næsta
fyrri
atriði

Orkumál

Breyta tungumáli
Page Síðast breytt 15 Mar 2023
Topics:
Orka er nauðsynleg fyrir myndun auðlegðar iðnaðar, verslunar og samfélags, orkan veitir einnig persónuleg þægindi og knýr samgöngur. En framleiðsla orku og neysla hennar veldur umtalsverðum þrýstingi á umhverfið: losun á gróðurhúsalofttegundum og loftmengandi efnum, landnotkun, myndun úrgangs og olíulekar. Þetta álag stuðlar að loftslagsbreytingum, skaðar náttúruleg vistkerfi og hið manngerða umhverfi, og hefur neikvæð áhrif á heilsu manna.

Margar aðgerðir mannanna krefjast bruna á jarðefnaeldsneyti; þessi bruni eykur magn koltvíoxíðs(CO2) í lofthjúpnum sem aftur veldur loftslagsbreytingum, og sem einnig hækkar hnattrænt meðalhitastig Jarðar. Eftirspurn eftir orku fer vaxandi á hnattrænum grundvelli og sú vaxandi eftirspurn stuðlar að aukinni losun á CO2.

Flest lönd treysta á jarðvegeldsneyti (olíu, gas og kol) til að mæta orkuþörfum þeirra. Brennsla þessa eldsneytis losar varma sem er hægt að umbreyta í orku. Í þessu ferli, hvarfast kolefnið í eldsneytinu við súrefni og myndar CO2 sem er losað út í lofthjúp Jarðar. Loftmengandi efni (brennisteinstvíoxíð, köfnunarefnisoxíð og svifryk) losna einnig, og það hefur áhrif á loftgæði. Hins vegar, vegna tæknilegra ráðstafana og endurbóta á orkuverum og varmaframleiðslueiningum, hefur slík losun minnkað á undanförnum áratugum.

Hámark orkunotkunar Evrópu var árið 2006; árið 2010 var orkunotkunin næstum 4% minni. Hluta af þessari lækkun má útskýra með efnahagskreppunni, þótt einnig sé um að ræða að tengslin á milli hagvaxtar og orkunotkunar eru að minnka.

Jarðefnaeldsneyti er ennþá ráðandi í þeirri blöndu eldsneyta sem notuð er: um 77% af orkuþörf hins venjulega Evrópubúa er mætt með olíu, jarðgasi og kolum. Kjarnorka skilar 14%, og afgangurinn eða 9% kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Hins vegar, er notkun endurnýjanlegra orkugjafa í örum vexti; árið 2010 voru sólarrafhlöður stærsti hluti hinnar nýju orkuframleiðslugetu, og nýtt jarðgas og vindorka voru í öðru og þriðja sæti hvort um sig. Miklu meira af kjarnorku var tekið úr notkun heldur en var sett upp að nýju.

Meðal Evrópubúinn notar 27 megawatt-stundir (MWh) á ári, og eru þá taldar allar orkuuppsprettur bæði innan heimilis, iðnaðar og samgangna. Þessi tala er mjög mismunandi eftir löndum, og svo er einnig um hina tengdu losun CO2 , sem er mjög háð því hversu mikið er notað af kjarnorku og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samgöngur, sem er það svið þar sem orkunotkun hefur vaxið mest síðan árið 1990, eru núna stærsti notandi orku.

Stefna ESB

Orkumál eru í auknum mæli forgangsmál við stefnumótun; þau eru eitt af hinum fimm aðal þróunarsviðum sem Evrópa 2020 áætlunin nær til en markmið hennar er að:

 • 20 % af orkunotkun Evrópu komi í framtíðinni frá endurnýjanlegum orkugjöfum;
 • 20 % aukning verði í skilvirkni orkunýtingar.

Fyrri utan einstaka markmið í 2020 orkumálaáætluninni, nær ýmiss konar stefnumörkun til annarra áhugasviða, og er samantekt að finna á vef framkvæmdastjórnar ESB . Stefnumörkunin nær til:

 • að auka öryggi aðfanga orku og eldsneytis;
 • að tryggja samkeppnishæfni hagkerfis Evrópu og að orka sé tiltæk á viðráðanlegu verði;
 • að hvetja til þróunar innri samkeppnismarkaðar á sviði orkumála;
 • og að settir séu lágmarksskattar á orku.

Starfsemi EEA

Ein af lykilaðgerðum EEA á sviði orkumála er að vakta samþættingu umhverfismála og orkugeirans. Ákveðinn fjöldi orku- og umhverfisvísa eru uppfærðir og gefnir út árlega. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) gefur einnig út mat á áætluðum umhverfislegum ávinningi og álagi vegna mismunandi tegunda endurnýjanlegra orkugjafa.

Orku- og umhverfisvísarnir svara sex stefnumarkandi spurningum:

 • Er notkun og framleiðsla orku að hafa sífellt minni áhrif á umhverfið?
 • Fer orkunotkun minnkandi?
 • Hversu hratt eykst skilvirkni orkunotkunar?
 • Eru tegundir eldsneytis sem menga minna að koma í staðinn fyrir mengandi eldsneyti?
 • Hversu hratt er verið að innleiða tækni sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum?
 • Er verið að taka tillit til umhverfiskostnaðar þegar verið er að verðleggja orku og eldsneyti?

Vísarnir skipta einnig miklu máli við að:

 • vakta og fylgjast með stefnu ESB um sjálfbæra þróun;
 • undirbúa skýrslu um magn gróðurhúsalofttegunda innan ESB til Rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC);
 • tilkynna um þróun í losun gróðurhúsalofttegunda og spá fyrir um framtíðina í Evrópu samkvæmt Kyoto bókuninni.

EEA framkvæmir einnig mat á áætluðum umhverfislegum ávinningi og því álagi sem orsakast af auknum hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heildar orkuframleiðslunni. Það felst meðal annars í:

Permalinks

Geographic coverage

Topics

Topics:
Skjalaaðgerðir