Um Eionet

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 09 Jan 2020
1 min read
Evrópsku umhverfisupplýsinga- og eftirlitsnetið (Eionet) er samstarfsaðili EEA og aðildar- og samstarfslanda stofnunarinnar. EEA ber ábyrgð á því að byggja upp Eionet og stýra starfsemi þess. Í því skyni vinnur EEA náið með innlendum landsskrifstofum (NFP) sem er venjulega að finna í innlendum umhverfisstofnunum eða umhverfisráðuneytum. Landsskrifstofurnar bera ábyrgð á því að stjórna innlendum samstarfsnetum þar sem margvíslegar stofnanir koma við sögu.

Landsskrifstofurnar bera ábyrgð á að stýra innlendum heimildamiðstöðvum (NRC), en þar koma saman sérfræðingar frá innlendum stofnunum og öðrum samtökum sem fást við umhverfisupplýsingar.

Eionet hóf starfsemi árið 1994 og er þekkt fyrir að sjá Evrópu fyrir vönduðum gögnum, upplýsingum og matsgerðum.

Hugtakið Eionet nær yfir alla eftirfarandi þætti:

 • Öflug samvinna ríkisstofnana á mörgum stigum (innlend, svæðisbundin, evrópsk, alþjóðleg) auk samstarfs við hið borgaralega samfélag, sem sérstök eining sér um að samræma.
 • Samþykkt sameiginlegt innihald — gögn, upplýsingar, umhverfisvísar, greiningar
 • Sameiginlegir innviðir, staðlar og tól.
Eionetconnects2012finalweb-IS

Aðildar- og samstarfsríki

EEA er með 33 aðildarríki og sex samstarfsríki. Aðildarríkin 33 eru 28 Evrópusambandslönd ásamt Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Sviss og Tyrklandi.

Löndin sex frá vestur Balkanskaga eru samstarfsþjóðir: Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Norður-Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Kósóvó [i]. Samstarf landanna er hluti af Eionet og stutt af Evrópusambandinu undir fjármögnunarleiðinni fyrir foraðildarstuðning.

EEA tekur einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi umfram eigin aðildar- og samstarfsríki.

EEA member countries


    Smelltu á kortið til að stækka sýnina

 

Auk NFP og NRC hefur Eionet komið á fót 7 evrópskum verkefnamiðstöðvum (ETC).

   

  GraphCountriesandEIONET-IS

   Frekari upplýsingar:

   

  Tengt efni

  Fréttir og greinar

  Related briefings

  Tengt efni

  Tengd rit

  Sjá einnig

  Skjalaaðgerðir
  Áskriftir
  Nýskráning til þess að fá skýrslur frá okkur (á prentuðu og/eða rafrænu formi) og ársfjórðungslegt e-fréttabréf.
  Fylgjast með okkur