næsta
fyrri
atriði

News

Nýjasta matið sýnir að náttúran í Evrópu er í alvarlegri, áframhaldandi hnignun

Breyta tungumáli
News Útgefið 19 Oct 2020 Síðast breytt 10 Feb 2023
6 min read
Photo: © Vladimir Tadic, REDISCOVER Nature /EEA
Ósjálfbær búskapur og skógrækt, útbreiðsla þéttbýlis og mengun eru mesti skaðvaldurinn þegar kemur að því að meta gífurlegan samdrátt í líffræðilegum fjölbreytileika í Evrópu og ógnar framtíð þúsunda dýrategunda og búsvæða. Ennfremur hafa mörg aðildarríkjanna Evrópusambandsins (ESB) ekki enn tekið tilskipanir um náttúruvernd og önnur umhverfislög í framkvæmd . Flest vernduð búsvæði og líftegundir eru ekki í ákjósanlegri friðunarstöðu og margt verður að gera til að snúa ástandinu við, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency - EEA), sem birt var í dag undir heitinu „Ástand náttúrunnar í ESB“.

Mat okkar sýnir að til að vernda náttúruna í Evrópu og líðan fólks þarf grundvallarbreytingar á því hvernig við framleiðum matvæli og neytum þeirra, stjórnum og nýtum skóga og byggjum borgir. Þessi viðleitni þarf að vera tengd við betri útfærslu og framfylgd verndarstefnu, með áherslu á endurreisn náttúrunnar og sífellt metnaðarfyllri loftslagsaðgerðir, sérstaklega í samgöngu- og orkugeiranum.

Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA

Meirihluti verndaðra tegunda innan Evrópusambandsins, svo sem Saker-fálkinn og Dónár-laxinn, sem og búsvæði frá graslendi til sandöldusvæða um alla Evrópu, standa frammi fyrir óvissri framtíð, nema meira sé gert núna strax til að snúa ástandinu við, samkvæmt skýrslu EEA “State of nature in the EU — Results from reporting under the nature directives 2013-2018 ”. EEA-skýrslan er gefin út samhliða Náttúruáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þar er greint frá þeim árangri sem náðst hefur varðandi markmið náttúrulöggjafar ESB. 

Skýrsla EEA sýnir jákvæða þróun í verndunarviðleitni. Samkvæmt Natura 2000 netinu hefur bæði fjöldi og stærð verndaðra svæða aukist á síðustu 6 árum og ESB náði heimsmarkmiðunum með því að vernda um 18% af landsvæði sínu og næstum 10% hafsvæðisins.

Þetta mat á náttúruástandinu er umfangsmesta heilbrigðiseftirlit á náttúrunni sem fram hefur farið í ESB.

Virginijus Sinkevičius, framkvæmdastjóri umhverfismála, hafsins og fiskveiða

Samt sem áður eru heildarframfarir ekki nægar til að ná markmiðum í stefnu ESB um líffræðilegan fjölbreytileika til ársins 2020. Flest vernduð búsvæði og líftegundir hafa annaðhvort ófullnægjandi eða slæma verndarstöðu og fjöldi þeirra halda áfram að hnigna, samkvæmt mati EEA. Af þeim þremur meginhópum sem rannsakaðir voru, eru búsvæði og fuglar sérstaklega illa stödd meðan sá hópur sem ekki eru fuglar náði næstum því markmiði sínu.

Virginijus Sinkevičius, umboðsmaður umhverfismála, hafsins og fiskveiða, sagði: „Þetta mat á stöðu náttúrunnar er umfangsmesta heilsufarsskoðun á náttúrunni sem fram hefur farið í ESB. Það sýnir mjög skýrt að við erum enn að tapa lífsnauðsynlegu lífsstuðningskerfi okkar. Allt að 81% búsvæðis á vettvangi ESB er í slæmu ástandi, þar sem mýrlendi, graslendi og sandöldusvæð versna mest. Við verðum umsvifalaust að standa við skuldbindingarnar í nýrri líffræðilegri fjölbreytniáætlun ESB til að snúa þessari hnignun við í þágu náttúru, fólks, loftslags og efnahagslífs.“

 „Mat okkar sýnir að til að vernda náttúru Evrópu og líðan fólks, þarf grundvallarbreytingar varðandi það hvernig við framleiðum og neytum matar, stjórnum og nýtum skóga og byggjum borgir. Þessi viðleitni þarf að vera í tengslum við betri framkvæmd og framfylgd verndarstefnu, áherslu á endurreisn náttúrunnar og sífellt metnaðarfyllri loftslagsaðgerðir, sérstaklega í samgöngu- og orkugeiranum, “sagði Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA.

Helstu ógnanir við náttúruna

Mikill landbúnaður, þétting þéttbýlis og ósjálfbær skógræktarstarfsemi eru helstu ógnir fyrir búsvæði og líftegundir, segir í skýrslu EEA. Mengun lofts, vatns og jarðvegs hefur einnig áhrif á búsvæði, sem og áframhaldandi ofnýting dýra, en þeim fækkar stöðugt vegna ólöglegrar uppskeru og óviðunandi skotveiðum og fiskveiðum.

Við þessar ógnir bætast breytingar á ám og vötnum, svo sem stíflur og vatnstökur, sem og ágengni framandi tegunda og loftslagsbreytingar. Brotthvarf frá landbúnaðarlandi stuðlar að áframhaldandi hnignun hálfnáttúrulegra búsvæða, eins og graslendis og líftegunda þessara svæða, eins og fiðrilda og ræktunarlandsfugla.

Horfur

Skýrslan bendir á jákvæða þróun, og þá aðallega á landsvísu sem og á svæðisbundnum mælikvarða. Fjöldi líftegunda og búsvæða hefur sýnt merki um framfarir, svo sem evrópski froskurinn í Svíþjóð, strandlón í Frakklandi og gammurinn á svæðum ESB. Natura 2000 netið sýnir jákvæð áhrif fyrir margar tegundir og búsvæði. Til dæmis hafa búsvæði á ströndum og sandöldusvæðum, sem falla betur undir Natura 2000 áætlunina, mun betri verndarstöðu heldur en búsvæði sem fá minni eða næstum enga vernd.

Hvað varaðar stefnumótun er einnig bjart framundan vegna  hinnar nýju stefnu ESB um líffræðilegan fjölbreytileika fyrir árið 2030  og áætluninni „Frá bóndanum á borðið“, en hvort tveggja eru þetta meginþættir í Evrópska græna samningnum. Stefnan varðandi líffræðilega fjölbreytni miðar að því að styrkja og stækka net verndarsvæða, setja upp endurreisnaráætlun og tryggja að vistkerfi séu heilbrigð, standist loftslagsbreytingar, hafi mikla líffræðilega fjölbreytni og skili þeirri þjónustu sem nauðsynleg er fyrir velmegun og velferð borgaranna.

Fyrir utan þessar nýju stefnur er þörf á aukinni viðleitni til að bæta eftirlitsgetu í aðildarríkjunum til að styðja við markmiðin. Eins og stendur vanntar mikið af gögnum, sérstaklega fyrir sjávartegundir og búsvæði. Fleiri gagna er einnig þörf til að meta að fullu hlutverk Natura 2000 netsins. Að lokum verður að bæta verulega framkvæmd löggjafar ESB.

Staða og þróun

  • Um það bil helmingur (47%) af 463 fuglategundum innan ESB er með góða stöðu, sem er 5% minna en á síðasta tímabili 2008-2012. Hlutfall fugla með ófullnægjandi eða slæma stöðu hefur aukist um 7% á síðustu sex árum og er alls orðið 39%.
  • Á landsvísu er um 50% af batnandi þróun aðallega tengd votlendi og sjávarfuglar sem hafa verið skráð á Natura 2000 listann, svo sem ryðöndin eða teistan, eru í betri málum. Ræktunarfuglar, svo sem tranan og svölugleðan, eru meðal þeirra tegunda sem sýna hvað mesta framför. Þetta stafar af aukinni vernd eða endurheimt búsvæða og bættrar þekkingar, betra eftirlits og vitundar.
  • Aðeins 15% vistarsvæða hafa verið metin í góða verndarstöðu og 81% hafa ófullnægjandi eða slæma verndarstöðu á vettvangi ESB. Graslendi, sandöldusvæði og mýrlendi, sem og fenjasvæði og votlendi sýna sterka versnandi þróun á meðan skógar hafa mesta þróun til hins betra. Í samanburði við fyrra skýrslutímabil hefur hlutfall búsvæða með slæma verndarstöðu aukist um 6%.
  • Hafsvæði hafa fengið margskonar mat með óþekktri verndarstöðu sem endurspeglar almennan skort á gögnum um líftegundir.
  • Um fjórðungur tegunda hefur góða verndarstöðu á vettvangi ESB, sem er aukning um 4% samanborið við fyrra skýrslutímabil. Skriðdýr og æðarplöntur, svo sem ítalska veggeðlan, skeifunaðra, loðin akurmáni eða maríuvandarbálkur, hafa góða verndarstöðu í hæsta hlutfalli (35%).

Forsaga

Náttúrutilskipanir ESB — vistkerfis- og fuglatilskipanirnar —  krefjast verndunar fyrir meira en 2000 tegundir og búsvæði víðsvegar um ESB.

EEA matið, sem byggt er á rannsóknargögnum frá aðildarríkjum ESB, er stærsta og umfangsmesta gagnaöflunin og skýrslugerðin sem framkvæmd hefur verið í Evrópu um ástand náttúrunnar. Yfir 220.000 manns (60% þeirra sjálfboðaliða) hafa lagt sitt af mörkum í þessu ferli víðsvegar um ESB.

Gögnin sem hafa verið greind, miða að því að skilgreina árangur og annmarka í náttúruvernd, lykilþrýsting og ógnir sem og að meta stöðu núverandi verndarráðstafana.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage

Skjalaaðgerðir