All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
REDISCOVER Nature er ákall til okkar allra um að horfa í kring um okkur og uppgötva náttúruna og öll undur hennar. Hvort sem þú kynnist nærumhverfi þínu á ný í fjallgöngu á heimaslóðum þínum eða á bakgarðinum heima hjá þér - skaltu svala forvitni þinni og taka þér tíma til að skoða hluta í náttúrunni sem þú hefur ekki tekið eftir áður.
EEA heldur ljósmyndasamkeppni á hverju ári til að auka vitund um umhverfisefni. Til að taka þátt þarftu bara að senda okkur bestu ljósmyndirnar þínar fyrir 30. september 2020 í einhverjum af þessum þremur flokkum:
Þysjaðu inn og finndu náttúrufegurðina í minnstu smáatriðum, hvort sem það er flókin líffræðileg formgerð blóms í vexti eða jarðvegsgerð eða hamur á skriðdýri. Náttúran hvetur þig til að horfa þér nær og skoða hinn síbreytilega örheim. Sérðu þessi undursömu form, línur, mynstur, áferð og liti?
Þú þarft ekki endilega að ganga á fjöll eða fara í útilegu á afskekktum svæðum til að skoða náttúruna. Það er nóg að fara út um bakdyrnar og horfa á náttúruna koma í ljós fyrir framan þig. Fuglaskoðun í næsta lystigarði og yfirtaka náttúrunnar á mannvirkjum í borgum, náttúruundur má finna alls staðar. Horfðu í kring um þig... tekst þér að mynda návist náttúrunnar í kring um þig?
Taktu skref aftur á njóttu náttúrunnar í landslaginu í kring um þig. Horfðu á öldurnar berja hrjóstruga strönd, fjarlæg þorp á víð og dreif um sveitir, dádýr á reiki í skóginum eða vinnandi fólk á ökrunum. Kannski ættir þú að halda upp á við og horfa á heiminn að ofan. Nærðu mynd af endalausu landslagi heimsins, hvort sem það er ósnert eða mótað af mannanna störfum?
Keppnin er opin borgurum frá 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, Íslandi, Liechtenstein, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Norður-Makedóníu, Albaníu, Kósóvó*, Svartfjallalandi, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og Bretlandi. Allir þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri. Frekari upplýsingar um reglur keppninnar og þátttöku á síðu „REDISCOVER Nature“ keppninnar.
Vinningshafar í keppniflokkunum þremur hljóta peningaverðlaun upp á 1.000 evrur. EEA mun einnig veita sérstök æskulýðsverðlaun fyrir bestu myndina frá ungum einstaklingi. Verðlaun fólksins verða valin úr myndunum, sem komast í úrslit, með netkosningu.
EEA mun tilkynna um sigurvegara í nóvember 2020.
* Þessi tilnefning er með fyrirvara um afstöðu varðandi réttarstöðu, og er í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ - UNSCR 1244/99 og álit Alþjóðadómstólsins í Haag um sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó - ICJ Opinion on the Kosovo Declaration of Independence.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/highlights/rediscover-nature-i-ljosmyndasamkeppni-eea or scan the QR code.
PDF generated on 09 Nov 2024, 02:29 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum