Fréttatilkynningar
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
-
Umhverfi Evrópu 2015: Hagsæld framtíðarinnar byggir á djörfum aðgerðum á sviði stefnumála, þekkingar, fjárfestingar og nýsköpunar — 25 Feb 2015
- Evrópustefnur á sviði umhverfis- og loftslagsmála hafa haft í för með sér umtalsverðan ávinning og bætt umhverfi og lífskjör á sama tíma og þeir hafa stuðlað að nýsköpun, atvinnusköpun og hagvexti. Þrátt fyrir þessar framfarir stendur Evrópa enn frammi fyrir ýmis konar viðvarandi og vaxandi umhverfisvandamálum. Lausnir þeirra krefjast grundvallarbreytinga á þeim framleiðslukerfum og neysluháttum sem eru rót umhverfisvandamála.
-
Umferðarmengun er enn skaðleg heilsu manna víða í Evrópu — 26 Nov 2012
- Samgöngur í Evrópu bera ábyrgð á loftmengunarefnum í skaðlegu magni og fjórðungi losunar gróðurhúsalofttegunda í ESB. Taka má á mörgum þeirra umhverfisvandamála sem hljótast af samgöngum með auknum aðgerðum til að uppfylla ný markmið ESB, samkvæmt nýjustu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA).
-
Evrópski samgöngugeirinn þarf að sýna metnað til að standast markmið sín — 10 Nov 2011
- Losun ýmissa mengunarvalda vegna samgangna dróst saman árið 2009. Þessi samdráttur kann þó að vera einungis tímabundin áhrif af efnahagssamdrættinum, samkvæmt nýrri ársskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) um losun frá samgöngutækjum. Mælikvarði um áhrif samgangna og umhverfismála (e. Transport and Environment Reporting mechanism, TERM) tekur áhrif samgangna á umhverfið til skoðunar. Í fyrsta lagi tekur skýrslan til skoðunar ítarleg magnbundin markmið, en þau voru sett fram af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í vegvísi um samgöngur 2011.
-
Samevrópskt mat spyr: 'Hvað vitum við um vatn og grænt hagkerfi?' — 13 Sep 2011
- Ráðherrar munu funda í dag í Astana, Kasakstan, til að ræða málefni vatns og græns hagkerfis á sjöundu ‚Umhverfi fyrir Evrópu‘ ráðherra ráðstefnunni sem fer fram dagana 21. til 23. september 2011. Til stuðnings ráðstefnunni mun Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birta nýja ‚Mat á Mötum‘ skýrslu sem kemur með tillögur að hvernig hægt er að samstilla betur umhverfisupplýsingar og stefnumótun.
-
Fiðrildi eða fyrirtæki – Evrópa getur rúmað hvoru tveggja! — 18 Nov 2010
- Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) gaf í dag út fjórðu skýrslu sína um stöðu og horfur umhverfismála - SOER2010 - heildarmat á hvernig og hvers vegna umhverfi Evrópu er að breytast og til hvaða ráða hefur verið gripið vegna þess. Niðurstaða SOER 2010 er að samþætt alhliða nálgun til að breyta atvinnulífi Evrópu í “grænt” atvinnulíf með skilvirkri auðlindanýtingu geti ekki aðeins leitt til heilbrigðara umhverfis, heldur einnig ýtt undir velmegun og samstöðu innan samfélagsins.
-
Eru samgöngur Evrópu að verða umhverfisvænni? Að hluta til. — 19 Apr 2010
- Tækniframfarir hafa leitt til framleiðslu á minna mengandi farartækjum en áður var. Það sem dregur úr ávinningnum við þessa þróun er að fleiri og fleiri farþegar ferðast um lengri veg og samfara því hafa vöurflutningar vaxið að magni sem og flutningavegalengdir aukist. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu, sem byggir á greiningu á langtímaþróun, kallar eftir skýrari framtíðarsýn á samgöngukerfi Evrópu fyrir árið 2050, og samræmdri stefnu innan Evrópu til að gera hana að veruleika.
-
Líffræðilegur fjölbreytileiki, loftlagsbreytingar og þú — 18 Mar 2010
- Umhverfisteikn 2010: Fréttir af fólki og umhverfi þeirra
-
Nauðsyn þess að beina samgöngustefnu í rétta átt — 27 Mar 2009
- Samgöngur eiga hlutfallslega stóran þátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, slæmum loftgæðum og hljóðmengun í Evrópu, og enn eru óskilvirkustu aðferðirnar notaðar til að flytja fólk og vörur.
-
Þurrkar og ofnotkun vatns í Evrópu — 04 Mar 2009
- Golfvellir, bækur, olívuolía, bólusetningar og allar vörur og þjónusta sem við reiðum okkur á sem og margt af því sem við tökum okkur fyrir hendur á hverjum degi byggir á mikilvægri auðlind: Vatni. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu er vatnsnotkun á mörgum svæðum Evrópu ekki sjálfbær. Í skýrslunni eru lagðar til nýjar aðferðir til að stýra vatnsnýtingu.
-
ESB hefur ekki tekist að draga úr losun frá samgöngutækjum: Þörf er á verulegum úrbótum og skýrum markmiðum — 18 Feb 2008
- Flutningsgeirinn í ESB þarf að að leggja sitt að mörkum og beita hörðum aðgerðum til þess svo Evrópa geti náð markmiðum sínum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin var út af Umhverfisstofnun Evrópu.
-
Ráðherrar verða að taka saman höndum til að tryggja farsæla lausn á umhverfismálum Evrópu — 28 Sep 2007
- Stefnumörkun í umhverfismálum í Evrópu er mjög víða ábótavant vegna gloppóttra upplýsinga og handahófskenndra aðgerða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sem kom út í dag.
-
Losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópusambandslöndum minnkar á árinu 2005 — 10 Aug 2007
- Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem leiða til loftslagsbreytinga minnkaði árin 2004 og 2005 samkvæmt árlegri skýrslu Evrópusambandsins um GHL-magn sem unnin var af Umhverfisstofnun Evrópu (UE) í Kaupmannahöfn.
-
Samgöngur og flutningar – aftur neðst á Kyoto listanum — 22 Feb 2007
- Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og flutningum heldur áfram að vera helsti þrándur í götu þess að takast megi að ná loftlagsmarkmiðum Kyoto bókunarinnar (sem þó ætti að vera hægt), samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sem kemur út í Kaupmannahöfn í dag.
-
Borgir í Evrópu þenjast út – umhverfið er í hættu en íbúarnir ugga ekki að sér — 22 Nov 2006
- Stefna ESB verður að tryggja að vinna við borgarskipulag skili árangri
-
Nýtt kerfi á netinu til að fylgjast með mengun Notendur geta kannað ósonþéttni hvar sem er í Evrópu — 18 Jul 2006
- Óson við jörðu er eitt af verstu umhverfisvandamálum Evrópu. Upplýsingar frá meira en 500 eftirlitsstöðvum fyrir loftgæði berast til EEA í Kaupmannahöfn á klukkustundarfresti og eru birtar á rauntíma (næstum því) á hinum nýja vef.
-
Hætta á óbætanlegum skemmdum á strandsvæðum Evrópu — 03 Jul 2006
- Hinum einstæðu strandsvæðum Evrópu stendur vaxandi ógn af sínum eigin vinsældum, að því er segir í nýrri skýrslu frá Umhverfisstofnun Evrópu, (EEA) sem kemur út í dag.
-
Loftslagsbreytingar eru versta umhverfisógnin Evrópubúar óttast um sinn hag — 29 Nov 2005
- Stjórnmálamenn, fyrirtæki og einstaklingar verða að bregðast strax við yfirvofandi umhverfisógnum eða borga mikið seinna
-
Ókeypis tölvuleikur á 26 tungumálum — 25 Aug 2005
- Unnendur tölvuleikja hvar sem er í Evrópu geta nú farið í tölvuleik og lært samtímis nýja hluti um umhverfið. EEA, þ.e. Umhverfisstofnun Evrópu í Kaupmannahöfn hefur látið útbúa Honoloko leikinn á 26 tungumálum. Leikurinn er aðgengilegur á netinu og er öllum frjáls.
-
EEA afhjúpar fyrsta stafræna kortið af breyttri ásýnd Evrópu — 17 Nov 2004
- Fyrsta stafræna kortið af hinum fjölmörgu breytingum sem orðið hafa á landslagi Evrópu frá 1990 var afhjúpað í dag. Hér eftir eiga stefnumótendur hægara með að sjá hvaða áhrif ákvarðanir þeirra á sviði landbúnaðar og samgangna, og reyndar einnig á fleiri sviðum, hafa á takmarkaðar auðlindir landanna og á umhverfið almennt.
-
Framförum í umhverfismálum Evrópu hætta búin vegna ósjálfbærra efnahagslegra umsvifa — 12 May 2003
- Ástand umhverfismála hefur á ýmsan hátt skánað hvarvetna í Evrópu á undanförnum tíu árum. Nú má hins vegar búast við að hagvöxturinn eyði þessum árangri með öllu því stjórnvöld hafa enn ekki stigið þau skref sem nauðsynleg eru til að rjúfa samband efnahagslegra umsvifa og umhverfisspjalla.
-
Signals 2002 — 23 May 2002
-
Nýjustu umhverfisvísbendingar sýna vel á hvað þarf að leggja áherslu við almenna stefnumörkun í Evrópu — 29 May 2001
- Almenn stefnumörkun fyrir umhverfismál verður að tryggja betur en nú er, að eitthvað vinnist í baráttunni gegn umhverfisálagi af völdum síaukinnar framleiðslu og neyslu í Evrópu, því annars nást ekki þau markmið sem sett hafa verið í sambandi við umhverfisvernd og sjálfbæra þróun.
Permalinks
- Permalink to this version
- a9688863df1facc2c6f2dcf219fde80f
- Permalink to latest version
- 67F9I4TZN2
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/all-press-releases or scan the QR code.
PDF generated on 01 Feb 2023, 01:31 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum