All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Landsvæði og jarðvegur Evrópu standa frami fyrir ýmiss konar álagi, svo sem útþenslu borga, mengun frá landbúnaði og iðnaði, jarðvegslokun, landslagsuppbroti, fábreytni í ræktun, jarðvegseyðingu og öfgafullu veðr vegna loftslagsbreytinga. Grænni borgir með hreinni orku og samgöngukerfi, græn grunnvirki sem tengja saman græn svæði og notkun búskaparhátta sem eru ekki eins þéttbærir geta hjálpað við að skila betri landnýtingu í Evrópu og auka heilbrigði og sjálfbærni jarðvegsins.
Landgerð Evrópu hefur haldist nokkuð stöðug síðan 2000, þar sem um 25 % eru þakin ræktanlegu landi og fastri ræktun, 17 % eru beitiland og 34 % skóglendi. Á sama tíma hafa borgir og steypt grunnvirki haldið áfram að breiða úr sér og heildarlandsvæði sem notað er fyrir landbúnað hefur dregist saman. Þó manngert yfirborð þeki innan við 5 % af heildarsvæði EEA, hefur samt töluverðu landsvæði verið lokað (þakið með steypu eða malbiki) frá 2000 til 2018. Góðu fréttirnar eru að hægt hefur á vaxtarhraða manngerðra yfirborðssvæða á síðustu árum.
Jarðvegurinn inniheldur töluvert magn af kolefni og köfnunarefni sem getur losnað út í andrúmsloftið eftir því hvernig við notum landið. Að ryðja burt skógum eða gróðursetja bráðnun sífrera, allt getur þetta haft áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, aukið hana eða minnkað. Loftslagsbreytingar geta einnig haft veruleg áhrif á hvað bændur geta ræktað og hvar.
Jarðvegurinn spilar grundvallarhlutverk í hringrás náttúrunnar, þar með talinni næringarefnahringrásinni, sem snýst um hversu mikið af lífrænum efnum jarðvegsins - þ.e. kolefni, köfnunarefni og fosfór - eru tekin upp eða geymd í jarðveginum. Lífræn efnasambönd svo sem laufblöð og rótarendar eru brotin niður í einfaldari efnasambönd af lífverum sem lifa í jarðveginum, áður en plöntur geta nýtt sér næringarefnin. Sumar bakteríur í jarðveginum breyta köfnunarefni í andrúmsloftinu í ólífrænt köfnunarefni sem er plöntuvexti nauðsynlegt. Áburðir bæta við köfnunarefni og fosfati til að stuðla að plöntuvexti en plönturnar nýta ekki allt magnið. Umframmagn áburðar getur komist í ár og vötn og haft áhrif á lífríkið í vatnsvistkerfum.
Margir alþjóðlegir stefnurammar, að „Markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun“ meðtöldum, takast á viðlandnýtingu og jarðveg með beinum og óbeinum hætti. Mörg af þessum markmiðum um sjálfbæra þróun treysta áheilbrigðan jarðveg og sjálfbæra landnýtingu. Að neðan er yfirlit yfir markmið um sjálfbæra þróun með sterkatengingu við jarðveg.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/umhverfis-teikn/umhverfisteikn-2019-1/grafik-upplysingar or scan the QR code.
PDF generated on 14 Dec 2024, 07:16 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum