All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Við verðum, hins vegar, stöðugt vitni af tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika, sem hefur djúpstæð áhrif á náttúru heimsins og velferð manna. Helstu ástæður þessa tjóns eru breytingar á náttúrulegum búsvæðum vegna þaulræktunarkerfa; byggingarstarfsemi, námuvinnslu, ofnýtingar skóga, sjávar, áa, vatna og og jarðvegsins; ágengra aðfluttra tegunda; mengunar og í auknum mæli hnattrænna loftslagsbreytinga. Hið gríðarstóra hlutverk, sem líffræðilegur fjölbreytileiki, leikur í sjálfbærni heimsins okkar og í lífi okkar gerir viðvarandi tjón á honum vandamálið enn stærra.
Í Evrópu, hefur mannleg starfsemi mótað líffræðilega fjölbreytileika allt frá útbreiðslu á landbúnaði og dýrabúskap fyrir 5000 árum síðan. Landbúnaðar- og iðnaðarbyltingar síðastliðin 150 ár leiddu, hins vegar, til dramatískar og hraðari breytingar á landnotkun, eflingar á landbúnaði, þéttbýlisvæðingu og fráhvarf af jörðum. Þetta hefur leitt til hruns á mörgum verklögum (t.d. hefðbundna landbúnaðaraðferðir) sem hjálpuðu viðhalda landsvæðum auðugum af líffræðilegum fjölbreytileika.
Neysla Evrópu á mann og úrgangsframleiðsla þýðir að áhrif okkar á vistkerfi nær vell út fyrir heimsálfuna okkar. Evrópskir lífstílar reiða sig mjög á innflutning á auðlindum og vörur frá allstaðar í heiminum, sem oft hvetja til ósjálfbærrar nýtingar á náttúrulegum auðlindum utan Evrópu.
Ný alþjóðleg og evrópsk markmið um að stöðva og snúa tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika við fyrir árið 2020 eru metnaðarfull og til að ná þeim þurfum við betri framkvæmd og samræmingu á stefnum á milli atvinnugreina, nálgun þegar kemur að stjórnun vistkerfa og víðtækari skilning á mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika.
Þó að það hafi verið viðurkennt á margvíslegum stigum að markmiðinu um að stöðva tjón á líffræðilegum fjölbreytileika hafi enn ekki verið náð, hefur setning á slíku markmiði vissulega aukið vitund almennings. Frá árinu 2001 hafa stefnur um tjón á líffræðilegum fjölbreytileika og vísar til að leggja mat á árangurinn batnað mjög mikið.
Stefna Evrópusambandsins um líffræðilegan fjölbreytileika fram til 2020 mun hjálpa enn frekar við að samþætta þarfir á sviði líffræðilegs fjölbreytileika við gerð og framkvæmd á stefnum atvinnugreina. Stefnan, setur sex markmið sem fjalla um náttúruna (markmið 1), vistkerfin og endurreisn þeirra (markmið 2), sjálfbæra nýtingu á náttúru-, land-, og sjávarauðlindum Evrópu með landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum (markmið 3 og 4), vandamál aðfluttra dýrategunda (markmið 4) og alþjóðleg áhrif Evrópu (markmið 6). Stefnan um líffræðilegan fjölbreytileika 2020 hjálpar til við að ná náttúruauðsmarkmiði sjöundu umhverfisaðgerðaráætlunarinnar (7. EAP) fram til 2020, „Gott líf innan marka plánetunnar okkar,“ sem tók gildi í janúar 2014 og mun leiðbeina umhverfisstefnu Evrópu fram til 2020. Báðar setja þær sér langtímamarkmið fram til 2050.
Stefnan líffræðilegur fjölbreytileiki til sýnar og fyrirsagnarmarkmiðs
Sýnin
Fyrir 2050 verður staðinn vörður um líffræðilegan fjölbreytileika í Evrópusambandinu og vistkerfisþjónustu - náttúruauðs hans - og hann metinn og endurreistur með viðeigandi hætti vegna mikilvægs gildis líffræðilegs fjölbreytileika og framlags til velferðar manna og efnahagslegrar hagsældar svo að komið verði í veg fyrir hræðilegar breytingar af völdum tjóns á líffræðilegum fjölbreytileika.
Fyrirsagnarmarkmiðið
Stöðva tap á líffræðilegum fjölbreytileika og spillingu á þjónustu vistkerfisins í Evrópusambandinu fyrir 2020 og endurreisa hann eins og unnt er og á sama tíma auka aðgerðir ESB við að koma í veg fyrir alþjóðlegt tap á líffræðilegum fjölbreytileika.
Stefnan um líffræðilegan fjölbreytileika til 2020 fylgir í kjölfarið á aðgerðaráætlun ESB um líffræðilegan fjölbreytileika 2006 og nýtir sér lærdóminn af framkvæmd hennar auk þess að auka á metnaðinn. En hún er að fullu í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika sem var kveikja hennar, en hann er mikilvægasta alþjóðlega stefnan u að stöðva tap á líffræðilegum fjölbreytileika og þjónustu vistkerfisins fyrir 2020.
Í október 2010 hittust 193 aðilar að sáttmála Sameinuðu þjóðunum um líffræðilegan fjölbreytileika, þar á meðal Evrópusambandið og öll aðildarríki þess í Japan. Á þessum 10. fundi aðila að sáttmálanum var náð samkomulagi um röð atriða, þar á meðal um svokallað Aichi markmið, sem veitir löndum ramma til að hefja mikilvæga starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffræðilegan fjölbreytileika, vistkerfi og þjónustu þeirra.
Evrópusambandið, sem aðili að sáttmálanum, hefur skuldbundið sig til að samræma eigin stefnu um líffræðilegan fjölbreytileika við þessi alþjóðlegu skilyrði. Það birtist í 7. EAP og stefnumarkmiðum hennar fyrir 2020 og sýninni fyrir 2050. Sýnin fyrir 2030, sem kveðið er á um í sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, bætir enn við og staðfestir stefnuferlið, einkum hvað varðar samþættingu við atvinnugreinastefnur.
Endurskoðunin 2015, þegar stefnan um líffræðilega fjölbreytni 2020 hefði náð miðju tímabili, leiddi í ljós að almennt tap á líffræðilegum fjölbreytileika og spilling á þjónustu vistkerfisins í Evrópusambandinu hefði versnað frá grunnviðmiði ESB 2010 fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. Það var einnig staðfest í skýrslu EEA, Umhverfi Evrópu – staða og horfur 2020. Slík versnun er í samræmi við alþjóðlega þróun og hefur alvarleg áhrif á getu líffræðilega fjölbreytileikans til að uppfylla þarfir manna í framtíðinni. Þó að margvíslegur staðbundinn árangur hafi sýnt fram á að aðgerðir á jörðu skila jákvæðum árangri, þarf að auka umfang slíkra dæma til að hafa mælanleg áhrif á hina almennu neikvæðu þróun.
Náttúruverndarstefna ESB byggir á tveimur lagabálkum: fuglatilskipuninni og búsvæðistilskipuninni. Báðar tilskipanirnar leggja grunninn að Natura 2000 samstarfsnetinu, en um er að ræða net friðlýstra svæða til að standa vörð um dýrategundir og búsvæði sem eru sérstaklega mikilvægar fyrir Evrópu.
Tvær rammatilskipanir gilda um inn- og hafsvæði: Vatnsrammatilskipunin og rammatilskipunin um stefnu í hafmálum. Þær kveða á um markmið þar sem lífrænir og ólífrænir þættir vistkerfanna munu hjálpa til við að hrinda í framkvæmd markmiðum stefnunnar um líffræðilegan fjölbreytileika 2020 og 7. EAP hvað varðar líffræðilegan fjölbreytileika, vistkerfi og þjónustu þeirra.
EEA vinnur með virkum hætti að því að veita stjórnmálamönnum og borgurum Evrópu nýjustu upplýsingar um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi Evrópu. Almenn vinna EEA á sviðinu felst í því að aðstoða við og veita upplýsingar fyrir stefnumótun og innleiðingu með gögnum, upplýsingum/vísum og matsgerðum sem samþætta greiningu á dýrategundum og búsvæðum þeirra við víðtækara mat á vistkerfunum og þjónustu þeirra.
Styður við náttúrutilskipanirnar, sem nefndar eru að ofan, með tilkynningum í gegnum Reportnet og upplýsingamiðstöðina um líffræðilegan fjölbreytileika og vinnur náið með evrópska samstarfsneti EEA um umhverfisupplýsingar og athuganir Eionet) og evrópsku málefnamiðstöðinni um líffræðilegan fjölbreytileika. Helstu störf eru meðal annars:
Frekari þróun á upplýsingakerfum EEA þarf að eiga sér stað til að þau uppfylli kröfur náttúrutilskipananna og stefnu ESB um líffræðilegan fjölbreytileika og alþjóðlegar stefnur um sama efni. Einkum mun EEA þróa frekar upplýsingakerfið um líffræðilegan fjölbreytileika fyrir Evrópu en það er vefgátt sem geymir upplýsingar um líffræðilegan fjölbreytileika í Evrópu með miðlægum hætti (þ.e. stefnur, upplýsingar og matsgerðir) á einum stað.
EEA mun vinna frekar að því að búa til vísa og matsgerðir sem byggja á traustri, tímabærri aðferðarfræði sem hentar fyrir stefnumótun. Þar á meðal þarfir, sem komið hafa í ljós við greiningu á skilvirkni stefna, einkum endurskoðuninni á stefnunni um líffræðilegan fjölbreytileika 2020, sem fór fram þegar hún hafði náð miðju tímabili, og undirhnattrænum/svæðisbundnum vistkerfismötum ásamt stuðningi við vísindalega verkvanga við stefnumótun í Evrópu og um allan heim, t.d. vísindaverkvang á milliríkjagrunni um stefnumál á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/themes/biodiversity/intro or scan the QR code.
PDF generated on 13 Dec 2024, 03:46 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum