næsta
fyrri
atriði

Press Release

Þurrkar og ofnotkun vatns í Evrópu

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 04 Mar 2009 Síðast breytt 08 May 2017
Golfvellir, bækur, olívuolía, bólusetningar og allar vörur og þjónusta sem við reiðum okkur á sem og margt af því sem við tökum okkur fyrir hendur á hverjum degi byggir á mikilvægri auðlind: Vatni. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu er vatnsnotkun á mörgum svæðum Evrópu ekki sjálfbær. Í skýrslunni eru lagðar til nýjar aðferðir til að stýra vatnsnýtingu.

Við lifum um efni fram þegar vatn er annars vegar. Skammtíma lausnir á vatnsskorti hafa verið að ganga sífellt meira á það yfirborðs- og grunnvatn sem við búum að. Ofnýting er ekki sjálfbær. Hún hefur mikil áhrif á gæði og magn þess vatns sem eftir stendur, og einnig á þau vistkerfi sem háð eru vatninu. Við verðum að draga úr eftirspurn, lágmarka það magn vatns sem við notum og nýta vatn með skilvirkari hætti.

Jacqueline McGlade prófessor, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu

Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu „Vatnsauðlindir í Evrópu – vandinn sem stafar af vatnsskorti og þurrki” er bent á það að samtímis því að vatnsskortur er aðallega vandamál í  suðurhluta Evrópu þá er álag vegna vatnsnýtingar einnig að aukast í Norðurhluta álfunnar. Loftslagsbreytingar munu einnig valda alvarlegri og tíðari þurrkum í framtíðinni, þannig að álag vegna vatnsnýtingar mun aukast enn frekar, einkum yfir sumarmánuðina.

„Við lifum um efni fram þegar vatn er annars vegar. Skammtíma lausnir á vatnsskorti hafa verið að ganga sífellt meira á það yfirborðs- og grunnvatn sem við búum að.  Ofnýting er ekki sjálfbær. Hún hefur mikil áhrif á gæði og magn þess vatns sem eftir stendur, og einnig á þau vistkerfi sem háð eru vatninu,” segir Jacqueline McGlade prófessor, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu. „Við verðum að draga úr eftirspurn, lágmarka það magn vatns sem við notum og nýta vatn með skilvirkari hætti.”

Helstu niðurstöður og tilmæli

Draga þarf úr aukinni vatnstöku með því að  draga úr eftirspurn eftir vatni með stefnumarkandi aðgerðum og skilvirkari notkun:

  • Það ætti að verðleggja vatnsnotkun óháð atvnnugreinum, og er landbúnaður ekki undanskilinn.

  • Ríkisstjórnir ættu að ættu að gera aðgerðaáætlanir til að takast á við þurrka, og leggja áherslu á áhættustjórnun frekar en áfallastjórnun.

  • Rétt er að forðast vatnsfrekar tegundir plantna við ræktun til framleiðslu á lífrænni orkuá svæðum þar sem vatn er af skornum skammti.

  • Unnt er að gera vatnsnotkun skilvirkari með því að vanda valið á nytjaplöntum og aðferðum til áveitu samhliða uppfræðslu til  bænda um hvernig best er að standa að verki.  Styrkstarsjóðir innan einstakra aðildarlanda og auk sjóða Evrópusambandsins, þ.m.t. innan sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, geta gegnt mikilvægu hlutverki við að stuðla að skilvirkri og sjálfbærri vatnsnotkun í landbúnaði.

  • Til að sjálfbær vatnsnýting verði að veruleika er nauðsynlegt að  ráðast í aðgerðir  til að auka vitund almennings, t.d. merkingu og vottun lífrænna afurða, og fella uppfræðslu í kennsluætlanir í skólum.

  • Taka verður á leka í almenningsvatnsveitum. Á sumum svæðum Evrópu getur vatnstap vegna leka numið meira en 40% af heildarmagni.

  • Sumstaðar í Evrópu er stunduð víðæk ólögleg vatnstaka og tengist hún oft landbúnaði. Koma verður á viðeigandi eftirtliti og beita þarf sektum eða öðrum refsingum til að takast á við slíkt.

  • Yfirvöld ættu að hvetja til aukinnar nýtingar vatns af öðrum uppruna, t.d. á hreinsuðu skólpi, bað- og þvottavatni, og uppsöfnuðu regnvatni, til að hjálpa til við að draga úr álagi á vatn.

Yfirlit yfir vatnsnotkun í Evrópu

Í Evrópu allri fara 44% af vatni sem nýtt er til orkuframleiðslu, 24% til landbúnaðar, 21% til almenningsvatnsveitna og 11% til iðnaðar. Í þessum tölum kemur þó ekki fram hinn umtalsverði svæðisbundni munur á vatnsnotkun atvinnugreina í álfunni. Til dæmis eru 60% af allri vatnstöku í suðurhluta Evrópu vegna landbúnaðar, og á sumum svæðum er þetta hlutfall allt að 80%.

Yfirborðsvatn, úr stöðuvötnum og ám, er uppspretta 81% alls ferskvatns sem nýtt er í Evrópu í heild og þaðan kemur stærsti hluti þess vatns sem notað er í iðnaði, orkuframleiðslu og landbúnaði. Almenningsvatnsveitur reiða sig aftur á móti mest á grunnvatn, þar sem gæði þess eru yfirleitt meiri. Nærri því allt vatn sem notað er til orkuframleiðslu er veitt aftur til vatnslóna, en það sama gildir ekki um mestallt það vatn sem tekið er til notkunar í landbúnaði.

Afsöltun er einn valkostur við vatnsvinnslu og hefur færst mikið í aukana, einkum á þeim svæðum í Evrópu þar sem vatnsálag er mikið. Þegar meta á heildaráhrif hennar á umhverfið verður þó að taka tillit til þess að afsöltun er orkufrekt ferli sem skilur eftir sig pækil.

Athugasemdir til ritstjóra

Skýrslu þessa má nálgast á http://www.eea.europa.eu/publications/water-resources-across-europe

Skýrslan verður kynnt blaðamönnum á 5. málþinginu um vatnsbirgðir veraldar í Istanbul í Tyrklandi: http://worldwaterforum5.org/

Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)

EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.

Frekari upplýsingar:

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum skal beina til:

Fr. Gülçin Karadeniz,

Blaðafulltrúi

gulcin.karadeniz at eea.europa.eu

Farsími: +45 23 68 36 53

Related content

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir