All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Á tíu ára afmæli sínu, gefur TERM skýrsla EEA yfirlit yfir áhrif samgangna á umhverfið, og byggir hún á greiningu á 40 vísum sem tengjast opinberum stefnumiðum. Niðurstöður skýrslunnar fyrir tímabilið 1997-2007 gefa blandaða mynd: Nokkrar úrbætur hafa náðst í varðandi loftmengandi efni, en hins vegar er viðvarandi vöxtur í útblæstri gróðurhúsalofttegunda af völdum samgangna alvarlegt áhyggjuefni.
‘Síðustu tíu ár höfum við einbeitt okkur að aðgerðum í því skyni að auðvelda samgöngur, án þess að auknum hagvexti fylgi óhjákvæmilega aukinn útblástur frá samgöngum. Í dag sjáum við að hinar umfangsmiklu fjárfestingar í uppbyggingu samgöngumannvirkja hafa gert okkur kleift að ferðast lengra til að fullnægja daglegum þörfum okkar, en þær hafa ekki dregið úr þeim tíma sem við verðum fyrir áhrifum hávaða, umferðateppu og loftmengunar,’ sagði Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.
‘Í framtíðinni þurfum við að ekki aðeins að beina sjónum okkar að samgöngumáta fólks, heldur einnig að því af hvaða ástæðum fólk velur að ferðast, vegna þess að góðar samgöngur eru á endanum óumflýjanlega tengdar lífsgæðum okkar.’
Samgöngur, þar með talin alþjóðaflug og siglingar, orska um það bil fjórðung heildarútblásturs gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Ólíkt sumum atvinnugeirum halda áhrif samgangna á umhverfið áfram að vera mjög tengd hagvexti.
Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu ‘Towards a resource-efficient transport system’ er úgáfa þessa árs í Tilkynningarkerfi samgöngu- og umhverfismála Umhverfisstofnunnar Evrópu (TERM). Tilkynningakerfið TERM vaktar hvort viðleitni til þess að samþætta samgöngu- og umhverfisáætlanir sé að skila árangri.
"TERM" hefur gefið út skýrslur frá því á árinu 2000 og þær varpa ljósi á þætti sem geta verið mikilvægir við stefnumótun í Evrópusambandinu. Skýrslan á að ná til allra aðildarríkja EES.
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.
Aðildarríki EES: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:
Fr. Gülçin Karadeniz, Fjölmiðlafulltrúi
Sími: +45 3336 7172
Farsími: +45 2368 3653
gulcin.karadeniz@eea.europa.eu
Fr. Iben Stanhardt, Fjölmiðlafulltrúi
Sími: +45 3336 7168
Farsími: +45 2336 1381
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/eru-samgoengur-evropu-ath-vertha or scan the QR code.
PDF generated on 13 Dec 2024, 11:15 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum