næsta
fyrri
atriði
EEA Signals 2013 - Við sérhvern andardrátt

Að bæta loftgæði í Evrópu: Umhverfisteikn 2013 leggur áherslu á loftgæði í Evrópu. Í útgáfu þessa árs er reynt að útskýra núverandi ástand loftgæða í Evrópu, hvaðan þau koma, hvernig loftmengunarefni myndast og hvernig þau hafa áhrif á heilsu og umhverfi. Það er einnig gefið yfirlit yfir það á hverju við byggjum þekkingu okkar á loftgæðum, og hvernig við tökum á loftmengun með fjölbreytilegri stefnumörkun og aðgerðum.

Lesa meira

Umhverfisteikn 2012 – Að skapa þá framtíð sem við viljum

Umhverfisstofnun Evrópu (EE A) gefur út Umhverfisteikn á hverju ári, sem veitir yfirlit yfir málefni sem eru áhugaverð fyrir umhverfisumræðuna og sem höfða til almennings á komandi ári. Umhverfisteikn 2012 sameinar umfjöllun um umhverfismálefni eins og sjálfbærni, grænt hagkerfi, vatn, úrgang, matvæli, stjórnun og miðlun þekkingar. Tímaritið er undirbúið í samhengi við ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun – í Ríó 2012. Á þessu ári gefur Umhverfisteikn þér yfirlit yfir hvernig neytendur, framsækin fyrirtæki og stjórnmálamenn geta náð árangri með því að nota sameiginlega ný tæknileg verkfæri – allt frá fjarkönnun til umræðuvettvangs gegnum netið. Ritið stingur einnig upp á skapandi og skilvirkum lausnum til að varðveita umhverfið.

Lesa meira

Umhverfisteikn 2011 - Hnattvæðingin, umhverfið og Þú

Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) gefur árlega út ritið Umhverfisteikn. Þar eru birtar stuttar frásagnir um áhugaverð málefni í tengslum við umræðuna um stefnumótun í umhverfismálum. Valdar eru sögur sem varða almenning, sem innlegg í umræðuna á komandi ári.

Lesa meira

UMHVERFISTEIKN 2010 - Líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsbreytingar og þú (IS)

Þetta árið fara Merki með okkur í ferðalag þar sem fylgt verður leiðum vatnsins frá jöklum Alpafjalla til sífrera Norðurskautssvæðanna, og óshólma Gangesfljóts. Við ferðumst til kunnuglegra og fjarlægra staða og lítum á það hvernig við getum endurskapað tengsl okkar við nauðsynlega þætti hversdagslífsins: vatnið, jarðveginn, loftið og dýr þau og plöntur sem saman mynda hið fjölbreytilega lífríki á jörðinni.

Lesa meira

Permalinks

Tags

Skjalaaðgerðir