All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi og heilsufar, Alberto González, loftgæðasérfræðing EEA og Eulalia Peris, hávaðamengunarsérfræðing EEA til að fá frekari upplýsingar um vinnu EEA til að auka þekkingu á þessu mikilvæga sviði.
Við vitum að plastmengun og plastúrgangur er mikið umhverfisvandamál. Undanfarin ár hafa nýjar plastvörur verið kynntar á markaðinn sem sagðar eiga að vera betri fyrir umhverfið. Nýlega samantekt Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EES) metur umhverfisvottunþeirra. Til að fá frekari upplýsingar settumst við niður með Almut Reichel, sérfræðingi í sjálfbærri auðlindanýtingu og úrgangsstjórnun á EEA-svæðinu.
Ársins 2019 verður minnst sem tímamóta varðandi aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum í Evrópu. Milljónir Evrópubúa og fleiri um allan heima hafa tekið þátt í mótmælum og hvatt stjórnvöld að grípa til aðgerða. Gagnreynd vísindamöt, þ.m.t. ástandsskýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um umhverfismál (SOER 2020), leggja áherslu á umfang þeirra áskorana sem framundan eru og knýjandi þörf á að grípa til aðgerða. Þessum kröfum hefur nú verið breytt í stefnuvegvísi. Græna samkomulagið í Evrópu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram er byrjun sem lofar góðu fyrir þann þýðingarmikla áratug sem framundan er.
Fyrr í þessum mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu út skýrsluna „Umhverfismál í Evrópu — ástand og horfur 2020 (SOER 2020)". Niðurstaða skýrslunnar er sú að Evrópa mun ekki ná þeim markmiðum sem hafa verið sett fyrir árið 2030 án áríðandi aðgerða á næstu 10 árum til þess að takast á við hinn ógnvænlega hraða rýrnunar líffræðilegs fjölbreytileika, aukin áhrif loftslagsbreytinga og ofnotkun á náttúruauðlindum. Í henni er einnig að finna nokkrar lykillausnir, sem gætu hjálpað til við að beina Evrópu inn á braut þar sem þessi markmið myndu nást. Við settumst niður með Tobias Lung, samhæfingar- og matssérfræðingi fyrir SOER skýrsluna hjá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA), til að ræða um hlutverk SOER 2020 skýrslunnar.
Hitabylgjur og öfgar í veðri síðasta sumar hafa enn og aftur slegið ný met í Evrópu og ýta undir mikilvægi aðlögunar að loftslagsbreytingum. Við settumst niður með Blaz Kurnik, sérfræðingi í áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim hjá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) til að ræða nýja skýrslu EEA um hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á landbúnað í Evrópu en skýrslan kom út fyrr í þessum mánuði.
Ursula von der Leyen, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sett fram pólitísk forgangsverkefni samstarfshóps hennar næstu fimm ár. Grænt samkomulag í Evrópu, þar sem útlistaðar eru metnaðarfyllri aðgerðir til að takast á við hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika, er kjarninn í áætlun hennar. Evrópsk stefna hefur lengi tekist á við hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar þar sem sumt hefur tekist vel en annað ekki. Með vaxandi ákalli almennings um aðgerðir, býður þetta nýja stefnutímabil — með nýju framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Evrópuþingi — upp á einstakt tækifæri til að hraða grænni og sanngjarnri breytingu í Evrópu.
Plánetan okkar stendur frammi fyrir fordæmalausum áskorunum varðandi umhverfi hennar og loftslag, sem saman ógna velferð okkar. En það er ekki enn of seint að grípa til afgerandi aðgerða. Verkefnið kann að sýnast óárennilegt en við eigum enn þess kost að snúa við hluta af hinni neikvæðu þróun, aðlaga okkur til að draga úr skaða, endurheimta mikilvæg vistkerfi og verja það sem við enn eigum með öflugri hætti en áður. Til að ná fram langtíma sjálfbærni þurfum við að nálgast umhverfið, loftslagið, hagkerfið og samfélagið sem óaðskiljanlega hluta sömu heildar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nýlega tillögur að löggjöf til að efla sjálfbær fjármál í Evrópusambandinu (ESB). Tillögur framkvæmdastjórnarinnar byggja á ráðgjöf hóps háttsettra sérfræðinga um sjálfbær fjármál, sem samsettur var af sérfræðingum úr borgaralegu samfélagi, fjármálageiranum, háskólasamfélaginu og frá Evrópu- og alþjóðastofnunum. Við ræddum við fulltrúa Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í sérfræðihópnum, Andreas Barkmann, sem vinnur við stefnumótandi ráðgjöf um loftslagsbreytingar og orkumál.
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.
Fyrir flesta er hugmyndin um hringrásarhagkerfi fjarlæg eða fjarstæðukennd hugmynd. Á sama tíma og það að „verða grænn“ nýtur vaxandi vinsælda eru margir ekki enn meðvitaðir um að stærri breytingar á lífsháttum okkar þurfa að eiga sér stað svo sjálfbær framtíð og velferð okkar verði tryggð.
Evrópsk landslagsmynd gagna um umhverfismál hefur tekið umtalverðum breytingum á undanförnum fjórum áratugum. Margþætt eðli hnignunar umhverfisins kallar á frekari kerfisgreiningu, og einnig á viðeigandi gögn sem renna stoðum undir slíka greiningu. Á undanförnum árum hefur Umhverfisstofnun Evrópu í auknum mæli framkvæmt greiningar á altækum kerfum. Umhverfisstofnun Evrópu - EEA -mun halda áfram að bera kennsl á málefni sem eru í mótun, og mun hjálpa til við að útvíkka þekkingu Evrópu á umhverfi sínu..
Auðlindanýting okkar er ekki sjálfbær og hún er farin að reyna á þolmörk plánetunnar. Við þurfum að flýta fyrir innleiðingu sjálfbærs og græns hagkerfis með því að hætta að einblína á sorphirðuna og leggja frekar áherslu á visthönnun, nýsköpun og fjárfestingar. Rannsóknir stuðla ekki aðeins að nýsköpun í framleiðslu heldur einnig í mótun viðskiptalíkana og fjáfestingarleiða.
Í ágúst á þessu ári náðu meira en 190 lönd samkomulagi um áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Síðar í þessum mánuði munu þjóðarleiðtogar samþykkja áætlunina ásamt Heimsmarkmiðum hennar í New York. Ólíkt fyrri áætlunum eru Heimsmarkmiðin ætluð bæði þróuðum ríkjum og þróunarríkjum og ná yfir víðara svið en áður. Markmiðin 17 fela í sér atriði er varða m.a. umhverfi, auðlindanýtingu og loftslagsbreytingar.
Áhrifa efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008 gætir enn í hagkerfi Evrópu. Milljónir manna hafa fundið fyrir atvinnuleysi eða launalækkunum. Þegar nýútskrifaðir fá enga vinnu í einum ríkasta heimshlutanum, ættum við þá að vera að tala um umhverfismál? Ný umhverfisaðgerðaáætlun Evrópusambandsins gerir það einmitt, en ekki eingöngu. Hún skilgreinir einnig umhverfismál sem samþættan og óaðskiljanlegan hluta heilbrigðis- og efnahagsmála.
Við lifum í heimi stöðugra breytinga. Hvernig getum við stýrt þeim viðvarandi breytingum þannig að ná megi hnattrænni sjálfbærni árið 2050? Hvernig getum við náð jafnvægi á milli hagkerfis og umhverfis, til skemmri tíma og lengri tíma litið? Svarið liggur í því hvernig við stýrum umskiptaferlinu án þess að festast í ósjálfbærum kerfum.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/policy/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 10 Oct 2024, 06:45 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum