Heimilisneyslu
- Bulgarian (bg)
- Czech (cs)
- Danish (da)
- German (de)
- Greek (el)
- English (en)
- Spanish (es)
- Estonian (et)
- Finnish (fi)
- French (fr)
- Hungarian (hu)
- Icelandic (is)
- Italian (it)
- Lithuanian (lt)
- Latvian (lv)
- Maltese (mt)
- Dutch (nl)
- Norwegian (no)
- Polish (pl)
- Portuguese (pt)
- Romanian (ro)
- Slovak (sk)
- Slovenian (sl)
- Swedish (sv)
- Turkish (tr)
Neysla vöru og þjónustu í aðildarríkjum EES er stór þáttur í hnattrænni notkun auðlinda - með meðfylgjandi umhverfisáhrifum. Evrópsk neysla (matur og drykkur, húsnæði, ferðalög og ferðaþjónusta) veldur auknu álagi á umhverfið og áhrifum um allan heim vegna vaxandi hnattrænnar verslunar. Að ná að draga umtalsvert úr þessum áhrifum, krefst breytinga í neyslumunstri bæði heima og í opinberu lífi, til að styðja við þann ávinning sem fæst vegna betri tækni og betri framleiðsluferla.
Á milli áranna 1990 og 2010 innan ESB-27, jókst eyðsla í neyslu um 33%. Löndin á vesturhluta Balkanskaga og í Tyrklandi juku eyðslu enn meira - um 120% og 63% á sama tímabili. Heimili eyða tvisvar til sex sinnum meira en opinberi geirinn. Neikvæð umhverfisáhrif af þeirri vöru sem neytt er innan Evrópu eru hnattræn - vinnsla auðlinda úr jörðu, framleiðsla, vinnsla og flutningur hafa áhrif á önnur svæði Jarðar.
Venjur okkar er snerta mat og drykk valda umtalsverðu álagi á umhverfið: við völdum álagi beint með því að ferðast í verslanir, geyma, elda og mynda úrgang; og óbeint - sem er jafnvel enn mikilvægara - gegnum matvælaframleiðsluna sjálfa, vinnslu matvæla og flutning þeirra.
Við kaupum aukið magn af raftækjum ýmiss konar (eins og sjónvörp, tölvur, farsímar og eldhústæki), og við skiptum einnig oftar um slík tæki en við gerðum áður. Rafmagnsnotkun heimilanna fer vaxandi. Húsin okkar eru að verða skilvirkari í orkunýtingu, en við byggjum einnig stærri hús fyrir færra fólk, orkunotkun vegna upphitunar húsa hefur einungis lækkað lítillega. Hver íbúi Evrópu henti sem samsvarar 445 kg af heimilissorpi árið 2008.
Bílferðir og flugferðir verða sífellt tíðari, sem blæs út orkunotkun og veldur losun gróðurhúsalofttegunda; aukin bílaumferð er stór þáttur í loftmengun og veldur einnig hávaðavandamálum í borgum. Þróun nútímans í þá átt að lifa á þéttbýlissvæðum sem eru dreifð, veldur því að borgirnar breiðast út, sem aftur eykur neyslu orku, auðlinda, flutninga og landsvæða.
Ferðaþjónasta er mjög vaxandi, og við ferðumst til og frá áfangstöðum okkar yfirleitt með bíl eða flugi. Á áfangastöðum ferðamanna, hafa neysla vatns og orku, landnotkun og myndun skólps/afrennslisvatns oft umtalsverð áhrif á umhverfið.
Stefna ESB
Stefna Evrópu hefur einungis nýlega miðast að því að takast á við þau vandamál sem fylgjast ósjálfbæru neyslumunstri. Frumkvæði af hálfu Evrópu eins og Samþætt vörustefna og Tilskipunin um vistvæna hönnun (2009/125/EB) miða að því að draga úr umhverfisáhrifum vöru, þar með talið orkunotkun vörunnar, á meðan á líftíma vörunnar stendur. Að auki, stuðlar stefna ESB að því að hvetja markaði sem styðja við nýsköpun gegnum frumkvæði ESB um markaðsráðandi vörur. Áætlun framkvæmdastjórnar ESB frá 2008, sem skal endurskoðuð árið 2012, - Aðgerðaáætlun um sjálfbæra neyslu og sjálfbæra framleiðslu og sjálfbæran iðnað Sustainable Consumption and Production and Sustainable Industrial Policy Action Plan hvetur og styrkir nálganir sem byggja á líftíma eða vistferilsgreiningum , og styrkir græna opinbera innkaupastefnu og hvetur til aðgerða til að mæta hegðun neytenda. Hins vegar, núverandi stefna, sem er oft byggð á valfrjálsum leiðum, mætir ekki enn nógu vel þeim undirliggjandi vanda sem liggur að baki ósjálfbærri neyslu; í staðinn hefur stefnumótunin tilhneigingu til að stefna að því að draga úr áhrifum neyslunnar.
Framkvæmdastjórn ESB tók í gildi Leiðarlýsingu til auðlindaskilvirkrar Evrópu - Roadmap to a Resource Efficient Europe í september árið 2011. Leiðarlýsingin felur í sér tillögur til að styrkja græn opinber innkaup og takast á við umhverfisfótspor hverrar vöru. Hún miðar að því að koma á laggirnar sameiginlegri aðferðafræði til að meta, birta og setja viðmiðanir um umhverfis-frammistöðu vöru, þjónustu og fyrirtækja, og til að tryggja betri skilning á hegðun neytenda. Einnig er mælt með aðgerðum til að draga úr umhverfisáhrifum á þeim sviðum neyslu er snerta matvæli, húsnæði og samgöngur.
Sjálfbær neysla er lykillinn að aðgerðaáætluninni fyrir sjálfbæra þróun sem kallast Agenda 21, sem var tekin í gildi á Heimsráðstefnunni í Ríó de Janeiro um umhverfi og þróun, sem var haldin á vegum Sameinuðu Þjóðanna (UNCED) árið 1992. Á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun (Rio+20), er markmiðið að samþykkja hnattræna rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Margar aðgerðir og frumkvæði hafa einnig verið tekin á þjóðar-, svæðis-, og staðbundnum grundvelli, til dæmis með svæðisbundnum áætlunum um sjálfbæra þróun og sem hluti af Agenda 21 ferlinu.
Sjálfbær neysla er almenn áskorun sem takast þarf á við þar sem allir þátttakendur, bæði opinberir aðilar, viðskiptalífið og neytendur, verða að taka á sig fulla ábyrgð.
Aðgerðir innan Evrópska efnahagssvæðsins (EES)
Starf EES um málefni er varða neyslu ná til:
- Vísar: Rammi utan um vísa fyrir sjálfbæra neyslu og framleiðslu hefur verið þróaður; og nokkrum vísum hefur smám saman verið hlaðið inn á vefsíðu EES árið 2012.
- Greiningar og mat: Greining á neyslu og umhverfisáhrifum hennar innan Evrópu og utan, með því að nota inntaks - úttaks greiningartæki; mat á umhverfisáhrifum neyslu (þ.e. Skýrslan um ástand umhverfisins (SOER) 2010 efnislegt mat á neyslu og umhverfi, og kaflinn um náttúruauðlindir og úrgang í SOER 2010 samantektinni).
- Greining á stefnumótun: Skipulagning ráðstefna og vinnuhópa (þ.e. mars 2011 sameiginlegur vinnuhópur um sjálfbæra þróun á vegum EES og Heims-viðskiptaráðsins sem þróaði framtíðarsýn um sjálfbæran lífsstíl).
- Söfnun upplýsinga og greining á stefnu þjóðríkja innan EES landanna (þ.e. upplýsingablöð landa um sjálfbæra neyslu og framleiðslu (SCP) og stefnu þeirra, 31 snið landa um stefnu varðandi skilvirkni í nýtingu auðlinda og greinandi skýrsla um stefnu sem miðar að skilvirkni í auðlindanýtingu).
Vinna EES á þessu sviði er studd af Málefnamiðstöð Evrópu um sjálfbæra neyslu og framleiðslu (ETC/SCP).
Framtíðarhorfur
Árið 2012 mun EES styðja við Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþingið og auk þess við önnur aðildarríki EES og samstarfslönd þeirra, við að gefa út á netinu hóp af vísum sem eiga að mæla framfarir í átt að sjálfbærri neyslu og framleiðslu, sem er uppfærsla á mati frá 2010 um neyslu og umhverfi. Ennfremur, styður EES Rio+20 Heimsráðstefnuna um sjálfbæra þróun með mörgum aðgerðum um sjálfbæran lífsstíl, sjálfbæra viðskiptalíkön og fleira.
Tengdir tenglar
- Málefnamiðstöð Evrópu um sjálfbæra neyslu og framleiðslu (ETC/SCP)
- Gagnamiðstöð umhverfismála um náttúruauðlindir og vörur (EDCNRP)
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
- Deild Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun
- Umhverfisáætlun Sameinuðu Þjóðanna
- 2012 Ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um Sjálfbæra Þróun (Rio+20)
- Efnahags- og framfarastofnunin (OECD)
- Aðgerðaáætlun ESB um sjálfbæra neyslu og framleiðslu og stefnu í iðnaði
- Leiðarlýsing til orkuskilvirkrar Evrópu
- SCP Rammi um vísa
- Neysla og umhverfi - SOER 2010 efnislegt mat
- Umhverfi Evrópu — staða og horfur 2010: Samantekt
- Sameiginlegur vinnuhópur EES og Heims-Viðskiptaráðsins um sjálfbæra þróun
- Upplýsingablöð ríkja um stefnu um sjálfbæra neyslu og framleiðslu
- Skilvirkni auðlindanýtingar í Evrópu - Stefnumótun og nálgun í 31 aðildarríkjum EES og samstarfsríkjum þeirra
- Könnun á stefnu um skilvirka nýtingu auðlinda og nálgun – snið 31 lands
Permalinks
- Permalink to this version
- 4f90a502c4f9c265bdf29536be36d1fe
- Permalink to latest version
- QZA6E7KWY0
Geographic coverage
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/households/intro or scan the QR code.
PDF generated on 26 Jun 2022, 01:50 PM
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum