All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Það er nokkur fjöldi mismunandi tegunda nú til dags. Þegar við erum að ræða um ökutæki fyrir farþega getum við greint á milli ökutækja með rafgeymum –eingöngu drifnir áfram af rafvél – sem og mismunandi gerðir af innstungu blendingsbílum sem eru bæði með rafmagnsvél og sprengihreyfil.
Aðrar tegundir ökutækja geta einnig gengið á rafmagni. Á vegum sjást oftar og oftar fleiri rafmagnstvíhjól, sendibíla og strætisvagna í notkun. Að því er varðar aðra samgöngumáta erum við einnig með járnbrautalestir, ferjur, skip og litla báta.
Hvert ár sjáum viðað verið sé að selja fleiri og fleiri rafmagnsbíla, bæði hreina rafhlöðubíla og innstungu blendinga. Á síðasta ári voru kringum 150 000 ný rafmagns ökutæki seld innan ESB. Þó svo sala sé að aukast skjótt í prósentum talið, þá er sala enn lítið brot af heildarsölu, bara 1,2% árið 2015. Og við áætlum að einungis kringum 0,15% ökutækja á vegum séu rafdrifin. Eða sagt með öðrum hætti þá er aðeins ein af hverjum 700 farþegabifreiðum. Mikilvægt land sem þarf að nefna er Noregur, sem leiðir veginn að því er varðar sölu rafmagnsbifreiða. Á síðasta ári voru kringum 34 000 nýjar rafmagnsbifreiðar seldar þar – sem samsvarar ein af hverjum fimm nýjum bifreiðum.
ESB er búið að skuldbinda sig til að draga úr notkun kolefna í samgöngukerfi og styðja valkosti varðandi hefðbundna sprengihreyflatækni og eldsneyti. Rafknúin ökutæki eru einungis einn þáttur. Sum stefnumál hvetja til þróunar á endurnýjanlegum eldsneytistegundum og á rafmagni; meðan aðrar miða að innviðunum sem nauðsynlegir eru fyrir rafdrifin ökutæki eins og hleðslustöðvar um alla Evrópu. Sérstök slöggjöf setur markmið varðandi hversu mikill koltvísýringur (CO2) ný ökutæki getur losað á hvern kílómetra. Þetta hefur stuðlað að því að örva framleiðslu á ökutækjum sem hafa litla losun í för með sér þar með taldir rafdrifnar bifreiðir.
Notkun jarðefnaeldsneytistegunda í samgöngur skaðar staðbundin loftgæði og loftslagið hjá okkur. Þetta gerist gegnum útblástur á CO2 og skaðlegum loftmengun eins og oxíð köfnunarefnis og fíngerðar efnisagnir. Umferð er einnig langstærsta uppspretta hávaða um alla Evrópu. Það er augljóst að með því a taka inn rafdrifin ökutæki í bílaflotann er hægt að draga verulega úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun sérstaklega ef það rafmagn sem notað er kemur úr endurnýjanlegum orkulindum. En jafnvel þegar rafmagn er framleitt úr jarðefnaeldsneyti, þá getur þéttbýlið ennþá haft hag af því að skipta yfir í rafdrifin ökutæki þegar tekið er tillit til takmarkaðrar loftmengunar of hávaðamengunar staðbundið.
Næstum öll lönd eru að ger eitthvað til að efla rafdrifin ökutæki, en hlutfallslega fá lönd hafa með árangri náð mikilli aukningu í sölu. Til dæmis þá voru níutíu prósent nýrra rafdrifinna ökutækja seld í einungis sex löndum í aðildarríkjum ESB árið 2015 – það er Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Holland og Bretland. Noregur, sem minnst var á fyrr er í fararbroddi á þessu sviði og gott dæmi um land sem notar fullkominn hvatapakka Ein skilvirkasta ráðstöfun virðist vera að kaupa niðurgreiðslur sem gera að verð rafdrifinna ökutækja sé svipað og hefðbundinna bíla. Aðrir hvatar eru meðal annars lægri kostnaður við eignarhald eins og árlegur skattaafsláttur eða ókeypis hleðsla eða notkun á akreinum strætisvanga fyrir rafmagnsbíla..
Tæknin þarf ennþá að batna á margan hátt til að neytendur taki fagnandi á móti rafsamgöngum. Til dæmis þá þarf að vera hægt að komast lengra á hverri hleðslu og hleðslutími þarf að vera styttri. Sem stendur þá tekur það 20-30 mínútur að hlaða ökutæki vegna 100 km aksturs hjá þeim hleðslustöðvum sem eru með stysta hleðslutímann. Við þurfum einnig betri innviði þar sem hleðsluafgreiðslur fyrir almenning eru eins algengar og hefðbundnar bensínstöðvar og að auka orkuframleiðslugetu til að ná fullum hag af rafsamgöngum. Rafökutæki eru einnig dýrari en hefðbundin ökutæki.
Það er einnig mikilvægt að taka eftir því að með því einfaldlega að skipta á hefðbundum bifreiðum og fá rafbifreiðar í stað þeirra mun ekki leysa öll vandamálin sem við tengjum við samgöngur. Þó svo að það geti átt þátt í að lækka útblástur gróðurhúsalofttegunda, loftmengunar og hávaða, þá munu rafmagns ökutæki ekki leysa önnur vandamál eins og umferðarteppur, eða kröfur um ný samgöngumannvirki og bifreiðastæði. Til að gera samgöngur sannarlega sjálfbærar þurfum við sem samfélag að endurmeta allt samgöngukerfi okkar og leita að nýjum leiðum til að draga úr því hversu við reiðum okkur mikið á ökutæki. Þetta getur falið í sér breytingar eins og notkun kerfa þar sem bifreiðum er deilt með öðrum, þróun betri almenningssamgöngumannvirkja og aukning á notkun samgöngumáta þar sem er lítil eða engin losun.
Þegar litið er til framtíðar þá munum við gefa út tvö rit um rafdrifin ökutæki nú í haust: handbók þar sem tekin er saman núverandi stig þekkingar á rafdrifnum ökutækjum í Evrópu, og stutt greinargerð sem lítur til framtíðar um sum hugsanleg áföll fyrir orkukerfið og umhverfið sem tengist hugsanlegri stórfelldir notkun rafdrifinna ökutækja fyrir árið 2050.
Magdalena Jóźwicka
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/rafbilar-faerumst-i-attina-ad or scan the QR code.
PDF generated on 08 Sep 2024, 09:53 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum