næsta
fyrri
atriði
Note: new versions of the publication are available!

Dobrísmatið - Yfirlit

UMSVIF MANNA

Page Síðast breytt 19 Apr 2016
6 min read

UMSVIF MANNA

Umsvif manna valda álagi á umhverfið. Í þessum hluta er fjallað um átta mikilvæg svið og gefið yfirlit yfir umhverfisáhrif þeirra, horfur og orsakavalda.

19 Orka

Í þessum kafla er fjallað um orkutengd umsvif á þrem stigum - framleiðslu frumorku, breytingu í afleidda orku (rafmagn og hita) og lokanot - á svæðis- og Evrópumælikvarða. Gefið er stutt yfirlit yfir umhverfisáhrif af jarðefnaeldsneyti, kjarnorku og endurnýjanlegri orku. Kynnt eru þau atriði sem ákvarða orkunot í framtíðinni og gerð grein fyrir áætluðum breytingum.

Tengsl hafa verið rofin milli orkunotkunar og heildariðnaðarframleiðslu síðan í orkukreppunni á áttunda áratuginum

Evrópa notar 41% af orkunni í iðnað, 22% í samgöngur og 37% til heimilisnota og í viðskiptum

Orkunýting hefur lítið batnað að undanförnu í Vestur-Evrópu

Orkunotkun orsakar loftmengun, súrnun, ósonmyndun í veðrahvolfinu, veðurfarsbreytingar og margvísleg önnur, svæðisbundin áhrif á vatn, jarðveg og þurrlendi

20 Iðnaður

Birt er yfirlit yfir umhverfisáhrif af evrópskum iðnaði og bent á muninn á ýmsum hlutum Evrópu. Mikilvægi iðnaðar í heild hvað snertir útstreymi, úrgangsmyndun og notkun náttúruauðlinda er skoðað og mat lagt á "umhverfisgæði" tiltekinna greina iðnaðarins. Þá er einnig athugað hvernig viðskiptahættir hafa breyst til að bregðast við ögrunum umhverfisins. Lítið er af gögnum um iðnaðinn sem tengja má umhverfisáhrifum. Upplýsingar um framleiðslu og orkunotkun eru tiltækar úr alþjóðlegum og þjóðlegum heimildum, sem og úr skýrslum um ástandið í umhverfismálum hvað vissar iðngreinar áhrærir.

Orkunotkun á hverja framleiðslueiningu í efnaiðnaðinum minnkaði um 30% á tímabilinu1980-1989

Efnaiðnaður, framleiðsla á trjákvoðu og pappír, sementi, stáli og málmum, öðrum en járni, hefur alvarlegust áhrif á umhverfið

Iðnaðurinn sendi frá sér 25% af SO2 og 14% af nituroxíðum árið 1990 (20 lönd)

Útstreymi úrgangs frá iðjuverum fer minnkandi

Rafmagnsframleiðsla eftir uppruna og ríkjahópum árið 1990
 

21 Flutningar

Hér er gefið yfirlit yfir áhrif flutninga á umhverfið og ástandið í flutningamálum Evrópu í heild ásamt frávikum eftir svæðum. Kannaðar eru breytingar í flutningastarfsemi og áhrif þeirra á umhverfið auk nokkurra atriða sem þar liggja til grundvallar. Mat er einnig lagt á horfur í flutningum í Evrópu. Aðallega er stuðst við alþjóðleg gögn, einkum hjá ráðherranefnd Evrópu í flutningamálum (ECMT), Eurostat og Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE). Gögn úr vísindaritum eru notuð til að sýna umhverfisáhrif á nokkrum tilvikum.

Einkabílaeign manna í Vestur-Evrópu tvöfaldaðist frá 1970 til 1990

Frá flutningatækjum kemur fjórðungur þess koltvísýrings sem tengdur er orkunotkun og þar af stafa 80% af flutningum á vegum

Heildarútstreymi mengandi efna mun aukast á næstu árum þótt útstreymi frá hverju farartæki minnki

Skipting lands í smærri skika vegna byggingar flutningaleiða hefur vaxandi áhrif á landnot

Á undanförnum 20 árum hefur meira en ein milljón manna beðið bana í umferðarslysum í Evrópusambandinu einu

22 Landbúnaður

Hér er fjallað um breytingar á uppbyggingu landbúnaðar og búskaparháttum sem hafa aðlagast kröfum markaðarins. Gerð er grein fyrir mögulegum áhrifum landbúnaðar á umhverfið. Þótt til sé gnótt gagna hjá einstökum þjóðum, einkum meðal Evrópusambands- og EFTA-ríkja, eru flest tengd framleiðslu, starfsmannahaldi, notkun áburðar og skordýraeiturs, fjölda búpenings og stærð jarða. Færri gögn eru um hvernig eða hve mikil áhrif landbúnaðarframleiðsla og breyttir búskaparhættir hafa á umhverfið.

Landbúnaðarframleiðsla og ársverk í landbúnaði í völdum Evrópulöndum

 

Landbúnaður er stundaðar á 42% flatarmáls Evópu. Býli hafa hafa farið stækkandi í Vestur-Evrópu, jafnframt því sem mikilvægi landbúnaðarins í efnahagslífinu fer minnkandi

Framleiðsla og framleiðni fer sífellt vaxandi

Landbúnaður veldur vatnsmengun, rýrnandi jarðvegsgæðum, minnkandi fjölbreytni lífvera og landslagsbreytingum en hann er líka fórnarlamb hnignunar umhverfisins

23 Skógrækt

Fjallað er um ástand skóga í Evrópu og hvernig þeir eru nytjaðir. Kaflinn gefur stutt yfirlit yfir hvernig starfsemi og venjur tengdar skógarnytjum geta haft áhrif á umhverfið og bent er á helstu þætti sem knýja slíkar breytingar áfram. Meðal gagna sem notast er við, eru hefðbundnar úttektir á skóglendi sem og upplýsingar um eiginleika tiltekinna umhverfisáhrifa og skógrækt sem er ekki er miðuð við timburframleiðslu.

Skógar þekja 33% af flatarmáli Evrópu og er það 10% aukning á 30 ára tímabili, aðallega í sunnan- og vestanverðri álfunni, en skógarþekja hefur staðið í stað eða rýrnað í mörgum löndum Austur-Evrópu

Gróðursetning trjáa sem eru ekki upprunnin í Evrópu hefur breytt samsetningu skóganna

Síðan árið 1965 hefur timburframleiðsla Evrópu aukist um 18% og notkunin um 28%

 

Aukning skóglendis í Evrópu (að rússneska samveldinu undanskildu)

24 Fiskveiðar og fiskrækt

Hér er eðli og mikilvægi áhrifa fiskveiða á umhverfið skoðað og gefið yfirlit yfir heildarástandið í Evrópu á sviði fiskveiða og fiskræktar, ásamt breytileika eftir svæðum. Árangur gildandi fiskveiðistefnu er metinn. Heimildir eru aðallega fengnar hjá alþjóðastofnunum (FAO og Eurostat) og dæmi eru tekin úr skýrslum um ástandið í umhverfismálum og vísindaritum.

Heildarafli allra þjóða í Norðursjó 1903-88

Fiskistofnar eru ofveiddir í Norðaustur-Atlantshafi og Miðjarðarhafi

Föst net og reknet hafa áhrif á dýralíf sjávar, svo sem höfrunga, munkaseli, hnísur og sjófugla

Frárennsli frá fiskeldi veldur vatnsmengun

Innflutningur tegunda af framandi uppruna geta valdið samkeppni við innlendar tegundir eða útrýmingu þeirra

25 Ferðaþjónusta og tómstundir

Gefið er yfirlit um heildarástandið í Evrópu hvað snertir ferðaþjónustu og tómstundaiðkun og bent á mismun milli staða. Áhrif ferðaþjónustu og tómstundaiðkana eru metin á sex aðalvettvöngum: Í friðlöndum, landbúnaðarhéruðum, fjallendi, strandhéruðum, borgum og svæðum með menningarverðmætum, þema- og skemmtigörðum. Gerð er grein fyrir helstu breytingum samkvæmt gögnum heimssamtaka ferðaskrifstofa (WTO) en þar sem tölfræðilegar upplýsingar um ferðamál gefa ekki fullkona mynd af áhrifum ferðamennsku og tómstundaiðkana á umhverfið eru nokkur dæmi tekin fyrir og notast við upplýsingar frá einstökum ríkjum og stöðum.

Ferðaþjónusta er einn mikilvægasti þátturinn í félagslegum og efnahagslegum umsvifum manna innan Evrópusambandsins

Það eykur á áhrifin að ferðamennskan fer aðallega fram á stuttu orlofstímabili og á tiltölulega litlum svæðum

Umhverfisáhrif af völdum skíðaiðkana eru veruleg, einkum í Ölpunum sem taka á móti 100 milljónum ferðamanna á ári hverju

Á strandlengju Miðjarðarhafsins komu 157 milljónir ferðamanna árið 1990

Skemmtiferðir til borga vaxa að vinsældum

26 Heimilishald

Hér er fjallað um umhverfisáhrif af heimilishaldi hvað snertir notkun auðlinda og útstreymi, metin þau öfl sem undir búa og metnar mögulegar ráðstafanir til að stýra þeim. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um bein áhrif heimilishalds á umhverfið. Félags- og hagfræðitölur eru fáanlegar hjá alþjóðastofnunum eins og Eurostat. Notuð eru dæmi með gögnum frá einstökum ríkjum til að fá fullkomnari mynd.

Neysla heimilanna nemur 70% af iðnaðarframleiðslu Evrópu

Fjölgun heimila ásamt smækkun þeirra leiðir til aukinna þarfa fyrir auðlindanýtingu

Fjölskyldur í Vestur-Evrópu eiga nú að jafnaði a.m.k. einn bíl hver og veldur það verulegri röskun umhverfisins

Heimilissorp heldur áfram að aukast og þótt unnt væri að endurvinna 50% þess er raunin sú að innan við 10% er safnað til endurvinnslu

Um það bil 19% af heildarvatnsneyslu í Evrópu er á heimilum og það hlutfall fer stækkandi

 

Meðalfjöldi fólks í heimili í Evrópu 1980-1990 (Euromonitor)

   
 

Permalinks

Skjalaaðgerðir