Press Release
Evrópski samgöngugeirinn þarf að sýna metnað til að standast markmið sín
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Russian (ru)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Losun nánast allra mengunarvalda frá samgöngum dróst saman árið 2009, þar sem eftirspurn dróst saman. En þessi samdráttur stafar af efnahagssamdrættinum. Svo nú þurfum við að sjá meiri grundvallarbreytingu í samgöngukerfi Evrópu svo losunin aukist ekki, jafnvel á tímum mikils efnahagsvaxtar
Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA
„Losun nánast allra mengunarvalda frá samgöngum dróst saman árið 2009, þar sem eftirspurn dróst saman,“ sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA. „En þessi samdráttur stafar af efnahagssamdrættinum. Svo nú þurfum við að sjá meiri grundvallarbreytingu í samgöngukerfi Evrópu svo losunin aukist ekki, jafnvel á tímum mikils efnahagsvaxtar. “
Skýrsla EEA um samgöngur og umhverfismál sýnir að nokkur árangur hefur náðst í skilvirkni. Til dæmis, voru nýir bílar árið 2010 um einum fimmta skilvirkari en árið 2000. Hins vegar býður aukin eftirspurn þessum tiltölulega hóflega árangri oft birginn, jafnvel þó að samdrátturinn hafi hægt á virkninni á sumum sviðum. Á milli áranna 1990 og 2009 jókst samgöngueftirspurnin um nálægt einn þriðja, sem leiddi til 27% aukningar á gróðurhúsalofttegundum frá samgöngum á sama tímabili.
Vegvísir framkvæmdastjórnarinnar, sem rammar inn stefnumörkun á Evrópu-, lands-, og staðbundna vísu, setur fram markmið til þess að takast á við umhverfismál sem tengjast samgöngum. Skýrslan sýnir að það eru veruleg tækifæri fyrir stjórnvöld til að takast á við þessi vandamál með samhangandi hætti, til dæmis með því að takast á við gæði andrúmslofts og loftslagsbreytingar í sameiningu.
Í fyrsta skipti hefur EEA þróað grunngildi til að leggja mat á þann árangur sem náðst hefur varðandi markmið samgöngugeirans í loftslagsmálum. Þau eru meðal annars markmið um losun gróðurhúsaloftstegunda, orkunotkun og hávaða. 12 mælistikur hafa verið þróaðar sem spanna breitt svið stefnumála.
Lykilniðurstöður
- Samgöngur stóðu fyrir 24% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópusambandinu árið 2009. Vegvísirinn tekur fram að aðildarríkjum ESB beri að draga úr gróðurhúsalofttegundum af völdum samgangna um 60% fyrir árið 2050, samanborið við tölur frá árinu 1990. Þar sem losunin jókst um 27% milli 1990 og 2009 þarf ESB að draga úr losuninni í heild um 68% milli 2009 og 2050.
- Árleg orkunotkun af völdum samgangna jókst statt og stöðugt milli 1990 og 2007 í aðildarríkjum EES. Á meðan heildareftirspurn í samgöngum dróst saman um 4% á milli áranna 2007 og 2009 er líklegt að hún muni færast upp á við samhliða auknum hagvexti.
- Farið var fram úr markmiðum um gæði andrúmslofts á mörgum sviðum. Farið var fram úr árlegum gildismörkum nítrógens díoxíðs (NO2) sem getur valdið astma og öðrum öndunarvandamálum um 41% hjá samgöngueftirlitsstöðvum árið 2009.
- Efnisagnir (PM10) frá samgöngum ollu líka alvarlegum heilsufarsvandamálum. Árið 2009 var farið fram úr daglegum gildismörkum PM10 um 30 % á umferðarstöðum í ESB-27.
- Tæplega 100 milljónir manna urðu fyrir skaðlegum langvarandi meðalgildum hávaða frá samgöngutækjum á helstu vegum.
- Meðal raunkostnaður eldsneytis fyrir vegasamgöngur (reiknað eins og um væri að ræða blýlaust bensín ásamt gjöldum og sköttum) voru 1,14 evrur á lítra í júní 2011, sem á raungildi er 15% hærra en 1980. Þetta þýðir að verð á bensíni hefur hækkað minna en 0,5 af hundraði á ári að meðaltali. Það þýðir að eldsneytisverð er ekki til þess fallið að hvetja til hagkvæmari samgöngumáta.
- Hlutfall bíla á vegum, sem ganga fyrir annars konar orkugjöfum, hefur stöðugt vaxið og voru þeir meira en 5% af bílaflotanum árið 2009. Flestir þessara bíla notuðu jarðgas (LPG) á meðan rafbílar voru 0,02% af heildarbílaflotanum.
- Vegir, járnbrautir og hraðbrautir skera evrópskt landsvæði í sífellt minni búta, með alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika lífvera Nánast 30% landsvæðis í ESB er hóflega, mjög eða mjög mikið sundurskorið og hindrar þannig för og vöxt fjölmargra lífvera.
Athugasemdir fyrir ritstjóra
TERM skýrslan í samhengi
Leggur grunninn að grænni samgöngum er nýjasta skýrslan í árlegri röð sem gefin er út af umhverfisstofnun Evrópu sem hluti af mælikvarða um áhrif samgangna og umhverfismála (TERM).
Hin árlega Evrópuskýrsla um gæði andrúmslofts 2011 veitir yfirlit og greiningu á gæðum andrúmslofts í Evrópu. Mat á stöðu og þróun loftgæða er byggt á mælingum andrúmslofts (1999-2009) í tengslum við losun af mannavöldum og þróun hennar (1990-2009).
TERM skýrslan inniheldur kafla um losun koltvísýrings (CO2) frá bílum. Á næstu vikum mun EEA senda frá sér uppfærð gögn um framvindu bílaframleiðanda í átt að CO2 markmiðum fyrir nýja bíla. Þetta verður birt á www.eea.europa.eu.
Árið 2011 mun TERM skýrslan fylgjast með framförum í átt að grunngildunum sem komið var á fót í þessari skýrslu í fyrsta sinn.
Skilgreiningar
Gróðurhúsalosun samgöngutækja er skilgreint í Kyoto bókuninni sem losun frá brennslu og uppgufun eldsneytis við allar samgöngur, án tillits til geirans, þó ekki alþjóðlega flug- og sjóflutninga (alþjóðlegir eldsneytisgeymar). Markmiðið fyrir gróðurhúsalofttegundir í samgöngur í vegvísi framkvæmdastjórnarinnar er skilgreint sem losun talin samkvæmt Kyoto-bókuninni auk alþjóðlegs flugrekstrar (þó ekki alþjóðlegir sjóflutningar). Tölur eru í jafngildi CO2.
Vöruflutningar: Þetta felur í sér vegi (innanlands og alþjóðlegir landflutningar með þungaflutningabílum, þar á meðal millilandaflutningar utan skráningarríkis og gestaflutningar), járnbrautir og vatnaleiðir innanlands.
Frekari upplýsingar
Permalinks
- Permalink to this version
- 47ef695a51990f7e9e318d8cb84d68b7
- Permalink to latest version
- M8FWCHA1V5
Geographic coverage
Temporal coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/evropski-samgoengugeirinn-tharf-ath-syna or scan the QR code.
PDF generated on 27 Jan 2023, 04:18 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum