næsta
fyrri
atriði

Press Release

Borgir í Evrópu þenjast út – umhverfið er í hættu en íbúarnir ugga ekki að sér

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 22 Nov 2006 Síðast breytt 03 Jun 2016
Stefna ESB verður að tryggja að vinna við borgarskipulag skili árangri

Samfelld og hröð útþensla borga í Evrópu ógnar öllu jafnvægi, bæði í umhverfismálum, á félagslega sviðinu og á sviði efnahagsmála, segir í nýrri skýrslu sem út kemur í Kaupmannahöfn í dag á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA).

Í skýrslunni, sem heitir ‘Borgir í Evrópu þenjast út – umhverfið er í hættu en íbúarnir ugga ekki að sér’, kemur fram að mörg þeirra umhverfisvandamála sem Evrópubúar standa frammi fyrir stafa af mikilli útþenslu borganna. Hnattræn efnahagsumsvif, samgöngukerfi sem liggja þvert á landmæri, víðtækar félagslegar, efnahagslegar og lýðfræðilegar breytingar ásamt mismunandi lagasetningu landanna um skipulagsmál, eru meðal þess sem mestum breytingum veldur á borgarumhverfi. Þörf er á sameiginlegri stefnumörkun ESB landanna til að stjórna skipulagsmálunum og samhæfa þau, segir ennfremur í skýrslunni.

Hömlulítil útþensla borga á sér stað þegar landsvæði eru skert og lögð undir borgir hraðar en fjölgun íbúa segir til um. Meira en fjórðungur alls lands í ESB löndunum er þegar undir borgum segir í skýrslunni. Evrópubúar verða eldri en áður og margir búa einir, en því fylgir léleg nýting á rými. Við ferðumst meira og neyslan hefur aukist. Milli 1990 og 2000 var byggt á meira en 800 000 hekturum lands í Evrópu. Það er þrefalt flatarmál Luxemburg. Ef þessi þróun heldur áfram tvöfaldast borgarsvæðin á rúmri öld.

Borgir í mikilli útþenslu þurfa meiri orku, meiri umferðarmannvirki og mikið land. Náttúrlegt umhverfi skaðast og losun gróðurhúsalofttegunda vex. Meðal afleiðinganna má nefna loftlagsbreytingar og stóraukin loft- og hávaðamengun. Útþenslan hefur því bein, neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra sem búa í borgum og umhverfis þær.

“Útþensla borganna tengist breyttum lifnaðarháttum og neyslumynstri fremur en fólksfjölgun, og kröfur um meira land verða sífellt háværari, bæði vegna húsnæðisþarfar, matvælaframleiðslu, samgangna og ferðamennsku. Búland umhverfis borgir er oft tilttölulega verðlítið og því er lítið viðnám gegn þrýstingi ofangreindra þátta”, sagði Jacqueline McGlade, prófessor og framkvæmdastjóri EEA.

“Tilteknir byggðasjóðir Evrópusambandsins (EU Cohesion and Structural Funds), sem hafa mikil áhrif á þróunina í Evrópu, ýta víða undir útþenslu borga svo að um munar. Áhrif framlaga úr sjóðum skipta miklu máli þegar ESB og aðildarríki þess setja saman fjárlög ESB ár hvert. Einkum og sér í lagi nýju aðildarríkin munu sjá verulegar breytingar. Þau þurfa leiðbeinandi reglur svo að þau komist hjá þeim skakkaföllum á sviði umhverfismála sem skyndileg framlög úr sjóðum kunna að hafa í för með sér.” sagði prófessor McGlade að lokum.

Í skýrslunni er að finna tilviksrannsóknir frá sjö borgum á ýmsum stöðum í Evrópu þar sem íbúarnir hafa á undanförnum 50 árum búið við misgott borgarskipulag, sumstaðar ágætt, síðra annarsstaðar. Hins vegar er lögð á það áhersla í skýrslunni að hömlulítil útþensla borga sé ekki bundin við nein sérstök svæði því hennar gæti í næstum öllum borgum Evrópu. Í skýrslunni er mælt með aðgerðum og stefnumörkun svo að takast megi að hemja þróunina.

Tilkynning til ritstjóra:

Skýrslan var unnin af EEA og Sameiginlegri rannsóknamiðstöð Framkvæmdastjórnar Evrópu (JRC).

Skýrsluna er hægt að nálgast á: Borgir í Evrópu þenjast út – umhverfið er í hættu en íbúarnir ugga ekki að sér

EEA Briefing 4/2006 - Útþensla borga í Evrópu

Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA):

EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Það er markmið stofnunarinnar að stuðla að mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með því að koma tímabærum og hnitmiðuðum, viðeigandi og öruggum upplýsingum á framfæri við stefnumótendur og allan almenning.

Sambandsupplýsingar:

Brendan Killeen
Press Officer
Sími: +45 33 36 72 69
Farsími: +45 23 68 36 71
Tölvup.: brendan.killeen@eea.europa.eu    

Marion Hannerup
Head of Communications and Corporate Affairs
Sími: +45 33 36 71 60
Farsími: +45 51 33 22 43
Tölvup.: marion.hannerup@eea.europa.eu

Permalinks

Skjalaaðgerðir