Hagkvæm auðlindanýting og úrgangur

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 10 Mar 2017
Þau hnattrænu umhverfisvandamál sem við horfumst í augu við í dag eru afleiðing ofnýtingar manna á náttúruauðlindum, þar á meðal á (jarðefna) eldsneyti, steinefnum, vatni, landi og líffræðilegum fjölbreytileika. Það hefur blasað sífellt betur við að að sú efnahagslegra þróun sem ráðandi er í Evrópu - sem byggir á mikilli auðlindanýtingu, myndun úrgangs og mengunar - er ekki hægt að viðhalda til langframa. Í dag reiðir Evrópusambandið (ESB) sig mikið á innflutning og við þurfum landrými sem er tvöfalt stærra en heildarlandrými ESB til að mæta auðlindaeftirspurn okkar. Margar auðlindirnar eru aðeins nýttar í stuttan tíma, eða þær tapast úr hagkerfinu við urðun eða endurvinnslu (þar sem gæði tapast við endurvinnsluna).

Þetta hefur ekki aðeins áhrif á umhverfið heldur einnig efnahagslega samkeppnishæfni okkar. Lausnin er augljós en ekki svo einföld: ná fram efnahagsvexti með færri náttúruauðlindum, eða, með öðrum orðum, gera meira með minna. Að auka hagkvæma auðlindanýtingu okkar, er þar af leiðandi, höfuðþáttur í langtíma umhverfisstefnu, eins og fram kemur í stefnumarkandi skjölum eins og sjöunda aðgerðaráætlunin á sviði umhverfismála (7th EAP), Leiðarvísir ESB til auðlindaskilvirkrar Evrópu, sem og aðgerðaráætlun ESB fyrir hringrásarhagkerfi.

Inngangur

Hagkerfi Evrópu treystir á samfellt flæði náttúruauðlinda og hráefna, þar með talið vatns, uppskeru, timburs, málma, steinefna og orkubera, sem eru að umtalsverðum hluta innflutt.  Eftir því sem samkeppni um náttúruauðlindir eykst þá gæti það orðið veikleiki að vera háður innflutningi á þeim.

Margar náttúruauðlindir dreifast ekki jafnt um heiminn, sem gerir aðgang og verð á þeim sveiflukennt og eykur möguleika á átökum. Óviss og óstöðug verð geta einnig raskað þeim geirum sem eru háðir þessum auðlindum, neytt fyrirtæki til að segja upp fólki, fresta fjárfestingu eða hætt að bjóða upp á vörur og þjónustu.

Á sama tíma hefur hröð aukning í námavinnslu og nýtingu á auðlindum víðtæk neikvæð áhrif á umhverfið í Evrópu og víðar. Loft-, vatns- og jarðvegsmengun, súrnun vistkerfa, tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, loftslagsbreytingar og úrgangsmyndun stefna efnahagslegri og félagslegri velferð í hættu til skemmri, meðal og lengri tíma.

Að auka hagkvæmni í nýtingu auðlinda er grundavallaratriði í að viðhalda félags- og efnahagslegum framförum í heimi takmarkaðra auðlinda og takmarkaðrar getu vistkerfis, en það er ekki nóg. Þegar allt kemur til alls þá er aukin hagkvæmni aðeins vísbending um að framleiðsla sé að aukast meira en auðlindanýting og losun. Það tryggir ekki afdráttarlausa minnkun á umhverfisþrýstingi  og aukinnar sjálfbærni í Evrópu og á heimsvísu til langframa.

Þegar sjálfbærni neyslu og framleiðslukerfa Evrópu er metin, þá er nauðsynlegt að ganga lengra en að mæla hvort framleiðsla sé að aukast hraðar en auðlindanýting og tengdur þrýstingur ("hlutfallsleg aftenging"). Það þarf frekar að meta hvort vísbendingar séu um "algera aftengingu", þar sem framleiðsla eykst á meðan auðlindanýting dregst saman.

Auk þess að meta sambandið á milli auðlindanýtingar og framleiðslu hagkerfisins, þá er einnig mikilvægt að meta hvort umhverfisáhrif sem stafa af auðlindanýtingu samfélagsins séu að dragast saman ("áhrifa aftenging").

Stefnur Evrópusambandsins um þetta mál

7. EAP tilgreinir aukna hagkvæmni í auðlindanýtingu sem eitt af sínum helstu markmiðum til að uppfylla framtíðarsýn 2050 um "gott líf innan takmarkana jarðarinnar".

  • að vernda, varðveita og bæta náttúruauð Evrópusambandsins;
  • að breyta Evrópusambandinu í auðlindahagkvæmt, grænt og samkeppnishæft hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun.
  • að vernda borgara Evrópusambandsins gagnvart umhverfistengdum þrýstingi og hættum gegn heilsu og velferð.

Þessi markmið eru í raun nátengd og háð öðrum, en tengdum, stefnurömmum, svo sem Vegvísi að auðlindahagkvæmni í Evrópu og Vegvísi að hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun.

Annar stefnuklasi miðar að tilfærslu frá hinu línulega "taka - framleiða - neyta - farga" vaxtarmynstri, til hringrásarmódels sem byggir á því að viðhalda notagildi framleiðsluvara, íhluta og efna og halda verðmætum þeirra í hagkerfinu. Eins og tekið er fram í Aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfið, þá mun þetta krefjast breytinga á aðfangakeðjum, þar á meðal á vöruhönnun, viðskiptalíkönum, vali neytenda og lágmörkun úrgangs og stjórnun á úrgangi.  ESB löggjöfin um úrgang er einn af meginhvötum stefnunnar.

Aðgerðir EES

EES greinir hráefnaflæði og úrgangstölfræði, og útbýr tengda vísa og matsskýrslur.  Stefnuárangur er greindur í þremur samhliða skýrslurröðum um úrgangsstjórnun, lágmörkun úrgangs og hagkvæma auðlindanýtingu. Alhliða horfur eru settar fram í árlegum skýrslum um hringrásarhagkerfi og framlagi í samþættu mati, svo sem í EES skýrslunni Staða og framtíðarsýn 2020 (SOER 2020).

Sérsniðnar greiningar á völdum hliðum á hagkvæmri auðlindanýtingarstefnu, svo sem að fylgjast með hugmyndum, umhverfismarkmiðum, markaðstengdum stjórntækjum og öðrum íhlutunaráætlunum, eru settar fram reglulega.

Samskipti hagsmunaaðila og það að byggja upp getu tengda slíku mati er mikilvægur þáttur verkefnisins, með reglulegum EIONET fundum og vinnufundum með staðbundnum tilvísunarmiðstöðvum varðandi úrgang og hagkvæmt auðlindanýtingarhagkerfi og umhverfið.

Horfur

Núverandi vinna snýr aðallega að því að bæta gagnagrunninn um auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi og úrgang. Gert er ráð fyrir framlögum til SOER2020, með áherslu á þematengdar upplýsingar (úrgang og auðlindanýtingu) auk kerfisbundinnar greiningar á umskiptingunni yfir í hringrásarhagkerfi.

Geographic coverage

Áskriftir
Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
Fylgjast með okkur
 
 
 
 
 
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100