næsta
fyrri
atriði

Press Release

Umferðarmengun er enn skaðleg heilsu manna víða í Evrópu

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 26 Nov 2012 Síðast breytt 03 Jun 2016
Photo: © Seb Piedoux
Samgöngur í Evrópu bera ábyrgð á loftmengunarefnum í skaðlegu magni og fjórðungi losunar gróðurhúsalofttegunda í ESB. Taka má á mörgum þeirra umhverfisvandamála sem hljótast af samgöngum með auknum aðgerðum til að uppfylla ný markmið ESB, samkvæmt nýjustu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA).

Eitt hinna stóru viðfangs­efna 21. aldarinnar verður að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna – gróðurhúsa­lofttegundum, loftmengun og hávaða – en tryggja um leið jákvæðar hliðar hreyfanleika.

Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu

Í ársskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu í samræmi við skýrslugjafarkerfið fyrir samgöngur og umhverfismál (TERM) eru umhverfisáhrif samgangna um alla Evrópu metin. Nokkrar framfarir hafa átt sér stað þó þær megi að hluta rekja til samdráttar hagkerfisins. Eftir því sem efnahagsumhverfið fer batnandi ættu hin nýju samgöngumarkmið ESB að beina kröftunum til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum, segir í skýrslunni.

Þó loftmengun hafi minnkað á síðustu tveimur áratugum er hún enn mikið vandamál á mörgum svæðum. Með „Evrópustöðlum“ fyrir ökutæki hefur ekki tekist að draga úr raunverulegri NO2-losun til þess magns sem lög leyfa þó þeir hafi komið því til leiðar að loftgæði hafa batnað mikið í heildina.

Vaxandi vöruflutningar valda einnig slæmum loftgæðum. Vöruflutningar voru ein helsta orsök hás styrks NO2. Auknir flutningar á síðustu tveimur áratugum hafa einnig leitt til þess að losun brennisteinssýrings sem veldur súru regni hefur einungis minnkað um 14% frá árinu 1990 þrátt fyrir stöðugt aukna sparneytni.

Jacqueline McGlade framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði: „Eitt hinna stóru viðfangs­efna 21. aldarinnar verður að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna – gróðurhúsa­lofttegundum, loftmengun og hávaða – en tryggja um leið jákvæðar hliðar hreyfanleika. Evrópa getur tekið forystu með því að efla starf sitt á sviði tæknilegrar nýsköpunar í rafvæddum samgöngum. Slík breyting gæti umbreytt lífinu í borgarkjörnum.“

Aðrir vísar og niðurstöður

  • Fólk sem býr nálægt umferðarþungum vegum um alla Evrópu verður enn fyrir óhóflegri loftmengun í sérstaklega miklum mæli. Skaðlegur niturtvísýringur (NO2) í styrk yfir löglegum mörkum skráðist hjá 44% lofteftirlitsstöðva  við vegi árið 2010. Styrkur svifryks (PM10) fór yfir mörk hjá 33% þessara stöðva. Þessi mengunarefni geta haft áhrif á hjarta og æðakerfi, lungu, lifur, milta og blóð.
  • Evrópumenn þurfa að draga enn frekar úr orkunotkun samgangna enda var hún aðeins 4,3% minni árið 2011 en hámarksgildið árið 2007. Hagsveiflur hafa haft mikil áhrif á orkunotkun á sumum sviðum samgangna á síðustu árum. Eftirspurn eftir vöruflutningum er sérstaklega næm fyrir hagsveiflum. Eftir snarpa lækkun milli áranna 2008 og 2009 óx hún um 5,4% árið 2010.
  • Eftirspurn eftir farþegaflutningum minnkaði um tæplega 1% frá 2009 til 2010. Þetta virðist ganga gegn langtímaleitni þar eð eftirspurn eftir farþegaflutningum hefur aukist jafnt og þétt um allt ESB frá því byrjað var að skrá hana um miðjan 10. áratuginn. Einkabílanotkun hefur haldist nokkuð stöðug, segir í skýrslunni, þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu og miklar eldsneytisverðsveiflur á síðasta áratug.
  • Í sumum tilfellum getur verð haft áhrif á fólk í þá átt að taka ákvarðanir sem eru skaðlegar umhverfinu. Bílakaup hafa orðið stöðugt ódýrari að raunvirði frá því um miðjan 10. áratuginn, segir í skýrslunni, meðan lestaferðir og farþegaflutningar á vatni hafa orðið dýrari. Engu að síður verða nýir bílar stöðugt sparneytnari. Meðalbíllinn sem seldist árið 2011 var 3,3% sparneytnari en meðalbíllinn sem seldist árið áður.
  • Samgöngugeirinn verður að draga úr losun koltvísýrings um 68% frá árinu 2010 fram til miðrar aldarinnar til að uppfylla markmið ESB. Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum minnkaði um 0,4% milli áranna 2009-2010 og fyrstu vísbendingar sýna svipaða minnkun fyrir árin 2010-2011.
  • Hávaði er önnur afleiðing af samgöngum sem getur valdið alvarlegum heilsufars­vanda­málum. Í skýrslunni kemur fram að í stærstu borgum Evrópu verða þrír af hverjum fimm íbúum fyrir umferðarhávaða í skaðlegum styrk. Jafnvel í sveitum verða 24 milljónir Evrópubúa fyrir skaðlegum umferðarhávaða á næturnar. Þetta getur valdið bæði líkamlegum og sálfræðilegum vandamálum.

Frekari upplýsingar

 

Permalinks

Geographic coverage