All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Loftslagsbreytingar eru ein mikilvægasta áskorun okkar tíma. Áhrif þeirra finnast um allan heim og snerta fólk, náttúru og hagkerfið. Til þess að draga úr loftlagsbreytingum, þurfum við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Til þess að hægt sé að yfirfæra þetta heildarmarkmið yfir í áþreifanlegar ráðstafanir þá þarf skilning á margþættu kerfi sem tengir saman útblástur af mismunandi uppruna við landsbundin og svæðisbundin áhrif, stjórnunarhætti á heimsvísu og hugsanlegan ávinning. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) leitast við að bæta stöðugt þá þekkingu sem nauðsynleg er til að hægt verði að hanna skilvirkar ráðstafanir á jörðu niðri.
Evrópusambandið (ESB) hefur skuldbundið sig við þó nokkur loftslags- og orkumarkmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta orkuskilvirkni og efla notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hvernig fylgist EEA með framvindu aðildarríkja ESB við að ná þessum markmiðum? Við báðum Melanie Sporer, EEA sérfræðing um mildun loftslagsbreytinga og orku, að útskýra hlutverk stofnunarinnar í þessu verkefni. Hún hefur einnig útskýrt árlega framvindu í nýjustu Leitni og framspár skýrslunni.
Nútíma samfélag veltur á flutningi á vörum og fólki, en núverrandi samgöngukerfi okkar hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og umhverfið. Við ræddum við Magdalena Jóźwicka, verkefnisstjóra varðandi væntanlega skýrslu um rafbíla, um umhverfisávinning og áskoranir við að nota rafmagn sem valkost við hefðbundið eldsneyti fyrir ökutæki.
Í desember síðastliðnum í París kom heimurinn sér saman um metnaðarfullt markmið: að takmarka hækkun hnattræns meðalhitastigs við mörk sem eru vel undir 2 stigum, samtímis því að stefna að því að takmarka hækkunina við 1,5 stig yfir hitastigi eins og það var fyrir iðnvæðingu. Á leiðtogafundi G20 hópsins fyrr í þessum mánuði tilkynntu Kína og Bandaríkin um formlega skuldbindingu þeirra um að gerast aðilar að Parísarsamningnum. Þarna er um að ræða stórt skref framávið í alþjóðlegri viðleitni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun. Samt sem áður eru núgildandi skuldbindingar um samdrátt, sem undirritunarlönd hafa gengist undir fram að þessu, ekki fullnægjandi til að ná þessu metnaðarfulla takmarki um lækkun.
Framtíðin er björt að því er snertir endurnýjanlega orkugjafa sem gegna síauknu hlutverki eftir því sem Evrópa reynir að draga úr því hversu háð hún er jarðefnaeldsneyti. Við ræddum við Mihai Tomescu, sérfræðing í orkumálum hjá Umhverfisstofnun Evrópu um þau tækifæri og þau álitamál sem eru framundan varðandi hreina orkugjafa. .
Landbúnaður leggur þungar og vaxandi byrðar á vatnsauðlindir Evrópu, ógnar vistkerfum og vatnsskortur vofir yfir. Til þess að ná fram sjálfbærri vatnsnotkun þarf að gefa bændum hvatningu í formi rétts verðs, ráðgjafar og aðstoðar.
Svokallað lífeldsneyti (bioenergy) er ekki nýtt fyrirbrigði. Árþúsundum saman hafa menn brennt viði. Í iðnbyltingunni um miðja 18. öld hófu menn að hagnýta svokallað 'jarðefnaeldsneyti', fyrst kol, en síðar var einnig farið að brenna olíu. Nú er hinsvegar svo komið að minna er af jarðefnaeldsneyti í náttúrunni, dýrara að vinna það og sem stendur er þetta mikið pólitískt hitamál.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/energy/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 19 Sep 2024, 12:24 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum