Press Release
Eru samgöngur Evrópu að verða umhverfisvænni? Að hluta til.
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Irish Gaelic (ga)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Á tíu ára afmæli sínu, gefur TERM skýrsla EEA yfirlit yfir áhrif samgangna á umhverfið, og byggir hún á greiningu á 40 vísum sem tengjast opinberum stefnumiðum. Niðurstöður skýrslunnar fyrir tímabilið 1997-2007 gefa blandaða mynd: Nokkrar úrbætur hafa náðst í varðandi loftmengandi efni, en hins vegar er viðvarandi vöxtur í útblæstri gróðurhúsalofttegunda af völdum samgangna alvarlegt áhyggjuefni.
‘Síðustu tíu ár höfum við einbeitt okkur að aðgerðum í því skyni að auðvelda samgöngur, án þess að auknum hagvexti fylgi óhjákvæmilega aukinn útblástur frá samgöngum. Í dag sjáum við að hinar umfangsmiklu fjárfestingar í uppbyggingu samgöngumannvirkja hafa gert okkur kleift að ferðast lengra til að fullnægja daglegum þörfum okkar, en þær hafa ekki dregið úr þeim tíma sem við verðum fyrir áhrifum hávaða, umferðateppu og loftmengunar,’ sagði Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.
‘Í framtíðinni þurfum við að ekki aðeins að beina sjónum okkar að samgöngumáta fólks, heldur einnig að því af hvaða ástæðum fólk velur að ferðast, vegna þess að góðar samgöngur eru á endanum óumflýjanlega tengdar lífsgæðum okkar.’
Samgöngur, þar með talin alþjóðaflug og siglingar, orska um það bil fjórðung heildarútblásturs gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Ólíkt sumum atvinnugeirum halda áhrif samgangna á umhverfið áfram að vera mjög tengd hagvexti.
Horfur og niðurstöður
- Vöruflutningar hafa hafa vaxið örlítið hraðar en efnahagurinn. Mest aukning var vega- og loftflutningum inna Evrópusambandslandana 27 (43% og 35%, fyrir hvorn þátt um sig, á árunum 1997 og 2007). Hlutdeild vöruflutninga með járnbrautum og á vatnaleiðum innanlands í heildarfvöruflutningi minnkaði á þessu tímabili.
- Núverandi niðursveifla efnahagslífsins hefur dregið úr mangi vöruflutninga en búist er við að þeir haldi áfram að aukast um leið og efnahagurinn byrjar að vaxa aftur.
- Farþegaflutningar héldu áfram að vaxa en hægar en efnahagurinn. Flugsamgöngur innan Evrópusambandsins voru áfram sá samgöngumáti sem óx hraðast eða um 48% á milli 1997 og 2007. Bílferðalög voru áfram sá ferðamáti sem var mest ríkjandi en þau voru 72% af kílómetrum á farþega í Evrópusambandslöndunum 27.
- Í EES löndum, jókst útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna (að alþjóðaflugi og siglingum undanskildum) um 28% á milli 1990 og 2007 og eru nú um það bil 19% af heildarútblæstri.
- Þrátt fyrir nýlega minnkun í útblæstri mengunarvalda, voru vegaflutningar stærsta uppspretta nituroxíðs og næststærsti orsakaþáttur mengandi svifryks árið 2007.
- Á meðal 32 EES-landa, eru aðeins Þýskaland og Svíþjóð á réttri leið með að ná leiðbeinandi markmiðum sem löndin hafa stefnt að í notkun á lífrænu eldsneyti.
- Vegaumferð er áfram langsamlega stærsta uppspretta váhrifa af völdum hávaða vegna samgangna. Þess er vænst að fjöldi fólks sem verður fyrir skaðlegum hávaða, sérstaklega að næturlagi, aukist nema að brugðist verði við, stefna til að draga úr hávaða verði mótuð og henni hrundið í framkvæmd að fullu.
Athugasemdir til ritstjóra
Bakgrunnur skýrslunnar
Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu ‘Towards a resource-efficient transport system’ er úgáfa þessa árs í Tilkynningarkerfi samgöngu- og umhverfismála Umhverfisstofnunnar Evrópu (TERM). Tilkynningakerfið TERM vaktar hvort viðleitni til þess að samþætta samgöngu- og umhverfisáætlanir sé að skila árangri.
"TERM" hefur gefið út skýrslur frá því á árinu 2000 og þær varpa ljósi á þætti sem geta verið mikilvægir við stefnumótun í Evrópusambandinu. Skýrslan á að ná til allra aðildarríkja EES.
Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.
Aðildarríki EES: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Frekari upplýsingar
Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:
Fr. Gülçin Karadeniz, Fjölmiðlafulltrúi
Sími: +45 3336 7172
Farsími: +45 2368 3653
gulcin.karadeniz@eea.europa.eu
Fr. Iben Stanhardt, Fjölmiðlafulltrúi
Sími: +45 3336 7168
Farsími: +45 2336 1381
Permalinks
- Permalink to this version
- 4586a8544979d4cfb7cc9fc2d5f93159
- Permalink to latest version
- PEY7QUB2A5
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/eru-samgoengur-evropu-ath-vertha or scan the QR code.
PDF generated on 01 Feb 2023, 10:48 AM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum