa hefur allt áhrif á umhverfið. Um leið hefur það hvernig borg er byggð einnig áhrif á það hvernig íbúar hennar haga lífi sínu. Við spurðum Roland Zinkernagel frá Malmö í Svíþjóð um áþreifanlegar aðgerðir til að gera borgina sjálfbæra.
Í mars 2014 varð París í Frakklandi fyrir mikilli svifryksmengun. Notkun einkabíla var skert mikið í marga daga. Hinumegin á hnettinum var kínverskt fyrirtæki að setja nýja vöru á markað: reykjarmóðutryggingu fyrir innlenda ferðamenn sem lentu í því að dvöl þeirra var ónýt vegna loftmengunar. Hversu mikils virði er þá hreint loft? Getur hagfræðin hjálpað okkur að draga úr mengun? Við lítum nánar á grundvallarhagfræðihugtök.
U.þ.b. 70% jarðar er þakið úthöfum og það má finna rusl í sjónum næstum því hvarvetna. Sjávarrusl, sérstaklega plast, er ógn við heilbrigði sjávar og stranda sem og við hagkerfið og samfélög okkar. Mestur hluti alls sjávarrusls kemur til vegna umsvifa manna á landi. Hvernig er hægt að stöðva flæði rusls í sjóinn? Besti staðurinn til að byrja á að takast á við þetta hnattræna sjávarvandamál er á landi.
Framleiðsla á nægjanlegum matvælum fyrir íbúa Evrópu byggist á þaulræktun sem hefur áhrif á umhverfið og heilsu okkar. Geta Evrópubúar fundið fleiri umhverfisvænar leiðir til að framleiða matvæli? Við spurðum Ybele Hoogeveen þessarar spurningar sem leiðir hóp hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem kannar áhrif auðlindanýtingar á umhverfið og vellíðan manna.
Áhrifa efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008 gætir enn í hagkerfi Evrópu. Milljónir manna hafa fundið fyrir atvinnuleysi eða launalækkunum. Þegar nýútskrifaðir fá enga vinnu í einum ríkasta heimshlutanum, ættum við þá að vera að tala um umhverfismál? Ný umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins gerir það einmitt, en ekki eingöngu. Hún skilgreinir einnig umhverfismál sem samþættan og óaðskiljanlegan hluta heilbrigðis- og efnahagsmála.
Við lifum í heimi stöðugra breytinga. Hvernig getum við stýrt þeim viðvarandi breytingum þannig að ná megi hnattrænni sjálfbærni árið 2050? Hvernig getum við náð jafnvægi á milli hagkerfis og umhverfis, til skemmri tíma og lengri tíma litið? Svarið liggur í því hvernig við stýrum umskiptaferlinu án þess að festast í ósjálfbærum kerfum.
Við þurfum mat og við þurfum hreint ferskvatn til að framleiða matinn okkar. Með vaxandi eftirspurn vegna starfsemi manna annars vegar og loftslagsbreytingum hins vegar á fólk, sérstaklega á suðlægum slóðum, í vaxandi erfiðleikum með að finna nóg ferskvatn til að uppfylla þarfir sínar. Hvernig getum við haldið áfram að rækta mat án þess að taka of mikið hreint vatn frá náttúrunni? Betri nýting vatns í landbúnaði myndi sannarlega hjálpa til.
Frá þéttbýlum borgum til fjarlægra byggða, allsstaðar þar sem við lifum myndum við úrgang. Matarafgangar – raftækjaúrgangur, rafhlöður, pappír, plastflöskur, föt og gömul húsgögn – öllu þessu þarf að farga. Sumt endar sem endurnýtt eða endurunnið; aðrir hlutir eru brenndir til orkunýtingar eða settir í landfyllingar. Það er ekki til nein ein leið til að stjórna úrgangi sem hentar allsstaðar. Úrgangsstjórnunin verður að taka mið af staðbundnum kringumstæðum. Þegar allt kemur til alls, er úrgangur í upphafi staðbundið vandamál. Hér eru upplýsingar um hvernig ríkisstjórn Grænlands nálgast úrgangsstjórnun, – í landi með fáum íbúum þar sem löng leið er á milli þéttbýliskjarna og þar sem vegir eru ekki til staðar.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/waste/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 23 Mar 2023, 04:10 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 12 March 2023 21:56 from version 23.1.28
Software version: EEA Plone KGS 23.3.11
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum