All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Áskoranirnar sem fylgja plasti eru að miklu leyti vegna þess að framleiðslu- og neyslukerfi okkar eru ekki varanleg. COVID-19 heimsfaraldurinn og loftslagsbreytingar hafa beint athygli almennings að kreppunni sem við blasir vegna plastúrgangs.
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Þó að árvekni, áhyggjur og aðgerðir vegna þess hvernig við förum með plast í sjávarumhverfinu og annars staðar hefur vaxið gífurlega á undanförnum árum, þá eru mörg önnur og minna þekkt áhrif plasts, þar á meðal framlag þess til loftslagsbreytinga og nýjar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum samkvæmt skýrslu EEA „Plast, hringlaga hagkerfið og umhverfi Evrópu - forgangsröðun aðgerða“, (e. Plastics, the circular economy and Europe′s environment — A priority for action).
Skýrslan skoðar plastframleiðslu, neyslu og viðskipti, umhverfis- og loftslagsáhrif plasts á lífsferli þess, og kannar umskipti í átt að hringlaga plasthagkerfi með þremur leiðum með þátttöku stefnumótandi aðilum, iðnaði og neytendum.
„Áskoranirnar sem fylgja plasti eru að miklu leyti vegna þess að framleiðslu- og neyslukerfi okkar eru ekki varanleg. COVID-19 heimsfaraldurinn og loftslagsbreytingar hafa beint athygli almennings að kreppunni sem við blasir vegna plastúrgangs. Það er ljóst að besta leiðin er að skipta í grundvallaratriðum yfir í sjálfbært og hringlaga plasthagkerfi þar sem við notum plast mun skynsamlegra og endurnýtum og endurvinnum það betur. Enn fremur ætti framleiðsla á plasti úr endurnýjanlegu hráefni að vera upphafspunkturinn, “sagði Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA.
Skýrslan sýnir að framleiðsla, notkun og viðskipti með plast halda áfram að vaxa. Vaxandi fjöldi stefnumála og frumkvæði frá ESB eru þegar til staðar til að takast á við þær áskoranir sem plast hefur í för með sér, sérstaklega þær sem stafa af notkun einnota plasts. Árið 2018 kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrstu alhliða stefnuna í heiminum varðandi plast í hringlaga hagkerfi þar sem gerð er grein fyrir nálgun ESB til að takast á við áskoranir plasts, henni var síðan fylgt eftir með einnota plasttilskipunin (e. Single-Use Plastics Directive) árið 2019.
Í skýrslu EEA er bent á þrjár leiðir fyrir framhaldið, þar á meðal snjallari notkun plasts, aukin hringrás og notkun endurnýjanlegra hráefna. Saman getur það hjálpað til við að tryggja að við náum varanlegu og hringlaga plastkerfi. Samhliða skýrslunni eru einnig gefnir út tveir tengdir kynningarfundir um plast og vefnaðarvöru og um hvernig á að virkja hringlaga viðskiptamódel nú á dögum.
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið breytingum á framleiðslu, neyslu og plastúrgangi. Grímur úr plasti gegna mikilvægu hlutverki við að takmarka frekari útbreiðslu COVID-19. En aukning plastúrgangs vegna eftirspurnar eftir grímum og hönskum auk breyttrar framleiðslu og notkunar á einnota plastvörum eins og matarílátum og plastumbúðum sem eru til sölu á netinu, geta stefnt viðleitni ESB í voða til skamms tíma litið við að hemja plastmengun og yfirfærslu í varanlegt og hringlaga plastkerfi.
Neysla og framleiðsla plasts felur í sér notkun á miklu magni jarðefnaeldsneytis, sem hefur neikvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar. Til viðbótar við vandamálið hafa minni efnahagsumsvif orðið til þess að olíuverð hefur lækkað verulega á heimsvísu sem gerir það mun ódýrara fyrir framleiðendur að framleiða plastvörur úr ósnortnum, jarðefnabyggðum efnum, en að nota endurunnin plastefni. Ef framleiðsla og notkun plasts heldur áfram að aukast eins og spáð er, mun plastiðnaðurinn nema 20% af alþjóðlegri olíunotkun árið 2050, aukning frá þeim 7%, sem hún er í dag.
Skýrslan segir að gögn úr gróðurhúsalofttegundaskrá EEA (e. EEA’s Greenhouse Gas Inventory) sýna að árleg losun tengd plastframleiðslu innan ESB nemur um 13,4 milljón tonnum af CO2, eða um 20% af losun efnaiðnaðarins innan alls ESB. Nú er verulegur þrýstingur á efnahagslega hagkvæmni endurvinnslumarkaðarins í Evrópu sem og á heimsvísu. Minni eftirspurn eftir endurunnu plasti hefur einnig flækt viðleitni margra bæjarfélaga í Evrópu til að stjórna meðhöndlun úrgangs þeirra með varanlegum hætti og óæskilegri úrgangsmeðferðarmöguleikar eru notaðir fyrir umtalsvert magn plastúrgangs.
Source: EEA, 2020
Hluti af plastvandamálinu er vefnaður úr tilbúnum trefjum eins og pólýester og nælon. Samkvæmt sérstakri samantekt EEA þar sem litið er á plast í vefnaðarvöru farga neytendur innan ESB um 5,8 milljónum tonna af vefnaðarvöru árlega - um 11 kíló á mann - þar af eru um tveir þriðju hlutar úr tilbúnum trefjum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá 2017 neyttu evrópsk heimili um 13 milljónir tonna af textílvörum (fatnaði, skófatnaði og vefnaðarvöru til heimilisnota). Vefnaðarvara úr plasti er um 60% af fatnaði og 70% af vefnaðarvöru til heimilisnota. Að stuðla að varanlegu vali á trefjum og stjórnun á losun míkróplasts og að bæta flokkun, endurnotkun og endurvinnslu, hefur möguleikann á að bæta varanleika og hringrás gerviefna í hringlaga hagkerfi.
Það er aukinn áhugi og ábatasamir möguleikar á því að breyta hefðbundnum viðskiptamódelum til að gera þau hringlaga og gera kleift að endurnýta efni og vörur og hafa þau í efnahagnum eins lengi og hægt er. Í samantekt EEA „Rammi til að virkja hringlaga viðskiptamódel í Evrópu“ (e. A framework for enabling circular business models in Europe) sem einnig var gefin út í dag, eru tilgreindar aðgerðir sem hægt er að grípa til við að útfæra hringlaga viðskiptamódel á áhrifaríkan hátt. Það ber einnig kennsl á virkjunaraðila til að uppfæra þá í stórum stíl sem hluti af væntanlegri breytingu til hringlaga hagkerfis. Slík umskipti munu krefjast þess að réttar stuðningsstefnur séu til staðar og hegðun sem leiðir til breytinga á neyslu og menntun.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/plast-vaxandi-umhverfis-og-loftslagsahyggjuefni or scan the QR code.
PDF generated on 11 Dec 2024, 01:23 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum