næsta
fyrri
atriði

Umhverfi þéttbýlisins

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 07 May 2021
This page was archived on 22 Feb 2017 with reason: Other (No more updates will be done. Content about the urban environment can now be found under the topic "Sustainability transitions")
Evrópusambandið er samband borga og bæja; um 75% af íbúum ESB hafa valið að lifa og búa á þéttbýlissvæðum. En áhrif þéttbýlismyndunar ná langt út fyrir mörk borganna. Evrópubúar hafa tekið upp lífsstíl sem tengist þéttbýli og þeir nota þau gæði sem borgirnar bjóða upp á eins og heilbrigðisþjónustu, menningu og menntun. Á meðan borgirnar eru sú vél sem knýr áfram hagkerfi Evrópu og myndar auðlegð álfunnar, eru þær mjög háðar auðlindum sem eru fyrir utan þeirra mörk til að mæta þörfum um orku, vatn, matvæli og til að losna við úrgang og losun úrgangsefna.

Þéttbýlismyndun í Evrópu er ferli sem er í gangi, bæði hvað varðar þá staðreynd að borgirnar stækka landfræðilega og auka einnig íbúafjölda sinn. Á meðan vöxtur borganna tekur á sig ýmsar myndir innan Evrópu, eru mörkin á milli þéttbýlis og dreifbýlis smám saman að þurrkast út. Í dag vaxa ystu útjaðrar og jaðarsvæðin í kringum borgirnar mun hraðar en hefðbundnir kjarnar borganna.  Peri-urban Land Use Relationships verkefninu (PLUREL) var komið á laggirnar til að þróa nýjar leiðir og áætlanir og finna aðferðir til að spá fyrir um þróunina, en slíkt er lykilatriði til að þróa sjálfbær tengsl á milli landnotkunar í þéttbýli og dreifbýli.

Áskoranir umhverfisins og þeir möguleikar sem felast í þéttbýlismyndun tengjast mjög náið. Margar borgir okkar eiga í erfiðleikum með félagsleg, hagræn vandamál og umhverfisvandamál sem til eru komin vegna of mikils þéttbýlis eða hnignunar, fátæktar og misskiptingar, mengunar og umferðar. Hinsvegar, felur nálægðin á milli fólks, fyrirtækja og þjónustu í sér möguleika á því að byggja upp Evrópu sem nýtir betur auðlindir sínar. Nú þegar þýðir þéttleiki byggðar í borgunum að ferðir til vinnu og þjónustu styttast, og auðveldara er að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur, á meðan blokkaríbúðir þurfa minni upphitun og fela í sér færri fermetrafjölda á hvern einstakling. Niðurstaðan er sú að íbúar borganna nota minna af orku og landi á mann miðað við íbúa landsbyggðarinnar.

Það að finna jafnvægið á milli þéttleika byggðar annars vegar og lífsgæða í heilsusamlegu borgarumhverfi hins vegar er stór áskorun fyrir þéttbýlissvæði Evrópu.

Stefna ESB

Borgirnar skipta máli fyrir Evrópu í heild sinni. Stefna Evrópu verður að leyfa borgum og bæjum að stjórna landsvæðum sínum á sjálfbæran hátt. Sjálfbærar borgir mynda grundvöllinn að því að ná fram skilvirkri notkun auðlinda innan Evrópu - en það er mikilvægt markmið í Evrópa 2020 áætluninni.

Samþætting stefnumörkunar á milli evrópskrar stjórnsýslu og staðbundinnar stjórnsýslu, og nýjar tegundir stjórnsýslu, eru lykillinn í því að ná fram mestum árangri í þéttbýlismyndun. Frumkvæði framkvæmdastjórnar ESB eins og Evrópsku verðlaunin fyrir græna höfuðborg (European Green Capital Award) eða Sáttmála borgarstjóranna (Covenant of Mayors), þar sem borgir starfa sjálfviljugar með ESB, sýna þessa nýju stefnumótun. Stefnan framfylgir Þemaáætlun um umhverfi í þéttbýli(Thematic Strategy on the Urban Environment) og bætir við stefnu ESB sem lýtur beinlínis að borgum, eins og í tilskipunum um loftgæði, umhverfishávaða og affallsvatn og skólp í þéttbýli, eða óbeint eins og í Flóðatilskipuninni

Þessar stefnur mynda svokallaða ‘Þéttbýlisáætlun’ Evrópu, sem nær einnig til þéttbýlisstefnu ESB á öðrum sviðum, eins og Leipzig sáttmálinn um sjálfbærar evrópskar borgir(Leipzig Charter on Sustainable European cities), þéttbýlisþáttinn í Samþættingaráætluninni (Cohesion policy) eða Aðgerðaáætlun um hreyfanleika í þéttbýli (Action Plan on Urban Mobility).

Starfsemi EEA

Umhverfistofnun Evrópu (EEA) leggur reglulega mat á stöðu þéttbýlisins innan Evrópu - þróun í landnotkun, neyslu og umhverfisgæðum - eins og í Skýrslu 2010 um ástand umhverfisins sem byggir á þemamati á umhverfi þéttbýlisins (Urban Environment thematic assessment of the State of the Environment Report 2010). Markmið EEA er einnig að setja umhverfi þéttbýlisins í stærra samhengi þess að veita Lífsgæði í borgum og bæjum Evrópu, sem tengir stefnuna við félagslega-, hagfræðilega- og menningarlega þætti.

EEA framleiðir eða hýsir gagnagrunna um þéttbýli sem ná til allrar Evrópu eins og Þéttbýlisatlas, flugvalla og hávaða-, eftirlits- og upplýsingaþjónusta fyrir Evrópu (Urban Atlas, AirBase and Noise Observation and Information Service for Europe (NOISE)). Þessir gagnagrunnar eru taldir upp ásamt öðrum þéttbýlis gagnagrunnum frá öðrum evrópskum samtökum á Samþætt vöktun þéttbýlis í Evrópu (Integrated Urban Monitoring in Europe (IUME))( vefsíðu-vettvanginum, þar sem EEA vinnur í samstarfi við aðra evrópska hagsmunaaðila við að bæta þéttbýlisgagnagrunna.

Framtíðarhorfur

Í mati sínu, fer EEA núna frá því að meta einstaka þætti borgarumhverfis eins og landnotkun eða loftgæði yfir í að skilgreina heilstæðara og yfirgripsmeira hugtak - efnaskipti borganna. Þetta hugtak gerir kleift að lýsa þeim ferlum sem eru að verki í þéttbýli og meta umhverfisáhrif munstra og ferla í þéttbýli og þeirrar þéttbýlismyndunar sem er í gangi. Slíkt mat ræður úrslitum fyrir stjórnmálamenn sem miða að því að nota möguleika þéttbýlissvæða til að spara auðlindir í Evrópu.

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir