All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
„ Að minnka mengun með aðgerðaáætlun ESB um núllmengun og efnastefnu fyrir sjálfbærni ásamt öflugri innleiðingu annarra stefnumarka ESB sem þegar eru til , myndi draga mikið úr krabbameinstilfellum og dauðsföllum . Þetta væri áhrifarík fjárfesting í velferð borgara okkar .“
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Mengunarefni í umhverfinu og vinnustaðnum, sem og ýmiskonar náttúruleg áhætta, hafa gríðarleg áhrif á heilsu okkar og leiða í sumum tilfellum til krabbameins, samkvæmt vefskýrslu EEA „Að sigrast á krabbameini — hlutverk umhverfis í Evrópu“. Með næstum 3 milljónir nýrra sjúklinga og 1,3 milljónir dauðsfalla á hverju ári í Evrópusambandinu, tekur krabbamein gríðarlegan toll á samfélagi okkar. Efnahagslegur kostnaður er líka gríðarlegur, en aðeins fyrir árið 2018 var hann áætlaður um 178 milljarða evra.
Hægt er að draga úr flestum þessara umhverfis- og atvinnutengdra þátta varðandi krabbameinsáhættu með því að koma í veg fyrir mengun og breyta hegðun, samkvæmt EEA rannsókninni. Að draga úr útsetningu fyrir þessum áhættuþáttum er skilvirk og hagkvæm leið til að fækka krabbameinstilfellum og dauðsföllum tengdum krabbameini.
EEA rannsakaði í fyrsta skipti tengslin milli krabbameins og umhverfisins og fór yfir nýjustu vísindalegar vísbendingar um loftmengun, radon, útfjólubláa geislun, óbeinar reykingar og efni. Í skýrslunni er áætlað að umhverfis- og atvinnuáhætta liggi að baki um 10% krabbameinstilfella í Evrópu.
Virginijus Sinkevičius, framkvæmdastjóri umhverfis-, fiskveiða og hafsviðs ESB, sagði: „Í skýrslu EEA er lögð áhersla á að of mörg krabbameinstilfelli eigi sér undirliggjandi umhverfisástæðu. Góðu fréttirnar eru þær að við getum gripið til aðgerða núna til að draga úr mengun og koma í veg fyrir dauðsföll. Með núllmengunarstefnu græna samningsins í Evrópu getum við skilað hagkvæmum ávinningi til að koma í veg fyrir krabbamein með því að draga úr útsetningu fyrir skaðlegum mengunarefnum. Það sem er betra fyrir umhverfið er líka betra fyrir okkur.“
Stella Kyriakides, heilbrigðis- og matvælaöryggisstjóri ESB, sagði: „Á hverju ári í Evrópu er áætlað að yfir fjórðungur milljóna mannslífa týnist af völdum umhverfistengdu krabbameini. Forvarnir eru stöðugt að verða betri en lækning og sem hluti af áætlun Evrópu um að sigra krabbamein höfum við skuldbundið okkur til að draga úr mengun í vatni, jarðvegi og lofti. Aðeins í þessari viku lögðum við fram tímamótatillögu samkvæmt stefnu okkar Frá bóndanum á borðið um að draga úr notkun skordýraeiturs um 50% fyrir árið 2030. Niðurstöður Umhverfisstofnunar Evrópu sýna mjög skýrt hversu nátengd heilbrigði plánetunnar okkar og heilbrigði borgaranna er. Við þurfum að vinna með náttúrunni, ekki á móti henni.“
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA sagði „Við sjáum hvaða áhrif mengun í umhverfi okkar hefur á heilsu og lífsgæði evrópskra borgara og þess vegna er svo mikilvægt fyrir velferð okkar að koma í veg fyrir mengun. „Að minnka mengun með aðgerðaáætlun ESB um núllmengun og efnastefnu fyrir sjálfbærni ásamt öflugri innleiðingu annarra stefnumarka ESB sem þegar eru til, myndi draga mikið úr krabbameinstilfellum og dauðsföllum. Þetta væri áhrifarík fjárfesting í velferð borgara okkar.
Loftmengun (bæði inni og utandyra) tengist um 1% allra krabbameinstilfella í Evrópu og veldur um 2% allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Hjá lungnakrabbameini einu og sér hækkar þetta í 9% dauðsfalla. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl á milli langtíma útsetningar fyrir svifryki, sem er eitt helsta loftmengunarefnið, og hvítblæðis hjá fullorðnum og börnum.
Radon og útfjólublá geislun stuðla einnig verulega að auknu krabbameini í Evrópu. Útsetning fyrir radon innanhúss tengist allt að 2% allra krabbameinstilfella og tíunda hvert lungnakrabbameinstilfelli í Evrópu er rekið til þess. Náttúruleg útfjólublá geislun gæti verið ábyrg fyrir allt að 4% allra krabbameinstilfella í Evrópu. Sérstaklega hefur tíðni sortuæxla, alvarlegrar tegundar húðkrabbameins, aukist um alla Evrópu á síðustu áratugum.
Útsetning fyrir óbeinum reykingum getur aukið heildaráhættu á öllum krabbameinum um allt að 16% hjá fólki sem sjálft hefur aldrei reykt. Um 31% Evrópubúa verða fyrir óbeinum tóbaksreykingum heima hjá sér, á vinnustaðnum, í tómstundum, í menntastofnunum eða í opinberum aðstæðum.
Ákveðin efni sem notuð eru á evrópskum vinnustöðum og sem sleppt er út í umhverfið eru krabbameinsvaldandi og stuðla að aukningu krabbameins. Þar að auki eru nokkur þessara efna þekkt fyrir eða grunuð um að valda krabbameini í mörgum líffærum, þar á meðal blý, arsen, króm, kadmíum, akrýlamíð, skordýraeitur, Bisfenól A og per- og fjölflúoruð alkýlefni (e. pesticides, Bisphenol A and per- and polyfluorinated alkyl substances - PFAS).
Allar tegundir asbests eru vel þekkt krabbameinsvaldandi efni, tengd mesóþelíóma og lungnakrabbameini, auk krabbameins í barkakýli og eggjastokkum. Þó að ESB hafi bannað asbest árið 2005, er það enn til staðar í byggingum og innviðum sem veldur váhrifum hjá starfsmönnum sem taka þátt í endurbótum og niðurrifi. Að auki heldur krabbamein áfram að gera vart við sig mörgum árum eftir útsetningu, þar sem asbest er talið valda 55-88% af lungnakrabbameini á vinnumarkaði.
Áætlun Evrópu um að sigra krabbamein viðurkennir hlutverk umhverfis- og atvinnuáhættu í krabbameini og möguleikann að bjarga mannslífum með skilvirkum forvarnaraðferðum. Í samræmi við þetta markmið miðar aðgerðaáætlunin um núllmengun að draga úr loft- og vatnsmengun, með það að markmiði að minnka hættuna fyrir menn vegna umhverfismengunar og draga úr heilsufarsáhrifum, þar með talið umhverfis- og vinnutengdu krabbameini.
ESB hefur þegar gripið til harðra aðgerða varðandi loftmengun, samkvæmt tilskipuninni um innlendar skuldbindingar um minnkun losunar (e. National Emissions reduction Commitments - NEC) og umhverfisloftgæðatilskipunum sem ákveða loftgæðastaðla fyrir Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið endurskoðun á tilskipunum um loftgæði sem miðar meðal annars að því að samræma loftgæðastaðlana betur við nýjustu loftgæðaviðmiðunarreglurnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Efnastefnan fyrir sjálfbærni miðar að því að banna skaðlegustu efnin í vörum, þar á meðal þeim sem valda krabbameini, og stuðla að notkun efna sem eru hönnuð með öryggi og sjálfbærni að leiðarljósi.
Hvað radon varðar hefur grunntilskipunin um öryggisstaðla sett inn lagalega bindandi kröfur um vernd gegn váhrifum af náttúrulegum geislagjöfum. Tilskipunin felur aðildarríkjum ESB að innleiða landsbundnar aðgerðaáætlanir vagna radons. Aðrar aðgerðir ESB fela í sér að samræma viðleitni Evrópu til að takast á við óbeinar reykingar og vekja athygli á hættunni af útfjólubláum geislum.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/utsetning-fyrir-mengun-veldur-10 or scan the QR code.
PDF generated on 20 Sep 2024, 08:15 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum