næsta
fyrri
atriði

Press Release

Losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópusambandslöndum minnkar á árinu 2005

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 10 Aug 2007 Síðast breytt 03 Jun 2016
Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem leiða til loftslagsbreytinga minnkaði árin 2004 og 2005 samkvæmt árlegri skýrslu Evrópusambandsins um GHL-magn sem unnin var af Umhverfisstofnun Evrópu (UE) í Kaupmannahöfn.

Skýrslan, „Annual European Community Greenhouse gas inventory 1990þ2005 and inventory report 2007“, var send til skrifstofu rammaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) sem opinbert framlag Evrópubandalagsins. UE sendi frá sér meginbráðabirgðaniðurstöður skýrslunnar í maí 2007 vegna almenns og stjórnmálalegs áhuga á loftslagsbreytingum. Lokaútgáfa þessarar skýrslu var send til UNFCCC þann 27. maí 2007.

Aðalatriði lokaskýrslunnar eru:

  • ESB-15: Losun GHL minnkaði um 0,8% (samsvarandi 35,2 milljónum tonna af CO2) milli 2004 og 2005 - aðallega vegna minnkunar CO2-losunar um 0,7% (26 milljónum tonna).
  • ESB-15: Losun GHL minnkaði um 2,0% árið 2005 samanborið við grunnár[1] í Kýótó-bókuninni.
  • ESB-15: Losun GHL minnkaði um 1,5% frá árinu 1990 til 2005
  • ESB-27: Losun GHL minnkaði um 0,7% (samsvarandi 37,9 milljónum tonna af CO2 ) milli áranna 2004 og 2005
  • ESB-27: Losun GHL minnkaði um 7,9% í samanburði við magn ársins 1990

Í hvaða ESB-15 löndum kemur mesta minnkun losunar GHL fram?

Þýskaland, Finnland og Holland áttu stærstan skerf í ESB-15 heildar-minnkuninni (sjá töfluna í athugasemdum til ritstjórans). Minnkun CO2-losunar stýrði heildarminnkun gróðurhúsalofttegunda þessara landa.

  • Þýskaland dró úr losun um 2,3% eða samsvarandi 23,5 milljónum tonna CO2 ; breyting frá notkun kola yfir í notkun á gasi við framleiðslu rafmagns og hita í opinberum geira var ein aðalástæða minnkunarinnar. Að auki dró verulega úr losun frá ökutækjum, heimilisrekstri og þjónustu.
  • Finnland dró úr losun um 14,6% eða samsvarandi 11,9 milljónum tonna CO2 ; minnkun losunar mátti aðallega rekja til verulegs samdráttar í notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu á rafmagni og hita í opinberum geira vegna innflutnings á rafmagni. Einkum minnkaði kolanotkun.
  • Holland dró úr losun um 2,9% eða samsvarandi 6,3 milljónum tonna CO2 ; minni notkun var á jarðefnaeldsneyti til framleiðslu raforku og hita í opinberum geira. Heimilis- og þjónustugeirinn notaði minna eldsneyti vegna hlýrri vetrar.

Önnur ESB-15 lönd sem minnkuðu losun milli áranna 2004 og 2005 eru: Belgía, Danmörk, Frakkland, Lúxemborg, Svíþjóð og Bretland.


[1] Grunnár mælinga flestra gróðurhúsalofttegunda hjá Evrópusambandslöndunum 15 samkvæmt Kýótó-bókuninni er 1990 en nær öll aðildarríki nota árið 1995 sem grunnár flúorlofts eða “F-lofts”.

Hvaða geirar bera fyrst og fremst ábyrgð á minnkun GHL?

Aðalgeirarnir sem stuðla að minnkun heildarlosunar frá 2004 til 2005 í ESB-15 löndunum rafmagns- og hitaframleiðsla í opinberum geira, heimilisrekstur og þjónusta, og vegasamgöngur.

CO2-losun vegna rafmagns- og hitaframleiðslu í opinberum geira minnkaði um 0,9% (-9,6 milljónir tonna) sem stafar aðallega af minni þörf fyrir að nota kol.

CO2-losun vegna heimila og þjónustu minnkaði um 1,7% (7,0 milljónir tonna). Mikilvæg minnkun losunar vegna heimila og þjónustu átti sér stað í Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi. Ein aðalástæðan fyrir þeirri minnkun var hlýrra veðurfar (mildari vetur) samanborið við árið á undan.

CO2-losun vegna vegasamgangna minnkaði um 0,8% (6 milljónir tonna). Þetta má að mestu leyti rekja til Þýskalands og er vegna aukinnar notkunar dísilknúinna bíla, áhrifa umhverfisskatts og eldsneytis sem keypt var utan Þýskalands (ferðamannaeldsneyti).

Í hvaða ESB-15 löndum hefur átt sér stað mest losunaraukning á GHL?

Spánn jók heildarlosun gróðurhúsalofttegunda mest frá 2004 og 2005 (sjá töfluna í athugasemdum til ritstjórans).

Á Spáni varð aukning á losun gróðurhúsalofttegunda um 3,6%, eða samsvarandi 15,4 milljónum tonna af CO2, aðallega vegna hita- og rafmagnsframleiðslu í opinberum geira. Ástæðan er aukning rafmagnsframleiðslu frá jarðefnavarmarafstöðvum (17%) og minnkun á framleiðslu rafmagns í vatnsaflsstöðvum (-33%).

Önnur ESB-15 lönd þar sem losunaraukning varð árin 2004 og 2005 eru: Austurríki, Grikkland, Írland, Ítalía og Portúgal.

GHL-gagnasafn Umhverfisstofnunar Evrópu

GHL-gagnasafn Umhverfisstofnunar Evrópu er gagnvirkt tæki sem veitir aðgengilegan vefaðgang að aðalgögnum sem finna má í stöðuskýrslu Evrópubandalagsins um gróðurhúsalofttegundir. GHL-gagnasafnið gerir notandanum kleift að skoða og rannsaka losunartilhneigingu í aðal- og undirgeirum. Einnig auðveldar það samanburð milli losunar einstakra landa og geira. Að auki gerir GHL-gagnasafnið myndvinnslu mögulega sem og niðurhal skráa með aðal losunartölum.

EEA GHG Data Viewer

Athugasemdir til ritstjórans:

Hvað er árlega GHL-stöðuskýrslan?

Þessi skýrsla er opinbert framlag Evrópubandalagsins til UNFCCC um gróðurhúsaefnalosun innanlands fyrir tímabilið 1990 – 2005. Innanlands í þessu sambandi vísar til losunar innan svæðis Evrópusambandsins. Í henni eru upplýsingar um GHL-losun ESB-15 og ESB-27. Hún skýrir einnig nákvæmlega aðferðina sem beitt er til að ákvarða losun í Evrópusambandslöndunum og framkvæma gæðaprófun.

UE ber árlega ábyrgð á gerð og útgáfu þessarar skýrslu og notast við upplýsingar frá ríkisstjórnum einstakra ríkja með tilliti til GHL-eftirlitsáætlunar Evrópubandalagsins.

Hvernig falla upplýsingarnar í skýrslunni að skiptiáætlun Evrópusambandsins varðandi losun?

Á árinu 2005 náði skiptiáætlun Evrópusambandsins varðandi losun (SEL) til u.þ.b. 47% heildar-CO2-losunar og u.þ.b. 39% heildarlosunar gróðurhúsalofts hjá ESB-15. SEL náði til u.þ.b.49% heildar-CO2-losunar og 41 % heildarlosunar gróðurhúsalofts hjá ESB-25. Á heildina litið hafa SEL-upplýsingar verið notaðar af aðildarríkjum Evrópusambandsins sem innlegg til útreiknings á heildar-CO2-losun vegna orku- og iðnaðarframkvæmdageiranna í þessari skýrslu. Engu að síður eru ítarlegar niðurstöður á framlagi SEL til heildar-CO2-losunar í einstökum geirum og undirgeirum hvorki til fyrir ESB-15 né ESB-25.

Hver er þýðing þessarar skýrslu í sambandi við Kýótó-bókunina?

ESB-15 ríkin hafa það sameiginlega markmið samkvæmt Kýótó-bókuninni að draga úr losun heildargróðurhúsalofttegunda um 8% miðað við grunnárið. ESB-27 ríkin hafa ekki sameiginlegt Kýótó-markmið. Opinber skýrslugjöf um losun, sem tryggir að farið sé eftir Kýótó-bókuninni, hefst ekki fyrr en 2010 – þegar tilkynnt verður um losun fyrir árið 2008.
Þangað til er þessi skýrsla sú sem mestu máli skiptir fyrir Evrópusambandið og er áreiðanlegust hvað varðar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda. Unnt er að nota hana til að rekja frammistöðu Evrópusambandsins varðandi minnkun losunar gróðurhúsalofts (þ.e. innan svæðis þess) í átt að Kýótó-markmiðunum. Aðilum Kýótó-bókunarinnar er leyft að nota kolefnisbindingu auk svokallaðra „sveigjanlegra aðferða“ til að minnka losun gróðurhúsaáhrifa frekar utan ríkjasvæða sinna - sem viðbót við minnkun heima fyrir.
Þess vegna eru aðgerðir heima fyrir grundvallaraðferðir til að mæta Kýótó-markmiðunum. Þessi stöðuskýrsla bendir til að losun GHL innan ríkja hafi minnkað um u.þ.b. 2,0% samanborið við grunnár Kýótó-bókunarinnar.

Tafla 1: Losun gróðurhúsalofttegunda samsvarandi CO2 (að frátaldri kolefnisbindingu) og Kýótó-bókunarmarkmið fyrir árin 2008–12

Table 1 IS

(1) Hjá ESB-15 er grunnár vegna CO2, CH4 og N2O 1990; 12 aðildarríki hafa valið árið 1995 sem grunnár fyrir flúorloft, en Austurríki, Frakkland og Ítalía hafa aftur á móti valið 1990. Þar sem ESB-15 skýrslan er samtala skýrslna aðildarríkjanna , eru grunnársáætlanir ESB-15 fyrir flúorloftslosun samtala losunar árið 1995 fyrir 12 aðildarríki og losunar árið 1990 fyrir Austurríki, Frakkland og Ítalíu. Grunnárslosun ESB-15 inniheldur einnig losun vegna minnkunar skóglendis í Hollandi, Portúgal og Bretlandi („Upphafsskýrsla Evrópubandalagsins samkvæmt Kýótó-bókuninni“ (UE, 2006)).

(2) Malta skilaði ekki inn GHL-losunaráætlun fyrir árið 2005, þess vegna byggjast tölurnar í þessari töflu á eyðufyllingu (sjá kafla 1.8.2.).

(3) ESB-27 eru ekki með sameiginlegt Kýótó-bókunarmarkmið

Ath: Malta og Kýpur hafa ekki einstaklingsbundin Kýótó-markmið.

Hvað er ESB-27?

ESB-27: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Pólland, Portúgal, Rúmanía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Bretland.

Hvað er ESB-15?

ESB-15: Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Bretland

Krækjur:

Til að skoða skýrsluna í heild sinni, sjá:skýrsla

Fyrir algengar spurningar um GHL-stöðuskýrslu, sjá: algengar spurningar

Til að nálgast GHL-gögn, sjá: GHL-gagnasafn Umhverfisstofnunar Evrópu:

Permalinks

Skjalaaðgerðir