Stefnugögn
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Croatian (hr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Þegar evrópsk umhverfisstefna var upphaflega þróuð miðuðu stefnuúrræði að mestu á einstök umhverfisvandamál. Þar sem ekkert eitt úrræði getur leyst öll vandamál hefur stefnan smám saman orðið almennari til að ná utan um sífellt flóknari umverfis- og heilsufarstengd vandamál. Á meðal úrræða sem beitt er í dag eru:
- hefðbundnar aðgerðir með reglugerðum, stundum nefndar stjórnunar og eftirlitsráðstafanir (til dæmis staðlar um útblástur, bönn við eiturefnum og reglur um landsnotkun);
- markaðstengd stjórntæki (svo sem umhverfisskattur og viðskipti með heimildir fyrir losun gróðurhúsalofttegunda);
- vitundarvakning (til dæmis með merkingum um orkunýtni og kynningarherferðum).
Nýjasta 7. aðgerðaáætlunin í umhverfismálum felur í sér ramma fyrir þessi regluúrræði. Í henni eru sett langtímamarkmið um að „lifa góðu lífi innan þolmarka plánetunnar“.
Að meta hvaða löggjöf er áhrifarík og hvers vegna hún er það
Í dag erum við um það bil miðja vegu frá upphafi umhverfisstefnu ESB snemma á 8. áratugnum og sýn 7. aðgerðaáætlunarinnar um hvernig við getum lifað góðu lífi innan þolmarka plánetunnar árið 2050. Evrópsk umhverfisstefna er viðurkennd sem ein sú traustasta í heimi. Umhverfi okkar liti öðruvísi út án hennar, eins og nýjasta mat Umhverfisstofnunar Evrópu sýnir, „Umhverfismál Evrópu – skýrsla um ástand og horfur 2020“. Samhliða slíku mati má spyrja spurninga á borð við „hvað virkar?“, „hvernig virkar það?“, „hvað kostar það?“, „hvað þarf til að það virki?“ til að bæta umhverfisstefnuna, framkvæmd hennar og hönnun. Stefnumat hjálpar okkur að finna svör við síkum spurningum.
Í mati eru yfirleitt fjögur viðmið notuð. Viðmiðin skoða oft vægi, skilvirkni og gagnsemi stefna auk samræmis, en einnig virðisaukandi áhrif evrópskra, landsbundinna og staðbundinna reglna. Nýlega hefur verið fjallað um mikilvægi þessara viðmiða í rammaáætlun um aðgerðaáætlanir ESB til að bæta reglugerðir, sem einnig nefnist Betri reglugerðir. Ýmsar aðgerðir og verkfæri eru til staðar til að bera umhverfisstefnur saman við þessi viðmið, til dæmis í Evalsed-safni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Framlag EEA til mats á umhverfisstefnum
EEA veitir stefnumarkandi aðilum og almenningi upplýsingar um umhverfismál og tekur þátt í mati á umhverfisstefnum. EEA lagði í upphafi mesta áherslu á að meta skilvirkni stefna (til dæmis með verkefni um umhverfistengd úrræði) en skoðar nú einnig:
- matsaðferðir, til að bæta enn frekar skilning okkar á tengslunum milli reglna og umhverfisbreytinga í Evrópu;
- áhrif reglna á einstaka þætti, eins og hreyfanleika, til að skila betur hvernig reglur geta stuðlað að aukinni sjálfbærni í Evrópu;
- samþætting við Evrópustefnur á öðrum sviðum (svo sem sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna).
Rit EEA um mat á umhverfisstefnum eru fáanleg hér.
Hlekkir
- Gagnagrunnur með mati sem unnir er af eða fyrri hönd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
- Listi OECD yfir lykilhugtök við mat og niðurstöðumiðaða stjórnun
- Climate-Eval, netsamfélag Hnattræna umhverfisbótasjóðsins um vinnubrögð á sviði mats á loftslagsbreytingum og þróunar
- The European Environmental Evaluator’s Network
- Fyrsta aðgerðaáætlunin á sviði umhverfismála
- Sjöunda aðgerðaáætlunin á sviði umhverfismála setur langtímamarkmið um að „lifa góðu lífi innan þolmarka plánetunnar“.
Permalinks
- Permalink to this version
- f5253ac53e91f7788599fa9d54408fd2
- Permalink to latest version
- 8SV2YAC4HF
Geographic coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/policy/intro or scan the QR code.
PDF generated on 18 May 2022, 07:09 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum