All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Anna er 37 ára gömul og býr í miðborg Brussel. Hún er að undirbúa ferð með ungum syni sínum, Johan, út fyrir borgina. Anna er með astma og læknirinn hennar hefur varað hana við loftmengun, einkum á heitum sumardögum.
Anna hefur frétt af hinni illræmdu Lundúnaþoku á sjötta áratugnum, sem eitt sinn banaði 2000 manns á einni viku. Henni er í barnsminni myndir í síðdegisblöðunum af dauðum fiskum og trjám sem voru að deyja, en það var á árunum eftir 1970, er fyrirbrigðið 'súrt regn' fór að verða algengt í umræðunni.
Síðan Anna eignaðist Johan og eftir að hún fékk astmakast fyrir nokkru, hefur orðið loftmengun oft komið upp í huga hennar. Það fer ekki á milli mála að mikið hefur dregið úr losun margra mengandi efna víðsvegar í Evrópu frá því Anna var barn. Loftið sem þau mæðginin anda að sér er mjög gott borið saman við það sem áður var, og það sem áunnist hefur á þessu sviði er eitt glæsilegasta afrekið í umhverfisbótasögu ESB. Mjög er áberandi hve mikið hefur dregið úr losun brennisteins, helsta uppistöðuefnisins í 'súru regni'.
Aftur á móti hefur köfnunarefni – sem einnig er stór þáttur í súru regni – ekki verið tekið sömu tökum og brennisteinninn og heldur því áfram að vera meiriháttar vandamál. Í Evrópu býr stór hluti borgarbúa enn í borgum þar semlofmengun fer iðulega yfir sett heilsufarsmörk.. Árlega deyja fleiri manneskjur í Evrópu fyrir aldur fram vegna loftmengunar en úr umferðarslysum.
Enn hefur ekki tekist að ná því marki sem Evrópubúar settu sér á sínum tíma, að tryggja loftgæði sem hvorki spilla heilsu fólks né umhverfinu. Samkvæmt athugun sem EEA hefur látið gera virðist sem 15 af 27 aðildarríkjum ESB muni ekki standa við eitt eða fleiri lögbundin markmið sín við að draga úr losun skaðlegra loftmengandi efna að fyrir árið 2020.
Svifryk og óson við jörðu, eru nú almennt álitnir vera þau mengandi efni sem eru hvað mest heilsuspillandi. Þeir sem búa við langvarandi mengun eða lenda í mjög mikilli skammtímamengun kunna að verða fyrir margskonar heilsutjóni, allt frá minniháttar ertingu í öndunarfærum til dauða fyrir aldur fram.
Svifryk er smáagnir sem berast með lofti og eiga sér ýmsar uppsprettur, eins og t.d. útblástur frá bílum og staðbundna ofna. Svifryk er slæmt fyrir lungun og getur skaðað fólk á öllum aldri, en þeir sem stríða við hjartasjúkdóma eða öndunarerfiðleika eru í mestri hættu.
Samkvæmt nýjustu tölum EEA, virðist sem allt að 50% borgarbúa í Evrópu hafi orðið fyrir svifryksmengun með styrk umfram mörk sem ESB hefur sett til að vernda heilsu fólks. Allt að 61% allra borgarbúa kunna að hafa orðið fyrir mengun sem er meiri en viðmiðunarmörk ESB leyfa. Athuganir benda til að PM2.5 (örfínt ryk) í lofti hafi lækkað staðtölulegar lífslíkur í ESB um meira en átta mánuði.
Hjá EEA hafa menn tekið eftir því að þótt losun þessara tveggja helstu mengunarefna hafi minnkað eftir 1997, hefur styrkur þeirra í loftinu sem við öndum að okkur mælst nokkurnveginn óbreyttur. Við vitum ekki ennþá hvers vegna ekki hefur dregið úr mengun í loftinu umhverfis okkur, en þar gæti verið um að ræða nokkra samverkandi þætti, eins og til dæmis það að hækkandi hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi áhrif á loftgæðin, eða að mengunin komi til okkar frá öðrum meginlöndum, eða að um sé að ræða efni sem t.d. tré gefa frá sér sem síðan mynda óson.
Anna er að hugsa um að fara út í sveit með Johan. Áður en þau fara að heiman tengir hún sig við IRCEL á tölvunni, en það er opinber þjónustuvefur sem gefur ítarlegar upplýsingar um loftgæði í Belgíu. Anna skoðar kortin og skannar upplýsingar og spár um svifryk, óson, köfnunarefnisdíoxíð, brennisteinsdíoxíð o.fl. Gögnin berast inn á netið frá vöktunarstöðvum á ýmsum stöðum í Belgíu. Sem dæmi má nefna að staðartölur um ósonstyrkur í loftinu fara inn á 'ósonvef' EEA (1) sem veitir yfirlit yfir ástandið allsstaðar í Evrópu.
Anna flakkar fram og aftur á kortinu yfir Belgíu, þysjar (zoomar) inn á vöktunarstöð í miðborg Brussel, minna en tvo kílómetra frá heimili hennar.
Mengunartölurnar, nokkurra mínútna gamlar, sýna að mikið er af ósoni í Brussel. Því er meira að segja spáð á vefsíðunni að styrkurinn fari síðar um daginn upp fyrir þau mörk sem ESB telur viðunandi, og svo aftur daginn eftir ( Mynd 1).
Anna gengur út úr fjölbýlishúsinu sem hún býr í og fer á næstu neðanjarðarbrautarstöð, 10 mínútna leið. Þá blasa við henni umferðarvandamál borgarinnar og hún finnur þefinn af þeim líka.
Útblástur bíla í miðborg Brussel og annarra stórborga erta öndunarfærin, augun og lungun. Anna og Johan fara inn í brautarstöðina sína og leggja af stað í sveitarferðina.
Innan skamms eru mæðginin komin í þjóðgarð skammt utan við Brussel. Þau lesa á skilti að nú séu þau á Natura 2000 svæði – sem er eitt af mörgum slíkum víða í Evrópu sem hafa verið friðuð bæði til að tryggja náttúruleg búsvæði og til að viðhalda lífríki plantna og dýra.
En hvaða óþefur er þetta? Verið er að dreifa fljótandi húsdýraáburði á tún eða akur í grenndinni. Þetta er frekar ertandi, finnst Önnu, en það er samt hluti sveitalífsins eins og það er í raun og veru, þótt það stangist dálítið á við rómatísku lýsingarnar í myndabókum Johans.
Þessi megna ólykt stafar af u.þ.b. 4 mismunandi kemískum efnum sem áburðurinn gefur frá sér. Ammoníak (NH3), sem er rokgjarnt köfnunarefnissamband, er eitt af þeim. Ammoníak með mjög miklum styrk er ætandi og getur skaðað öndunarfærin. Að vísu er styrkurinn hérna ekki hættulegur fólki. Anna er fegin því og getur varpað ondinni léttar, þó hún lykti.
Köfnunarefni hefur mikla þýðingu sem hluti næringarefna í náttúrunni. Líkamar okkar búa til eggjahvítuefni úr köfnunarefnissamböndum. Sé hinsvegar er of mikið af köfnunarefni getur það leitt til alvarlegra umhverfisspjalla eða heilsutjóns.
'Súrt regn' myndast þegar of mikið er af brennisteins- og köfnunarefnisoxíðum er í loftinu. Eitt af glæsilegustu afrekum á sviði stefnumótunar og aðgerða til að draga úr loftmengun á síðustu áratugum er hinn gríðarmikli samdráttur á losun brennisteinsdíoxíðs. Aðildarríki EEA, 32 að tölu minnkuðu brennisteinslosun um 70% á árunum 1990 til 2006. Hins vegar hefur ekki gengið nærri því eins vel að kveða niður köfnunarefnismengunina.
Eftir að brennisteinslosunin hefur minnkað svona mikið er köfnunarefnið helsta sýrandi efnið í loftinu. Landbúnaður og samgöngur eru sú starfsemi sem mest köfnunarefnismengun fylgir. Meira en 90% allrar ammoníaklosunar (NH3) kemur frá landbúnaðinum.
Johan sem hefur verið eitthvað óstöðugur á fótunum missir allt í einu jafnvægið og fellur á brenninetlurunna. Móðir hans hjálpar honum á fætur og burstar af honum óhreinindin. Hún sér að hann hefur fengið á sig mikið af netlum. Hún man mjög vel eftir þeim í garði nágrannans þegar hún var barn. Þar spruttu runnarnir á moldunarhaugi þar sem einnig var mikið af hænsnaskít.
Þetta var reyndar engin tilviljun – runninn hafði sprottið þarna af því að mikið var af köfnunarefnissamböndum í jarðveginum.
'Ofauðgun ' var langlíklegasta ástæða þess að Johan fékk á sig allar þessar nettlur. Ofauðgun á sér stað ef of mikið er af næringarefnum (eins og N) í einhverju vistkerfi, hvort sem það er á landi eða í vatni. Í ofauðguðu vatni verður alltof mikill gróður og þegar hann rotnar orsakar það súrefnisskort. Fiskur, aðrar skepnur og gróður kafnar að lokum vegna þess að súrefnið er búið.
Hinn mikli fjöldi brenninettlurunna á Natura 2000 svæðinu sýnir að þótt það sé friðað búsvæði þolir það ekki allt það köfnunarefni sem berst með vindunum. Girðingin umhverfis svæðið veitir enga vörn – Það eina sem gæti varnað því að efni bærust með loftinu inn á svæðið, væri að gróðurhús væri reist yfir það allt.
Aðgerðir til að draga úr afleiðingum loftlagsbreytinga munu bæta ástand lofts Í janúar 2008, lagði Framkvæmdastjórn Evrópu til að settur yrði saman Loftlags- og orkupakki til að:
Átakið sem þarf til að ná þessum markmiðum mun einnig draga úr loftmengun í Evrópu. Sem dæmi má nefna að bætt orkunýting og aukin notkun endurnýjanlegrar orku mun hvorttveggja draga úr notkun jarðefnaeldsneytis – sem er ein af helstu orsökum loftmengunar. Þessar hagstæðu hliðarverkanir eru nefndar 'aukaafurðir' hinnar nýju stefnu varðandi loftlagsbreytingar. Gert er ráð fyrir að ofangreindur pakki minnki kostnað við að ná markmiðum ESB um minnkun loftmengunar um 8,5 milljarða evra á ári. Sparnaður heilbrigðiskerfa Evrópubúa gæti numið sexfaldri þeirri upphæð. |
Vegna þess að loftmengunin virðir engin landamæri verður að taka á henni á alþjóðlegum vettvangi.Samningur Sameinuðu þjóðanna um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (The United Nations Convention on Long-range Transboundary Air Pollution (LRTAP Convention)) frá árinu 1979 hefur verið undirritaður af 51 ríki og á honum byggist hin alþjóðlega baráttu gegn loftmengun.
Á sama hátt hefur ESB mótað stefnu í þessum málum þar sem hámarkslosun hvers aðildarríkis er bundin með lagaboði. 'National Emissions Ceiling Directive' (NECD) (Tilskipun um losunarhámörk ríkja,svokölluð Þaktilskipun) er einn af hornsteinum stefnu ESB. Þar eru sett 'þök' á eða hámörk fyrir fjögur mengandi efni: brennisteinsdíoxíð (SO2), köfnunarefnisoxíð (NOX), rokgjörn lífræn efnasambönd önnur en metan (NMVOCs), og ammoníak (NH3). Aðildarríkin þurfa að uppfylla þessi skilyrði eigi síðar en árið 2010
Hjá EEA er litið svo á að frekari losunartakmarkana sé þörf til að tryggja fullnægjandi vernd umhverfis og heilsu. EEA hefur látið fara fram greiningu nýjustu NECD gagna (2). Niðurstaðan bendir til þess að 15 aðildarríki muni ekki uppfylla a.m.k. eitt af markmiðunum fjórum. Samkvæmt því er hætt við að ekki takist að ná settum markmiðunum í sambandi við 13 'þök' á mengunarefnunum tveim sem innihalda köfnunarefni, þ.e. NOX and NH3 (3).
Á árinu 2009 hyggst Framkvæmdastjórn Evrópu senda frá sér tillögu um endurskoðun gildandi NECD, þar sem meðal annars verður lagt til að þökin verði lækkuð fyrir árið 2020. Líklega verða í fyrsta skipti lagðar fram tillögur um magn svifryks (PM2.5).
Hinum nýja NECD samningi fylgja tilskipanir um loftgæði með markmiðum og gildum sem stefnt er að í tengslum við helstu loftmengunarvalda. Ný tilskipun, Cleaner Air For Europe (CAFE) Directive (Tilskipun um hreinna loft fyrir Evrópu) var samþykkt í apríl 2008. Það var í fyrsta skipti sem sett voru lagalega bindandi mörk fyrir PM2.5 styrkur í lofti (smágerðar agnir) sem ná skal á árinu 2015. Framkvæmdastjórn Evrópu veitir þeim löndum tiltal sem ekki hafa staðið við fyrri mörk og, gagnvart þeim lönndum þar sem ekki hafa verð a.m.k. lögð drög að fullnægjandi ráðstöfunum til að bæta frammistöðuna, er Framkvæmdastjórnin nú farið að beita lagalegum aðgerðum. Þegar Anna var að horfa á sjónvarpsfréttirnar seinna um kvöldið sá hún að loftmengunarviðvörun var gefin vegna þess að ósonmagnið færi væntanlega upp fyrir mörk ESB. Fólk var varað við því að reyna mikið á sig meðan ósonstyrkurinn væri svona mikil í loftinu.
Heimildir
Coordination Centre for Effects, Data Centre of the International Cooperative Programme on Modelling and Mapping of Critical Levels and Loads and Air Pollution Effects, Risks and Trends (ICP Modelling and Mapping, ICP M&M).
Directive 2008/50/EC of the European Parliament and of the Council of 21 May 2008 on ambient air quality and cleaner air for Europe.
EEA, 2006. Air quality and ancillary benefits of climate change policies, EEA Technical report No 4/2006.
EEA, 2008a. The NEC Directive status report. EEA Technical report No 9/2008.
EEA, 2008b. Annual European Community LRTAP Convention emission inventory report 2008. EEA Technical report No 7/2008.
EEA, 2009. Assessment of ground-level ozone within the EEA member countries with focus on long-term trends (in preparation).
EEA. Core set indicator CSI-04: Exceedance of air quality limit values in urban areas.
EEA Ozone web. Ozone pollution across Europe.
European Commission, 2002. The Sixth Environment Action Programme of the European Community 2002–2012 (1600/2002/EC).
European Commission, 2005a.
Directorate General for Energy and Transport.
European Commission Thematic Strategy on Air Pollution (2005). Communication from the Commission to the Council and the European Parliament. COM(2005)446 final and press release.
European Commission, 2005b. Thematic Strategy on Air Pollution (2005). Communication from the Commission to the Council and the European Parliament. COM(2005)446 final.
IIASA, 2008. 'National Emission Ceilings for 2020 based on the 2008 Climate & Energy Package'. NEC Scenario Analysis Report Nr.6. International Institute for Applied Systems Analysis, July 2008.
Task Force on Reactive Nitrogen (TFNr), Convention on Long-range Transboundary Air Pollution.
(1) Ósonmengun í Evrópu: http://www.eea.europa.eu/maps/ozone. Svipuð þjónusta, sem veitir staðarupplýsingar um málefni af þess tagi málefni víðsvegar í Evrópu er í undirbúningi.
(2) Í stöðuskýrslu samkvæmt NEC tilskipuninni (Tækniskýrsla EEA Nr. 9/2008) eru skráðar upplýsingar sem opinberlega var tilkynnt um af aðildarríkjunum í árslok 2007.
(3) Belgía, Frakkland, Þýskaland og Holland líta svo á að ný stefnumörkun og aðgerðir, sem enn hafa ekki hafist, muni gera þeim kleift að ná losunarþaki ársins 2010. Auk þess gera nokkur önnur aðildarríki ráð fyrir að þau fari fram úr upprunalegu markmiðunum.
For references, please go to https://www.eea.europa.eu/is/articles/serhver-andardrattur-feinn-astand-andrumslofts-i-evropu or scan the QR code.
PDF generated on 20 Sep 2024, 02:24 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum