Lönd og Eionet ( Evrópsk umhverfis, upplýsingar og athugunarnet)

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 17 Aug 2017
Núna eru 33 lönd í EEA og sex samstarfslönd. Evrópsku umhverfis, upplýsingar og athugunar samtökin ( Einot) eru samvinnunet EEA og landanna. EEA ber ábyrgð á að þróa samtökin og stýra starfsemi þess. Til að gera það, vinnur EEA mjög náið með miðpunkti þjóða, sem er gjarnan þjóðarumhverfisstofnanir eða umhverfisráðuneyti. Þær bera ábyrgð á að stýra þjóðarsamtökum sem innihalda margar stofnanir ( um 350 allt í allt)

Meðlimir og samstarfsríki

33 meðlimsríki  þar með talið 28 Meðlimsríki Evrópusambandsins saman með Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Sviss og Tyrklandi.

Samstarfsþjóðirnar sex eru löndin frá Vestur-Balkanskaganum: Albanía, Bosnía-Herzegovina, Fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedónía, Svartfjallaland, Serbía ásamt Kósóvó, sbr. ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1244/99. Þetta samstarf er samþætt við Eionet og er stutt af Evrópusambandinu samkvæmt  skjali um foraðildaraðstoð.

EEA er einnig virkt í viðamiklu  alþjóðasamstarfi  sem nær út fyrir meðlimaríkin.

Evrópska umhverfis, upplýsinga og athugunarnetið (Eionet)

Evrópsku umhverfis, upplýsinga og athugunarnetið ( Eionet) er samvinnusamtök EEA og meðlima þess og samstarfsþjóða. EEA ber ábyrgð á að þróa samtökin og stýra starfsemi þess. Til að gera þetta, þarf EEA að vinna náið með miðpunkti þjóða ( NFPs), sem er gjarnan þjóðarumhverfisstofnanir eða umhverfisráðuneyti í ríkjum sem eru meðlimir.

NFPs bera ábyrgð á að stýra samtökum Þjóðarheimildamiðstöðva (NRCs), en þar koma saman í kringum 1000 sérfræðingar frá yfir 350 þjóðarstofnunum og öðrum samtökum sem fást við umhverfisupplýsingar.

Fyrir utan NFP og NRC, falla sex  evrópskar verkefnamiðstöðvar (ETC) á sviði andrúmslofts og loftslagsbreytinga, líffræðilegrar fjölbreytni, áhrifa loftslagsbreytinga, varnarleysis og aðlögunar, vatns, landnotkunar og landupplýsinga og greiningar og  sjálfbærrar neyslu og framleiðslu undir Eionet.

Frekari upplýsingar

Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
Kóngsins nýjatorgi 6
1050 Kaupmannahöfn K
Danmörku
Sími +45 3336 7100