næsta
fyrri
atriði

News

Betri loftgæði í evrópskum borgum mun leiða til bættrar heilsu íbúa

Breyta tungumáli
News Útgefið 06 Oct 2017 Síðast breytt 10 Dec 2019
Photo: © Rastislav Staník, My City /EEA
Flestir íbúar evrópskra borga búa við léleg loftgæði. Nýjustu áætlanir frá Umhverfisstofnun Evrópu, sem gefnar voru út í dag, sýna að fínt svifryk heldur áfram að valda ótímabærum dauðsföllum meira en 400.000 Evrópubúa á ári. Vegaflutningar, landbúnaður, orkuver, iðnaður og heimili eru stærstu loftmengunarvaldar í Evrópu.

Sem samfélag ættum við ekki að samþykkja kostnaðinn við loftmengun. Með djörfum ákvörðunum og snjöllum fjárfestingum í hreinni samgöngum, orku og landbúnaði, getum við tekist á við mengun og bætt lífsgæði okkar. Það er uppörvandi að sjá að margar evrópskar ríkisstjórnir og sérstaklega borgir sýna forystu í að vernda heilsu fólks með því að bæta loftgæði. Hreint loft tilheyrir öllum, líka þeim sem búa í borgum.

Hans BRUYNINCKX, Forstrjóri Umhverfisstofnunar Evrópu

Loftgæði í Evrópu 2017“ skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu sýnir uppfærða greiningu á loftgæðum og áhrifum þeirra, byggt á opinberum gögnum frá meira en 2.500 mælistöðvum um alla Evrópu árið 2015. Skýrslan var birt af Umhverfisstofnun Evrópu á Evrópuviku svæða og borga 2017.

Gögnin sýna að loftgæði í Evrópu eru að batna smátt og smátt, þökk sé fyrrum og núverandi stefnum og tækniþróun. Engu að síður hefur mikil loftmengun enn markverð áhrif á heilsu Evrópubúa, og svifryk, köfnunarefnistvíoxíð (NO2) og óson við yfirborð jarðar valda mestum skaða.

Samkvæmt skýrslunni bar magn fíngerðs svifryks (<2,5μm) ábyrgð á áætluðum 428.000 ótímabærum dauðsföllum í 41 Evrópulöndum árið 2014, en um 399.000 þeirra voru í aðildarríkjum ESB. Slæm loftgæði hafa líka umtalsverð efnahagsleg áhrif, auka lækniskostnað, draga úr framleiðni starfsmanna, og skemma jarðveg, uppskeru, skóga, vötn og ár.

„Sem samfélag ættum við ekki að samþykkja kostnaðinn við loftmengun. Með djörfum ákvörðunum og snjöllum fjárfestingum í hreinni samgöngum, orku og landbúnaði, getum við tekist á við mengun og bætt lífsgæði okkar,“ sagði Forstrjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, Hans Bruyninckx. „Það er uppörvandi að sjá að margar evrópskar ríkisstjórnir og sérstaklega borgir sýna forystu í að vernda heilsu fólks með því að bæta loftgæði. Hreint loft tilheyrir öllum, líka þeim sem búa í borgum.“

Skýrsla þessa árs beinir líka sjónum að landbúnaði, sem er veigamikill loftmengunarvaldur og losar mikið af gróðurhúsalofttegundum. Ýmiskonar aðgerðir, þar með taldar tæknilegar og fjárhagslega hagkvæmar ráðstafanir, eru tiltækar til að draga úr losun frá landbúnaði en hafa enn ekki verið teknar upp í þeirri stærðargráðu sem þarf, segir í skýrslunni.

(1) Borgarbúar ESB sem verða fyrir skaðlegu magni loftmengunar á árunum 2013-2015 samkvæmt:

(2) Takmörkum/markgildum ESB

(3) Viðmiðum WHO

Helstu niðurstöður

  • Svifryk: Árið 2015 varð 7% af íbúum aðildarríkja ESB í þéttbýli fyrir váhrifum af magni fíns svifryks (<2,5μm) yfir árelgum viðmiðunarmörkum ESB.. Um það bil 82% urðu fyrir váhrifum af magni sem er yfir strangari viðmiðunarmörkum WHO. Váhrif af völdum svifryks (<2,5μm) er áætlað að hafi valdið ótímabæru dauðsfalli 428.000 manns í 41 Evrópulandi árið 2014.
  • Köfnunarefnistvíoxíð: Árið 2015 varð 9 % af íbúum aðildarríkja ESB í þéttbýli fyrir váhrifum af magni NO2 yfir árlegum viðmiðunarmörkum ESB og WHO. Váhrif af völdum NO2 er áætlað að hafi valdið ótímabæru dauðsfalli 78.000 manns í 41 Evrópulandi árið 2014.
  • Óson við yfirborð jarðar: Árið 2015 varð 30% af íbúum aðildarríkja ESB í þéttbýli fyrir váhrifum af magni O3 yfir markmiðsmörkum ESB. . Um það bil 95 % urðu fyrir váhrifum af magni sem er yfir strangari viðmiðunarmörkum WHO. Váhrif af völdum O3 er áætlað að hafi valdið ótímabæru dauðsfalli 14.400 manns í 41 Evrópulandi árið 2014.

Bakgrunnsupplýsingar um heilbrigðis áætlanir

Áætluð heilbrigðisáhrif í þessari skýrslu eru þau sem skýrast af váhrifum af völdum svifryks (<2,5μm), NO2 og O3 í Evrópu árið 2014. Þessar áætlanir eru byggðar á upplýsingum um loftmengun, lýðfræðilegum gögnum og sambandinu á milli váhrifa vegna magns mengunarvalda og skilgreindra heilbrigðisáhrifa.

Ótímabær dauðsföll eru skilgreind sem dauðsföll sem gerast áður en manneskja nær væntum aldri,  miðað við venjulegar lífslíkur eftir landi og kyni. Ótímabær dauðsföll eru talin vera afstýranleg ef hægt er að útrýma ástæðu þeirra.

 

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage