næsta
fyrri
atriði

Article

Fjárfestingar fyrir sjálfbærni

Breyta tungumáli
Article Útgefið 16 Aug 2018 Síðast breytt 30 Jan 2023
5 min read
Photo: © Julian Wildner on Unsplash
Topics:
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nýlega tillögur að löggjöf til að efla sjálfbær fjármál í Evrópusambandinu (ESB). Tillögur framkvæmdastjórnarinnar byggja á ráðgjöf hóps háttsettra sérfræðinga um sjálfbær fjármál, sem samsettur var af sérfræðingum úr borgaralegu samfélagi, fjármálageiranum, háskólasamfélaginu og frá Evrópu- og alþjóðastofnunum. Við ræddum við fulltrúa Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í sérfræðihópnum, Andreas Barkmann, sem vinnur við stefnumótandi ráðgjöf um loftslagsbreytingar og orkumál.

Hvað eru sjálfbær fjármál?

Almennt talað snúast sjálfbær fjármál um að auka fjárfestingar sem miða að því að uppfylla markmið um sjálfbærni. Græn fjármál er hluti af sjálfbærum fjármálum og vísa til fjárfestinga sem stuðla að því að ná umhverfismarkmiðum um sjálfbærni. Það er mikilvægt að efla græn fjármál því það snýst að miklu leyti um fjármögnun að ná umhverfismarkmiðum.

Ef tekið er mið af umhverfis-, samfélags- og stjórnunarþáttum út alla fjármálakeðjuna hjálpar það við að beina fjármagni í átt að sjálfbærari verkefnum t il langs tíma litið. Það hjálpar einnig við að bera kennsl á og stýra hugsanlegum kerfisbundnum áhættum gegn fjármálastöðugleika.

Hversu mikil er fjárfestingarþörfin?

Það er oft erfitt að heimfæra þörf á fjárfestingu beint upp á markmið, stefnur og ráðstafanir en áætlanir eru þó til staðar.  Til dæmis er talið að fjárfestingarþörfin sé um 1 billjón evra árlega frá 2021 til að uppfylla markmið ESB 2030 um loftslags- og orkumál. Talið er að það sem upp á vantar í fjárfestingu í framtíðinni—hversu mikið vantar upp á þessa 1 billjón evra—sé um 180 milljarðar evra á ári. Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki kostnaður heldur árangursríkar fjárfestingar sem ráðgert er að skili tekjum og margvíslegum öðrum ávinningi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að þörf sé á fjárfestingu upp á um 5-7 billjónir Bandaríkjatala til að ná alþjóðlegum markmiðum um sjálfbæra þróun og að um 2,5 billjónir vanti upp á fjárfestingu í þróunarlöndum.

Það er langt umfram getu opinberra aðila að standa undir því sem vantar upp á í fjárfestingu og því er nauðsynlegt að sækja hjálp frá fjármálamörkuðum.  Við þurfum að finna nýjar leiðir til að hjálpa og hvetja fjárfesta til að beina fjármagni þannig að við getum lokað þessu bili. Betri og sjálfbærari fjármál eru nauðsynleg til að ná langtímamarkmiðum á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Hvað er Evrópusambandið að gera til að efla sjálfbær fjármál?

Margir opinberir og einkaaðilar hafa starfað að grænum og sjálfbærum fjármálum innan Evrópusambandsins svo hugtakið er ekki nýtt af nálinni. Það sem er nýtt er hinn sívaxandi meðbyr frá stjórnmálamönnum og þörfin á skipulagðari stuðningi stjórnmálanna. Það er stöðugt víðtækari sátt um að breytingar á fjármálakerfinu séu lífsnauðsynlegar svo að Evrópa geti uppfyllt markmið sín um sjálfbærni og staðið vörð um fjármálastöðugleika. Einnig mun skýr og fyrirsjáanlegur rammi um sjálfbær fjármál hjálpa til við að gera Evrópusambandið eftirsóknarverðara fyrir grænar fjárfestingar. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur leikið lykilhlutverk í þessari þróun og kynnti nýlega til sögunnar fyrstu tillögur að löggjöf um sjálfbær fjármál. Tillögurnar munu nú fara í gegnum sitt venjulega ferli innan Evrópusambandsins. Á sama tíma mun sérstakur sérfræðihópur hefja vinnu við að styðja við tæknilegar hliðar tillagnanna, þar á meðal við að búa til upphafsflokka og viðmiðanir fyrir sjálfbærar fjárfestingar.

Hvaða vandamál þarf Evrópusambandið að takast á við til að styrkja sjálfbær fjármál?

Það er ekki eitthvað eitt sem hægt er að gera. Það þarf að taka á fjölbreyttum málum yfir langan tíma. Bæði Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fjármögnun á sjálfbærum vexti og lokaskýrsla hóps háttsettra sérfræðinga (HLEG) um sjálfbær fjármál undirstrika nokkur af þeim mikilvægustu.

Eitt það helsta sem kemur bæði fram hjá framkvæmdastjórninni og HLEG er þörfin á því að koma á fót flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra starfsemi. Slíkt kerfi myndi hjálpa til við að skilgreina í hvaða efnahagsstarfsemi ætti að fjárfesta og við hvaða skilyrði til að ná áþreifanlegum árangri í átt að tilteknum umhverfismarkmiðum eins og því að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga eða standa vörð um vistkerfi. Þetta er metnaðarfullt en mjög erfitt verkefni sem krefst fjölbreyttrar sérfræðiþekkingar. Flokkunarkerfið verður að búa yfir tæknilegum styrk en þó má það ekki vera of flókið. Það ætti að gera fjármálakerfinu kleift að bregðast við með skilvirkum hætti.

Af hverju er flokkunarkerfið fyrir sjálfbærar fjárfestingar svo mikilvægt?

Flokkunarkerfi fyrir allt Evrópusambandið myndi koma til viðbótar við núverandi þemastefnur og stefnur á sérsviðum og styrkja stefnuvissu fyrir fjárfesta.

Í dag sjáum við fjölmargar innlendar og markaðstengdar nálganir en ekkert kerfi fyrir allt Evrópusambandið sem nær yfir öll umhverfismarkmið með samræmdum hætti og skýrir hvað falli undir fjárfestingar sem eru sjálfbærar fyrir umhverfið. Þessi skortur á samræmingu veldur fjárfestum óvissu og hindrar þróun á samræmdum markaði fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Auk þess myndi mótun á ströngum tæknilegum viðmiðum í kerfi fyrir allt Evrópusambandið draga úr áhættunni á því að fjármálavörur yrðu markaðssettar sem grænar að ósekju.

Hvað þýðir þessi hraða þróun á sjálfbærum fjármálum fyrir EEA?

EEA mun halda áfram að taka þátt í stefnumótun Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála. Til skamms tíma litið mun EEA styðja við vinnu sérfræðihóps framkvæmdastjórnarinnar á tæknilega sviðinu.

Til langs tíma litið mun hlutverk EEA byggja á niðurstöðu löggjafarferlisins og úrræðum í boði. Í nýlegum tillögum framkvæmdastjórnarinnar er EEA hluti af samstarfshópi opinberra og einkaaðila til langs tíma á sviði sjálfbærra fjármála. Þessi samstarfshópur mun aðstoða og veita framkvæmdastjórninni ráðgjöf um efni aðallega í tengslum við flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra starfsemi innan Evrópusambandsins. EEA mun, sem hluti af samstarfshópnum, vinna náið með öðrum opinberum aðilum, eins og Fjárfestingabanka Evrópu, evrópsku eftirlitsaðilunum þremur og Fjárfestingarsjóði Evrópu.

Ég held að tengingin á milli umhverfis- og fjármálastefnu verði meiri í framtíðinni og með gagnkvæmum ávinningi. Mikill meirihluti þeirra umhverfisvandamála sem við stöndum frammi fyrir tengist fjárfestingum með nánum hætti. Lykillinn að því að finna fjármagn fyrir slíkar fjárfestingar er að búa við skýran, stöðugan og framkvæmalegan stefnuramma.

Andreas Barkman

Þýðingarmikil ráðgjöf um loftslagsbreytingar og orkumál, EEA

 

 

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage

Topics

Topics:

Tags

Filed under:
Filed under: sustainability, finance
Skjalaaðgerðir