All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Brátt hefjast árlegir flutningar fólks í milljónatali til strandhéraðanna – mat á umhverfisálagi
Hinum einstæðu strandsvæðum Evrópu stendur vaxandi ógn af sínum eigin vinsældum, að því er segir í nýrri skýrslu frá Umhverfisstofnun Evrópu, (EEA) sem kemur út í dag.
Í The changing face of Europe’s coastal areas [Breytt ásýnd strandsvæða Evrópu] er varað við því að síaukin nýting strandsvæða ógni hinu viðkvæma jafnvægi sem ríkir í vistkerfum þeirra.
Sem dæmi má nefna að u.þ.b. tveir þriðju votlendis Evrópu (mest af því við strendurnar) hafa farið forgörðum frá upphafi 20. aldarinnar. Uppbyggingin við Miðjarðarhafið hefur verið slík að meira en 50% strandsvæðanna eru undir steinsteypu, að því er fram kemur í skýrslunni.
“Á og við strendurnar eru auðugustu vistkerfin, hvað varðar fjölda og fjölbreytileika jurta og dýra. Strendur eru líka órjúfanlegur hluti af efnahagsmynstri margra samfélaga og skipta miklu máli fyrir lifsgæði okkar,” sagði Jacqueline McGlade, prófessor og forstjóri EEA.
“En til að vernda strandsvæði okkar verðum við að hætta að líta á þau sem –ótakmarkað svæði til afþreyinga og flutninga, með ótakmörkuðum möguleikum til bygginga, búsetu, siglinga og sjóflutninga, því vistkerfi þeirra eru viðkvæm og hafa gífurlega þýðingu fyrir ásýnd landsins og velferð svo margra samfélaga,” bætti McGlade við.
Í skýrslunni kemur einnig fram að byggð í strandhéruðum Evrópu er þéttari og vex hraðar en þegar kemur inn í landið. Á milli 1990 og 2000 jókst hlutfall bygginga, vegamannvirkja og annarra mannvirkja á strandsvæðum í næstum öllum Evrópulöndum.
Mest varð aukningin í Portúgal (34% aukning á tíu árum), Írlandi (27%), Spáni (18%), en Frakkland, Ítalía og Grikklandi fylgdu þar á eftir. Þau strandsvæði þar sem mest ber á þessari þróun eru við Miðjarðarhaf vestanvert. Efnahagsleg enduruppbygging sem að miklu leyti hefur verið knúin áfram af niðurgreiðslum frá ESB hefur valdið mikilli innviðauppbyggingu, en hún hefur aftur valdið útþenslu íbúðarbyggða.
Loftlagsbreytingar, hærri meðalaldur, betri efni aldraðra, meiri tómstundir og ódýr ferðalög: Allt þetta gerir vandamálin ennþá flóknari og setur strandsvæðin í Evrópu í mikla hættu, segir í skýrslunni.
“Við skulum rétt sem snöggvast hugleiða hvílíka samfélagsinnviði þarf til að koma einni fjölskyldu frá Norður-Evrópu til Spánar, til dæmis stefnumörkun í samgöngumálum, niðurgreiðslur og styrki, milliríkjasamninga um vegabréf, fjármögnun og margt, margt fleira. Svo skulum við athuga hvaða áhrif allt þetta hefur á ákvörðunarstaðinn. Ferðamennirnir efla að vísu atvinnu á svæðinu og hækka tekjur heimamanna, en þeim fylgir einnig mengun og spilling vistkerfa á svæðum sem njóta lítillar verndar yfirvalda og þola illa hina gegndarlausu ofnotkun. Þótt álagið sé staðbundið þurfa úrlausnirnar að ná til allra Evrópulandanna," sagði prófessor McGlade.
Þótt ástandið sé erfitt, bjóðast nú ný tækifæri til að takast á við vanda strandsvæðanna með heildrænni hætti en tíðkast hefur til þessa. Þá er litið á strandsvæðin í samhengi við árnar sem renna um þau til sjávar, vatnasvæði ánna og svo hafsvæðin fyrir utan. Áframhaldandi aðgerðir innan ramma ‘samþættrar stjórnunar strandsvæða’ (ICZM), sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lætur endurskoða á þessu ári, 2006, koma sér vel að því er segir í skýrslunni.
“Lengi hefur verið reynt að vernda strandsvæði Evrópu með lagasetningu, en þetta er í fyrsta skipti sem aðgerðir eru samþættar. Að ICMZ standa allir hagsmunaaðilar og tekið er á málefnum strandsvæðanna með langtímamarkmið í huga. Reynt verður að samræma þarfir atvinnulífs og uppbyggingar annarsvegar og verndun þeirra þátta sem halda uppi efnahagslífi strandsvæðanna hinsvegar. Einnig er tekið tillit til almennra áhyggna vegna umhverfisspjalla, svo og til félags-efnahagslegra og menningarlegra þátta,” sagði prófessor McGlade.
Hægt er að nálgast skýrsluna í fullri lengd á eftirfarandi EEA vefsvæði: http://reports.eea.europa.eu/eea_report_2006_6/en
Heimsækið vefsvæði okkar til að fá fyllri upplýsingar um EEA: http://www.eea.europa.eu
Gagnagluggi fyrir Strandhéruð Evrópu
Sambandsupplýsingar: |
|
Fyrirspurnum fjölmiðla skal beint til: Marion Hannerup |
For public enquiries: |
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/pressroom/newsreleases/coastal2006-is or scan the QR code.
PDF generated on 04 Nov 2024, 02:38 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum