All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Umhverfið er metið samkvæmt hefðbundinni skiptingu í loft, vatn og jarðveg, sem og eftir samverkandi einingum: Landslagi, náttúru og dýralífi og þéttbýli. Loks er yfirlit yfir heilsufar manna í Evrópu.
4 Loft
Hér er yfirlit yfir ástand og breytingar á andrúmslofti Evrópu og gerð grein fyrir uppruna og áhrifum mengunarvalda og viðbrögðum við þeim á einstökum stöðum, svæðum og á jörðinni í heild. Enda þótt gæði lofts aukist að sumu leyti (SO2), fer þeim hrakandi að öðru leyti. Áhrif loftmengunar á heilsu manna og umhverfi eru meiri háttar vandamál í Evrópu og þarf reglugerðir og sáttmála til að reisa skorður við útstreymi.
Skammtíma loftmengun fer fram úr viðmiðunarreglum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að minnsta kosti einu sinni á ári í flestum stórborgum Evrópu Skammtíma sumarhámark ósonmagns hefur áhrif á meira en 100 milljónir Evrópumanna Farið er fram úr hættumörkum súrnunar á meira en 60% yfirborðs Evrópu Eyðing ósons í háloftunum og aukið magn gróðurhúsalofttegunda eru yfirvofandi vandamál um alla jörðina |
5 Ferskvatn
Hér er yfirlit yfir ástand grunnvatns, fljóta og stöðuvatna, sem og mat á breytingum á magni og gæðum vatns. Tengsl eru sýnd milli ástands og breytinga á ástandi vatns annars vegar og náttúrulegra ferla og umsvifa manna hins vegar. Hvar sem því verður við komið er varpað ljósi á ástand ferskvatns í hverju Evrópulandi og gerður samanburður á umfangi vatnsvandmála í hinum ýmsu hlutum Evrópu. Gagnanna var aflað úr mörgum heimildum, svo sem úr skýrslum um rannsóknir á vatnsbirgðum einstakra ríkja vegna löggjafar Evrópusambandsins, skýrslum um ástand umhverfismála og vísindaritum og úr svörum við sérútbúnum gátlista.
Ársmeðaltal niturstyrks í evrópskum ám |
Á ári hverju nota menn að jafnaði 15% af endurnýjanlegu vatnsmagni Evrópu en það er mjög mismunandi eftir svæðum Iðnaðurinn notar um 53%, landbúnaðurinn 26% og um 19% af heildarmagninu fer til heimilisnota 65% íbúanna fá grunnvatn til sinna nota; víða er gengið á birgðir grunnvatns og hætta er á að gæðum þess hnigni Áætlað nítrat- og skordýraeitursmagn í jarðvatni fer fram úr viðmiðunarreglum Evrópusambandsins víða í álfunni Ofauðgun er útbreidd í ám og vötnum Súrnun er alvarlegt vandamál á stóru svæði á Norðurlöndum |
6 Höfin
Hér er lagt mat á ýmis vandamál sem eru sameiginleg hverju hinna níu Evrópuhafa - Miðjarðarhafi, Svartahafi, Kaspíahafi, Hvítahafi, Barentshafi, Noregshafi, Eystrasalti, Norðursjó og Norður-Atlantshafi. Vandamálin eru skortur á öruggri stjórn á vatnasviðinu; mengun strandsvæða; ofauðgun; árekstrar varðandi nýtingu strandsvæða; innflutningur erlendra lífvera; skortur á eftirliti með starfsemi úti fyrir ströndum; ofnýting náttúruauðlinda og hækkun sjávarborðs vegna aukins lofthita.
Vernduð svæði sem hlutfall af flatarmáli lands
Öll höf, nema þau norðlægustu, standa frammi fyrir vanda vegna ofauðgunar. Niturmagn hefur tvö- eða þrefaldast við sumar strendur Svartahafs og Asovshafs Ófullnægjandi eftirlit með starfsemi fyrir ströndum fram er að skapa mengunarvanda í Svartahafi, Norðursjó og Kaspíahafi Tilkoma nýrra tegunda hefur haft alvarlegar vistfræðilegar afleiðingar í Svartahafi Í Miðjarðarhafi eru upprunalegar dýrategundir, meðal annars munkaselurinn í útrýmingarhættu Yfirborð Kaspíahafs hefur hækkað um 1,5 metra síðan 1977 |
7 Jarðvegur
Hér er athyglinni beint að hinu mikla hlutverki jarðvegs í starfsemi vistkerfisins og mikilvægi þess að vernda hann til þess að viðhalda heilbrigðu umhverfi. Fjölþætt starfsemi jarðvegsins og áhrif umsvifa manna á hann er skoðuð og metin. Gefið er yfirlit yfir helstu þætti er valda jarðvegshnignun. Gerð er grein fyrir aðalástæðum hverrar ógnunar, umfangi hennar og áhrifum og bent á úrræði. Þar sem lítið er um tölulegar upplýsingar um hnignun jarðvegs er fyrst og fremst um að ræða mat á eiginleikum hennar. Í nokkrum tilvikum voru nýjar upplýsingar teknar inn í magnútreikninga með nýjum útgáfum af tiltækum líkönum eða ályktanir dregnar af einstökum dæmum.
Jarðvegseyðingu er að finna á 115 milljónum hektara lands í Evrópu og veldur ófrjórri jarðvegi og vatnsmengun Jarðvegssúrnun er yfir hættumörkum á 75 milljónum hektura skóglendis í Evrópu Útbreidd ofnotkun áburðar leiðir til afrennslis og leka næringarefna úr jarðvegi og veldur ofauðgun og mengun drykkjarvatns af nítrötum |
8 Landslag
Gefið er yfirlit yfir þau gildi og hlutverk sem einkenna hið mótaða landslag. Gerður er greinarmunur á þrjátíu mismunandi gerðum evrópsks landslags og landfræðileg staðsetning þeirra sýnd á landakorti. Dæmigerður þrýstingur í átt til landslagsbreytinga er kynntur með dæmum. Brugðið er upp mynd af lögfræðilegum og tæknilegum aðgerðum til landslagsverndar.
Evrópsk landslagseinkenni taka stakkaskiptum eða hverfa vegna aukinnar jarðræktar eða vegna þess að býli fara í eyði, vegna þenslu þéttbýlis og þróunar samgöngukerfis og flutninga Sex prósent af flatarmáli Evrópu nýtur landslagsverndar en yfirleitt byggist hún á veikum lagagrunni |
9 Náttúra og dýralíf
Skógarbjörn Skógarbirnir eiga sér heimkynni í laufskógum og barrskógum til fjalla og í norðlæga barrskógabeltinu. Í fjalllendi ferðast þeir árstíðabundið upp í allt að 3000 metra hæð. Þótt af þeim fari það orð að þeir séu rándýr og kjötætur nærast þeir aðallega á plöntum, berjum, skordýrum, litlum hryggdýrum og eggjum. Þeir eru einkum á ferli um nætur og halda sig á frekar litlum svæðum og hafa óðul sem eru 500-2500 hektarar að stærð. Skógarbirnir áttu sér áður heimkynni um alla Evrópu allt frá Bretlandi og Spáni í vestri til Úralfjalla í austri. Nú eru þeir gersamlega útdauðir í flestum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Eftir eru aðeins fáeinir einangraðir hópar í Pyreneafjöllum, Ölpunum og Norður-Grikklandi. Þeir voru löngum taldir hættulegir búfénaði og voru ofsóttir um allar jarðir. En það er missir heimkynna þeirra (stórra samhangandi skógarflæma, þar sem fátt truflar) sem er önnur aðalástæðan fyrir hnignun þeirra (Evrópuráðið, 1989). |
Hér er gerð grein fyrir ástandi vistkerfa, gróðurs og dýralífs, sem og ráðstöfunum til náttúruverndar. Helstu gerðum búsvæða er lýst og vistfræðileg einkenni átta náttúrulegra (eða hálfnáttúrulegra), mikilvægra vistkerfa eru skoðuð ásamt þeim hættum sem yfir þeim vofa. Landfræðileg dreifing, stjórnunaraðferðir og helstu áherslur eru skýrgreindar og sýndar með myndum. Gögn vegna þessa mats fengust úr yfirliti sem samið var af hópi sérfræðinga. Matið á jurta- og dýralífi byggist á sjö tegundahópum. Sérstakri athygli er beint að tegundum í útrýmingarhættu samkvæmt Rauðu gagnaskránni. Mörg dæmi eru tekin um bæði vistkerfi og tegundir þar sem nákvæmar upplýsingar eru fyrir hendi er varpa ljósi á heildarmyndina. Gildandi og mögulegar laga- og framkvæmdareglur í náttúruvernd eru skoðaðar á þjóðlegum og alþjóðlegum grundvelli.
Skógar sem einu sinni þöktu 80-90 prósent Evrópu, ná nú aðeins til þriðjungs flatarmáls álfunnar Mýrar, fen og flæðiengi hafa horfið að miklu leyti í Vestur- og Suður-Evrópu. Á Spáni hafa þessi svæði rýrnað um 60 prósent Milli þriðjungs og helmings allra tegunda fiska, skriðdýra, spendýra og froskdýra í Evrópu eru í útrýmingarhættu Heildarflatarmál verndaðra svæða í Evrópu hefur þrefaldast frá árinu 1972 en flest eru lítil og slitin úr samhengi hvert við annað. Bæði skortir fé og starfslið til áhrifaríkrar verndar |
10 Borgarumhverfið
Hér er fjallað um gæði borgarumhverfis í Evrópu og áhrif borga á umhverfið á svæðis- og heimsvísu. Tilraunamælikvarðar á borgarumhverfi eru notaðir til að bera kennsl á helstu vandamál í sérstaklega völdum, evrópskum borgum. Matið beinist að umhverfisgæðum borganna, straumum og mynstrum. Í kaflanum er lögð áhersla á þörfina fyrir samþætt vinnubrögð hvað þéttbýli varðar og kannaðar eru skipulags- og stjórnarhættir sem geta bætt umhverfi í þéttbýli.
Tveir þriðju Evrópumanna búa í þéttbýli sem nær yfir eitt prósent flatarmáls álfunnar Gæði andrúmslofts í borgum hafa aukist en eru enn oft ófullnægjandi í stórborgum Milljón manna borg notar daglega að meðaltali 11.500 lestir af jarðefnaeldsneyti, 320.000 lestir vatns og 2.000 lestir matvæla en myndar 25.000 lestir af koltvísýringi (CO2), 1.600 lestir sorps og 300.000 lestir skolps. Vatnsbirgðum borga eru hvorki dreift né stjórnað af hagkvæmni |
Population growth in selected European cities |
Fólksfjölgun í tilteknum borgum í Evrópu
Gefið er yfirlit yfir aðalatriðin sem varða heilsufar Evrópubúa og tengslin milli heilbrigðis og umhverfis. Yfirlitið er byggt á niðurstöðum nýs mats á umhverfi og heilsufari sem framkvæmt var af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni undir fyrirsögninni "Umhyggja fyrir framtíð Evrópu". Einfaldasta vísbendingin um heilsufar er sjálfsmat sem sýnir að af íbúum 14 Evrópulanda eru Norðmenn og Svíar ánægðastir með
Hlutfallsleg skipting helstu dánarorsaka árin 1987-91 eftir löndum (löndum raðað eftir lífslíkum) |
Af öllum loftmengunarvöldum stafar mönnum mest hætta af svífandi smáögnum, sem orsaka asma og andþrengsli Mengað vatn á baðstöðum veldur meira en tveim milljónum manna meltingarfærakvillum á ári í Evrópu Lífslíkur við fæðingu er nokkrum árum skemmri og ungbarnadauði meiri í Mið- og Austur-Evrópu en í öðrum löndum álfunnar heilsufar sitt. Yfirlit er gefið yfir aðrar vísbendingar um heilsufar manna, þar á meðal lífslíkur, ungbarnadauða og helstu dánarorsakir í Evrópu - hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, öndunarfærasjúkdóma, smitsjúkdóma, meiðsli og eitranir. Kaflanum lýkur með yfirliti yfir helstu heilbrigðisvandamál sem rekja má til umhverfisins. |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/publications/92-827-5122-8/page004.html or scan the QR code.
PDF generated on 03 Oct 2024, 01:45 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum