næsta
fyrri
atriði

Press Release

Loftslagsbreytingar eru versta umhverfisógnin — Evrópubúar óttast um sinn hag

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 29 Nov 2005 Síðast breytt 28 Jun 2016
Stjórnmálamenn, fyrirtæki og einstaklingar verða að bregðast strax við yfirvofandi umhverfisógnum eða borga mikið seinna

FRÉTTATILKYNNING - Brussel, 29. nóvember 2005

Loftslagsbreytingar eru versta umhverfisógnin - Evrópubúar óttast um sinn hag



Stjórnmálamenn, fyrirtæki og einstaklingar verða að bregðast strax við yfirvofandi umhverfisógnum eða borga mikið seinna

Heitustu ár frá því mælingar hófust voru árin 1998, 2002, 2003 og 2004. Sumarið 2003 rýrnuðu jöklar í Alpafjöllunum um 10 %. Ef svo heldur áfram sem horfir, munu þrír fjórðu allra jökla í Sviss hverfa fyrir 2050. Fram kemur í nýrri skýrslu frá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) í Kaupmannahöfn að viðlíka loftlagsbreytingar hafi ekki orðið í Evrópu í 5 000 ár.

Skýrslan 'Umhverfismál Evrópu - ástand og horfur 2005' hefur að geyma yfirlit yfir umhverfismál Evrópu og vandamál sem steðja að í þeim efnum. Loftslagsbreytingar eru þar á meðal. Önnur svið sem huga þarf að eru líffræðilegur fjölbreytileiki, vistkerfi sjávar, auðlindir lands og vatns, loftmengun og heilbrigðismál. Í skýrslunni eru þau lönd sem skýrslan nær yfir borin saman hvað varðar frammistöðu í umhverfismálum með níu umhverfisvísum. Löndin sem samanburðurin nær yfir eru þau 31 lönd sem eiga aðild að umhverfisstofnuninni (ESB-25, Búlgaría, Ísland, Liechtenstein, Noregur, Rúmenía og Tyrkland) og Sviss.

Í skýrslunni kemur fram að meðalhiti í Evrópu hækkaði um 0,95 °C á tuttugustu öldinni. Það er 35 % meira en hækkunin á heimsvísu, sem er 0,7 gráður, og fyrirséð er að hitinn mun halda áfram að hækka. ESB hefur tekið á þessum málum og sett það markmið að hiti í veröldinni skuli ekki hækka um meira en 2 gráður umfram það sem var fyrir iðnbyltingu.

'Ef ekki verður tekið í taumana mun hækkað hitastig valda bráðnun íshellunnar á norðurskautinu og útþenslu eyðimarka frá suðri til norðurs. Í framtíðinni kann byggð í Evrópu að þróast meira inn að miðri álfunni. Jafnvel þótt takist að takmarka hitaaukninguna við 2 gráður eins og ESB stefnir að, munu Evrópubúar búa við loftslagsskilyrði sem maðurinn hefur aldrei upplifað áður. Ástæða er til að draga ennþá meira úr losun gróðurhúsalofttegunda', segir Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.

Í skýrslunni er á það bent að löggjöf ESB hafi dugað vel. Við höfum hreinsað vatn og loft og við höfum smátt og smátt dregið úr losun ósoneyðandi efna. Við höfum tvöfaldað endurnýtingu úrgangs. Nýjum gerðum bíla fylgir minni mengun en þeim sem eldri eru. Ef hvarfakúturinn hefði ekki komið til sögunnar með þeim framförum sem honum hafa fylgt undanfarin tuttugu ár, myndi ákveðinnar mengunar gæta tuttugu sinnum meira en nú. Aðgerðirnar fóru samt ekki að bera árangur fyrr en eftir tíu til tuttugu ár, segir í skýrslunni. Ávinningurinn af þessum velheppnuðu umhverfisaðgerðum er hins vegar að hverfa vegna breyttrar neysluvenju fólks. Evrópubúar lifa lengur en áður og eru virkir langt fram eftir aldri, sem gerir það að verkum að þeir þurfa miklu meira lífsrými. Á árunum 1990 til 2000 var byggt á meira en 800.000 hekturum í Evrópu. Þetta er svæði sem er þrefalt stærra en Luxemburg. Ef þessu heldur áfram munu borgarsvæðin tvöfaldast á rúmri öld. Við verðum að koma böndum á útþenslu borganna ef við ætlum okkur að viðhalda náttúruauðlegðinni, segir ennfremur í skýrslunni.

Við ferðumst lengra og lengra og miklu meira en áður. Við eyðum auðlindum náttúrunnar tvöfalt hraðar en allt mannkynið gerir að meðaltali. Samgöngur og flutningar eru þeir þættir sem mestu valda um aukningu gróðurhúsalofttegunda og þannig mun halda áfram eins lengi og séð verður. Sem dæmi má nefna, að flug munu tvöfaldast að umfangi fram til ársins 2030. Af því leiðir að við munum skilja eftir okkur djúp spor utan Evrópu, eyða náttúrlegum auðlindum og valda skemmdum á umhverfinu um víða veröld.

Kannanir sýna að yfir 70 % Evrópubúa vilja að þeir sem móta stefnuna leggi jafnmikla áherslu á umhverfismál, efnahagsmál og félagslega þætti. Í skýrslunni er bent á að sé ætlunin að taka tillit till þessara sjónarmiða, verða ráðamann að vinna saman á Evrópuvettvangi, innan landanna og í einstökum byggðarlögum. Þeir verða að samþætta umhverfistengd sjónarmið á sviði samgangna og flutninga, landbúnaðar og orkuframleiðslu, og leggja traustan grundvöll að öflugu starfi einstaklinga og fyrirtækja.

'Þeir sem móta stefnuna verða að hafa framtíðarsýn. Við verðum smám saman að hætta því að leggja skatta á starfsemi og fjárfestingar og skattleggja í staðinn mengun og óhagkvæma nýtingu lands og efnis. Það þarf einnig að breyta því hvernig niðurgreiðslum er beitt í tengslum við flutninga og samgöngur, húsnæðismál, orkumál og landbúnað. Niðurgreiðslurnar þurfa að efla sjálfbæra hætti og hagkvæma tækniþróun', segir prófessor McGlade.

'Ef nauðsynlegur hvati er þáttur í endurbótunum, munu þær leiða til meiri fjárfestinga, nýsköpunar og samkeppnishæfni. Við höfum þegar séð þetta gerast í ákveðnum löndum og atvinnugreinum. Háir bensínskattar í Evrópu og strangir staðlar hafa á síðustu áratugum leitt til þess að þar í álfu notar bílaflotinn næstum helmingi minna bensín en bandarískir bílar. Við höfum séð hvað aðgerðarleysið hefur kostað samfélagið, í mannslífum reiknað, og hvaða áhrif það hefur haft á náttúruna. Sem dæmi má nefna hrun fiskstofna, notkun asbests í byggingariðnaði, súrt regn og blý í bensíni. Það borgar sig að grípa til ráðstafana nú þegar; það kemur í ljós þegar fram líða stundir', segir prófessor McGlade ennfremur.

Til athugunar fyrir útgefendann:

Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA): EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Það er markmið stofnunarinnar að stuðla að mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með því að koma tímabærum og hnitmiðuðum, viðeigandi og öruggum upplýsingum á framfæri við stefnumótendur og allan almenning.

EEA gefur út á fimm ára fresti yfirgripsmikla samantekt á stöðu umhverfismála í Evrópu. Í skýrslunni 'Umhverfismál Evrópu - ástand og horfur 2005' er að finna eftirfarandi:

  • Samþætt mat á umhverfismálum Evrópu skiptist í þessa kafla:
    • Umhverfi og lífsgæði
    • Landnotkun
    • Loftlagsbreytingar
    • Loftgæði og heilbrigðismál
    • Ferskvatnsforði
    • Hafið og strendurnar
    • Jarðvegurinn
    • Líffræðilegur fjölbreytileiki og vistkerfi
    • Umhverfið og atvinnuvegirnir
    • Horft fram á veginn
  • Megin umhverfisvísarer byggð á traustum vísum sem hægt er að nota til að mæla árangur stefnumörkunar, eins og t.d. hve vel hefur gengið að ná Kyoto markmiðunum. Dæmi um umhverfisvísi er til dæmis losun gróðurhúsalofttegunda. Visarnir veita tímabærar og viðeigandi upplýsingar um stefnu þróunar í umhverfismálum.
  • Greining eftir löndum byggist á níu umhverfisvísum. Frammistaða landanna er sýnd á 'skorkorti'. Greining hvers lands var gerð í samvinnu við aðila í landinu til að fá fram sjónarmið landsmanna sjálfra. Val vísa er á ábyrgð EEA og ekki er víst að það endurspegli forgangsröðun einstakra landa. Til að fá betri skilning á sérstöðu hinna ýmsu mála í einstökum löndum, er hér sumsstaðar notast við tölur frá löndunum sjálfum sem óvíst er að samræmist gögnum sem Eurostat, EEA eða aðrar alþjóðastofnanir hafa tekið saman. EEA ber fulla ábyrgð á hinum endanlegu niðurstöðum.

  • Í C-hluta skýrslunnar getur þú séð hvernig Ísland kemur út.
  • Löndin sem skýrslan nær til eru þessi: ESB 25 (Austurríki, Belgía, Betland, Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Luxemburg, Malta, Portúgal, Pólland, Tékkland, Slóvakia, Slóvenia, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland, Þýskaland) og að auki Búlgaría, Ísland, Liechtenstein, Noregur, Rúmenía og Tyrkland.


Vefsíða


Skýrsluna er hægt að nálgast á:
http://reports.eea.europa.eu/state_of_environment_report_2005_1/

Samantekt skýrslu:
http://reports.eea.europa.eu/state_of_environment_report_2005_1/en/soer_files/IS-summary.pdf

Frá íslensku sjónarhorni:
http://reports.eea.europa.eu/state_of_environment_report_2005_1/en/soer_files/IS-countryprofile.pdf

Skorkort:
http://reports.eea.europa.eu/state_of_environment_report_2005_1/en/soer_files/IS-scorecard.pdf


Sambandsupplýsingar

Fyrir fjölmiðlafyrirspurnir, hafið samband við:

Brendan Killeen
Press Officer
Communications and corporate affairs
sími: +45 33 36 72 69
farsími: +45 23 68 36 71

Teresa Ruch Olsen
Press Officer
Communications and corporate affairs
sími: +45 33 36 71 59
farsími: +45 23 68 36 69

Marion Hannerup
Head of Communications and corporate affairs
sími: +45 33 36 71 60
farsími: +45 51 33 22 43

For public enquiries:

EEA Information Centre

Enquiry form (English)


Permalinks

Skjalaaðgerðir